Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 26

Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 ✝ Steinunn Jóns-dóttir fæddist á Flateyri 21. júní 1928. Hún lést 16. mars 2015 á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Arnbjarnardóttir kennari, frá Fells- koti í Bisk- upstungum, f. 1892, d. 1983, og Jón Eyjólfsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, verslunarmaður á Flateyri, f. 1880, d. 1950. Systkini Stein- unnar voru: a) Eyjólfur, f. 1917, d. 2000. Börn hans Jón og Guð- rún. b) Kristín, f. 1920, d. 2001. Börn hennar og Björgvins Guð- mundssonar, Greta og Jón. c) Þórir, f. 1923, d. 1964, sonur hans Jón Gunnar. d) Bryndís, f. 1932, d. 2001. Eiginmaður Steinunnar var Guðmundur Jónsson húsasmíða- meistari og hreppstjóri, frá Gemlufalli í Dýrafirði, f. 1924, d. 1983. Hann var sonur Ágústu Guðmundsdóttur, f. 1890, d. 1973, frá Brekku í Dýrafirði og Jóns G. Ólafssonar, f. 1891, d. 1963, frá Hólum í Dýrafirði. Bændur á Gemlufalli. Steinunn og Guðmundur eignuðust sex börn. 1) Guðrún Nanna, f. 1953, giftist Birni Gunnarssyni, f. 1951, d. 2006, börn þeirra, a) Ír- Hafliði Vilhelmsson, f. 1953. Börn þeirra Steinunn Ólína, f. 1996, og Tómas Vilhelm, f. 2002. Sonur Hafliða, Yannick Víkingur, f. 1978. 6) Svanhildur, f. 1964, börn hennar og Jóns Þórs Bjarnasonar, f.1961, Dav- íð, f. 1988, Elsa, f. 1990, og Guð- mundur, f. 2001. Núverandi maki Svanhildar er Sigurður Skagfjörð Ingvarsson, f. 1957, synir hans eru Kristinn, f. 1984, Ingvar, f. 1986, og Ómar Bragi, f. 1992. Steinunn fæddist á Flateyri og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Hún gekk í Barna- og unglingaskólann á Flateyri og fór síðar í nám í Kvennaskól- anum í Reykjavík, þaðan sem hún útskrifaðist . Steinunni var margt til lista lagt. Hún spilaði á gítar og söng, var góður teiknari, prjónaði mikið og hannaði oft sitt prjónverk. Einnig saumaði hún mikið. Hún hafði á yngri árum áhuga á íþróttum og spilaði handbolta með KR. Steinunn vann lengi á símstöðinni á Flateyri og síðar á pósthúsinu. Hún var mjög virk í Kvenfélaginu og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Um tvítugt fékk hún berkla og þurfti að dvelja á Kristnesi. Þessi veikindi settu mark sitt á hana og hennar persónuleika og var æðruleysi kannski hennar lýsandi persónueinkenni upp frá því. Æskuheimili Steinunnar og bókaverslunin í sama húsi er nú safn á vegum Minjasjóðs Ön- undarfjarðar. Útför Steinunnar fer fram frá Flateyrarkirkju í dag, 27. mars 2015, kl. 14. is, f. 1974, gift Frey Bergsteinssyni, börn þeirra Breki, Katla og Svava. b) Egill, f. 1980, kvæntur Sóleyju Árnadóttur, synir þeirra Alexander Björn, Kristófer Árni og Elís Hilm- ar. Núverandi maki Guðrúnar Nönnu er Hilmar Bald- ursson, f. 1952, dóttir hans Anna Rut, f. 1984. 2) Jón, f. 1955, maki Erna Jónsdóttir, f. 1959. Synir þeirra, a) Hákon, f. 1982, kvæntur Sommer Jóns- son, b) Kári, f. 1985, sambýlis- kona Ragnhildur L. Helgadótt- ir, c) Einar Örn, f. 1985. Dóttir Jóns, Eyrún Edda, f. 1975, maki Daði Sverrisson, dóttir þeirra Sólrún Eldjárn. 3) Ágústa, f. 1957, sonur hennar Eyþór, f. 1985. Faðir hans er Jóvin Svein- björnsson, f. 1955. 