Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 20

Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 er leiðandi framleiðandi LED lýsingar og stýringa og býður heildarlausnir fyrir iðnaðar- og lagerhúsnæði Leitaðu upplýsinga hjá löggiltum rafverktökum, lýsingarhönnuðum og arkitektum Fáðu fagmann í verkið til að tryggja rétta meðhöndlun, endingu og ábyrgð. Það er þitt öryggi. www.reykjafell.is SVIÐSLJÓS Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Talið er að aðstoðarflugmaður þýsku farþegaflugvélarinnar sem hrapaði í Ölpunum á þriðjudaginn hafi viljandi ákveðið að lækka flugið og neitað að opna flugstjórnarklef- ann fyrir flugstjóranum, sem hafði brugðið sér frá. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Brice Robin, sak- sóknara í Frakklandi og stjórnanda rannsóknarinnar á flugslysinu, sem hann gaf á blaðamannafundi í gær. Flugmaðurinn var nafngreindur í gær sem Andreas Lubitz, 28 ára gamall Þjóðverji, en ekki er talið að hann hafi haft nein tengsl við hryðjuverkasamtök eða öfgahópa. Sagði Robin að svo virtist sem Lu- bitz hefði haft „löngun til að eyða“ vélinni. Sat þögull í tíu mínútur Robin sagði að Lubitz hefði verið einn við stjórnvölinn þegar flugvél- in hrapaði. Byggt á þeim upplýs- ingum sem fengust úr flugritunum höfðu flugstjórinn og flugmaðurinn talast rólega við í um það bil tutt- ugu mínútur eftir flugtak frá Barcelona, en þá hefði flugstjórinn beðið Lubitz um að taka við og farið fram, líklega til þess að fara á sal- ernið. Lubitz mun hafa ákveðið að læsa klefanum þegar flugstjórinn fór út. Robin sagði að á flugritanum heyrðist að flugstjórinn bæði Lu- bitz nokkrum sinnum um að hleypa sér inn í klefann, en án svars. Svo virðist sem Lubitz hafi andað eðli- lega, sem gefur til kynna að hann hafi haldið fullri meðvitund. Hann sat þó þögull síðustu tíu mínúturnar áður en flugvélin brotlenti. Robin sagði að farþegar vélarinn- ar hefðu ekki orðið varir við neitt fyrr en undir það allra síðasta, en þá heyrast skelfingaróp á flugrit- anum. Munu þeir allir hafa látist um leið og vélin brotlenti. Robin sagði að það væri ekki hægt að tala um gjörðir Lubitz sem sjálfsvíg í ljósi þess að 149 aðrir hefðu farist með honum. Slegnir yfir niðurstöðunum Niðurstöður rannsóknarinnar vöktu víða ugg og óhug meðal fólks. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, sagði að hann væri mjög sleginn yfir niðurstöðunum og ítrekaði samúðarkveðjur sínar til aðstandenda þeirra sem voru um borð. Á fréttamannafundi þýska flug- félagsins Lufthansa, móðurfélags Germanwings sem rak vélina, kom fram að forsvarsmenn fyrirtækisins væru í losti yfir hegðun Lubitz. Carsten Spohr, framkvæmda- stjóri Lufthansa, sagði á fundinum að evrópskar reglugerðir skylduðu flugáhafnir ekki til þess að hafa ávallt tvo í flugstjórnarklefanum hverju sinni líkt og hjá bandarísk- um flugfélögum. Kom fram í máli hans að hurðir að flugstjórnarklef- um hefðu verið hertar í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 2001, þannig að vopn ynnu ekki á þeim, og að sérstakan aðgangskóða þyrfti til þess að komast inn í klef- ann, sem flugáhafnir kynnu utan- bókar. Hins vegar væri það jafn- framt möguleiki fyrir þá sem sitja við stjórnvölinn að læsa klefunum þannig að kóðinn virkaði ekki í að minnsta kosti fimm mínútur. Spohr sagði einnig að hann hefði enn fulla trú á þjálfunarferli flug- manna hjá Lufthansa og German- wings, en að engu að síður yrði far- ið yfir það í kjölfar flugslyssins. Flugmaðurinn grandaði vélinni  Talið að aðstoðarflugmaðurinn hafi vísvitandi ákveðið að lækka flugið  Læsti flugstjórann úti og neitaði að opna klefann  Ekki skylda hjá flugfélaginu að hafa alltaf tvo í flugstjórnarklefanum AFP Blaðamannafundur Brice Robin, saksóknari í Frakklandi, greinir frá niðurstöðum rannsóknar sinnar. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Fjölskyldur þeirra sem fórust í flug- slysinu á þriðjudaginn lögðu leið sína til Frakklands í gær, sam- kvæmt tilkynningu frá innanríkis- ráðuneyti landsins, en aðstandendur fengu að hitta Brice Robin, stjórn- anda rannsóknarinnar, áður en hann tilkynnti niðurstöður rannsóknar sinnar. Um 60 ættingjar lögðu síðan leið sína til frönsku Alpanna, nálægt slysstaðnum, en búið er að loka hann af á meðan leitað er að braki vél- arinnar. Í þorpinu Le Vernet, sem er sú mannabyggð sem næst er staðn- um, bjuggu íbúar sig undir komu að- standenda með því að opna fyrir þeim heimili sín og önnur gistipláss til þess að hýsa þá. Voru fjölmiðlar beðnir um að sýna þeim sem komu í gær virðingu sína, og hélt lögreglan öllum óviðkomandi fjarri. Flestir af þeim 150 sem fórust með vél Germanwings á þriðjudag- inn voru frá Þýskalandi og Spáni, en að minnsta kosti 75 Þjóðverjar og 51 Spánverji voru um borð í vélinni, samkvæmt upplýsingum frá spænskum yfirvöldum, en talið er að fólk af tuttugu mismunandi þjóð- ernum hafi verið um borð. Geðþekkur ungur maður Andreas Lubitz, hinn 28 ára gamli aðstoðarflugmaður vélarinnar, sem sagður er hafa grandað vélinni, hafði flogið í um 630 klukkutíma. Sam- kvæmt erlendum fjölmiðlum litu vin- ir hans, samstarfsmenn og fjöl- skylda á hann sem geðþekkan ungan mann, og benti ekkert til þess að hann hefði verið þunglyndur stuttu fyrir slysið. Lubitz dreymdi um það alla ævi að gerast flugmaður, og var hann farinn að taka þátt í starfi flug- klúbba í heimabæ sínum frá fjórtán ára aldri, og varð sér úti um svifflug- próf. Hann hóf störf sem flugmaður fyrir Germanwings-flugfélagið í september 2013, og hlaut flugþjálfun sína hjá móðurfélagi þess, Luft- hansa, í Bremen. Þar hafði hann haf- ið störf árið 2008 sem flugþjónn, og hóf þjálfun sama ár. Lubitz þurfti hins vegar að gera tímabundið hlé á henni og hermdu fregnir í breskum fjölmiðlum að hann hefði þá þjáðst af þunglyndi. Hann mun þó hafa náð bata og stóðst hann öll hæfnispróf flug- félagsins, sem innihéldu sálræn próf og reglulegar læknisskoðanir. AFP Í lögreglufylgd Rúta með aðstandendum þeirra sem létust í slysinu kemur til þorpsins Seyne-les-Alpes í gær. Aðstandendur leggja leið sína til Frakklands  Aðstoðarflugmaðurinn vel liðinn af samstarfsmönnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.