4) Eyjólfur, f. 1958, kvæntur Margréti Jó- hannesdóttur, f. 1952. Börn hennar og fósturbörn Eyjólfs, a) Jóhanna, f. 1972, b) Vilberg, f. 1974, maki Erla Arnardóttir, sonur þeirra Emil, c) Lára, f. 1978, maki Róbert Benedikts- son, dætur þeirra Hera og Reg- ína, d) Tryggvi Valur, f. 1983, maki Hanna Guðrún Kolbeins, sonur þeirra Björgvin Aríel. 5) Greta Sigríður, f. 1961, maki „Jæja góða mín,“ sagði hún oft, hennar orð, mínar fréttir. Hingað erum við komin, lífið heldur áfram er sagt og margt í því rétt og gott, það verða líka til augnablik og stundir í okkar lífi sem gera það að verkum að það verður aldrei eins og áður. Okkar tilvera markast svo mikið af því sem er í kringum okkur. Þeir sem við tengjumst og hafa verið til staðar alla tíð eru allt í einu einn daginn ekki þar, og allt breytist. Við verðum fjarlæg og dofin á meðan við meltum minningarnar og horfum yfir farinn veg. Margt kemur upp í hugann við andlát móður minnar, mynd- brot frá svo mörgum tímabilum, mörgum augnablikum, sumum man ég eftir sjálf, sumt held ég að ég muni því það er til á myndum, en svo eru líka minn- ingar sem voru til í hennar huga, um litlu stelpuna sem hún var einu sinni, unglinginn, um ungu konuna sem ólst upp á eyrinni, minningar um móður sem var alltaf til staðar fyrir okkur hin. Sé hana fyrir mér sitjandi á hækjum sér í kartöflugarðinum uppi í hlíð, græna gollan á sín- um stað og slæða vafin frjáls- lega um höfuðið til að halda brúnum permanentlokkunum í skefjum, appelsín og kex í nest- istöskunni, hún lítur upp og brosir framan í myndavélina eða þann sem á henni heldur, augnablik í amstri haustverka stórheimilisins hjá þrautseigri konu, hlýja og glettni eru alltaf efst í huga. Man þegar ég skottaðist á eftir henni yfir til ömmu á sum- arkvöldi, stilltu, fersku og svo- lítið svölu eins og þau voru svo oft á eyrinni, mamma hélt á bala, rauðum plastbala sem var fullur af nýþvegnum, lauslega samanbrotnum rúmfötum, við vorum að fara að strauja á stóru vélinni hennar ömmu, flétturnar á skottunni orðnar flæktar eftir ævintýraupplifun dagsins, auka skráma komin á olnbogann og enn meiri grasgræna á buxurn- ar, ég var sko aðstoðarkonan. Byrjaði samt á því að fá að velja mér fallegasta rabbabarann í beðinu og undirskál með smá- litlum sykri beið mín hjá ömmu. Þær mæðgurnar spjölluðu á meðan strauvélin damlaði áfram, „þvoðu þér nú um hend- urnar og komdu og haltu í end- ann“. Vatnið hjá ömmu var frekar kalt og skrýtin lykt af sápunni, en kranarnir hennar voru svo skemmtilegir, það var hægt að beygja þá og sveigja, láta vatnið sprautast út um allt! Nýr ævintýraheimur í smá stund, þar til aftur var kallað. Ilmurinn af nýstraujuðu, af rab- babara, af kvöldkyrrðinni, af mömmu. Sorgin er til staðar – bæði sár og erfið en stundum líka fal- leg, þegar hún brýst fram sem foss góðra minninga og þakk- lætis. Ekkert heldur aftur af tárunum þegar samúðin um- faðmar, það er bæði fallegt og gott og yljar hjartanu alla leið, samúðin er öflug og hún skiptir máli. Mamma mín dó í gær, ég verð bara tóm, tóm, dauf og dofin. Rista brauðið á hvolfi, helli kaffinu afturábak í bollann, og borða bananann úthverfan. Öfugsnúin tilvera sem snýst áfram, hring eftir hring – alla leið. Elsku mamma, við minnumst þín með gleði og þakklæti alla daga, takk fyrir allt sem þú hef- ur veitt, skapað og stutt okkur með í gegnum árin öll, hvíl í friði, þín Svanhildur. Fallin er frá tengdamóðir mín elskuleg, Steinunn Jónsdóttir. Steinunn var glæsileg kona og hafsjór fróðleiks um allt sem varðar Önundarfjörðinn fagra og þá er þar bjuggu. Allt til hinsta dags hélt hún reisn sinni. Steinunn var með þennan ein- staka glampa í augum þegar hún ræddi um menn og málefni, sem henni þótti vænt um og það var alltaf stutt í hláturinn. Steinunn æsti sig aldrei yfir nokkrum hlut. Framkoma henn- ar var yfirveguð og einkenndist alla tíð af rósemd, kærleika og velvild. Ég man vel eftir sérstakri áherslu í tali hennar þegar við kvöddumst að lokinni dvöl á Flateyri hvert sumar, þennan aldarfjórðung, sem ég hef notið gestrisni hennar og að loknum degi sagði hún á sinn sérstaka hátt: „Góða nótt“ áherslan var á „góða“. Guðmundur Jónsson, eigin- maður Steinunnar, var húsa- smíðameistari og þekktur fyrir sín vönduðu verk. Hann var virtur í samfélaginu, var hrepp- stjóri og sinnti því starfi eins og öðru af ábyrgð og öryggi. Þau voru samhent hjón. Missir Steinunnar var mikill þegar hann féll skyndilega frá fyrir rúmlega 30 árum. Þau hjón eignuðust sex börn. Þetta var eiginlega sjálfbær fjölskylda á Grundarstígnum. Stutt var milli barnanna og þau mjög náin. Þar var líka alltaf fullt hús af krökkum af eyrinni, enda allir velkomnir á heimilið. Þarna var sérstakt að koma, aldrei neitt vesen. Steinunn lét okkur bara í friði, en Guðmund- ur hafði gaman af að rabba við okkur krakkana og ekki síður þegar við urðum unglingar. Móðir mín og Steinunn voru bekkjarsystur í grunnskólanum á Flateyri. Til er mynd af þeim saman spilandi á gítar, þegar þær voru ungar stúlkur. Við Nanna vorum æskufélagar á Flateyri. Þegar kynni okkar hófust á ný fyrir um 25 árum, sagði faðir minn: „Ef hún er eitthvað lík henni Unnu, þá ertu í góðum málum.“ Öll þessi ár hefur verið mikil tilhlökkun að koma á æskuslóð- irnar hvert sumar. Það hefur í mínum huga mikið breyst á Flateyrinni við brotthvarf minn- ar kæru Steinunnar Jónsdóttur. Guð blessi minningu hennar. Hilmar Baldursson. Ég sem ung telpa fann það fljótt að á sumrin var gott að vera hjá ömmu. Fyrsta símtalið heim, þetta fyrsta sumar í burtu frá mömmu og pabba, var svo- lítið erfitt en það gleymdist fljótt. Í kyrrðinni í kringum ömmu var svo gott að vera. Amma kippti sér ekki upp við smáatriði og ekkert kom henni úr jafnvægi. Ég minnist ótal stunda okkar saman og er þakk- lát fyrir hverja eina og einustu. Við ýmist flissuðum eða þus- uðum yfir sjónvarpinu. Rótuð- um í moldinni til að finna okkur kartöflur í soðið, sýsluðum með þvott, spjölluðum saman yfir kvöldsopanum eða lágum í sól- baði. Þær stundir sem við áttum saman yfir krossgátum munu einnig fylgja mér alla ævi. Það var æði hróðug lítil hnáta sem náði orði á undan ömmu sinni í fyrsta skipti og amman kímdi, hafði gaman af ánægju telpunn- ar. Hún hafði endalausa þolin- mæði og útskýrði allt sem hnát- an vildi vita um orðin og heiminn um leið. Alls staðar voru bækur og alltaf gat amma bent bókaþyrst- um unglingi á eitthvað spenn- andi að lesa. Trappan í Bóka- búðinni var vel nýtt, hvort sem það voru teiknimyndasögur, tímarit eða æðri bókmenntir. Á unglingsárunum breyttust áhugamálin. Eitt skiptið þegar unglingurinn hafði verið helst til of lengi fjarverandi í einhverju partýstandi sagði amma: „jæja góða, ertu komin, það var nú gott, skemmtirðu þér vel?“. Svo var bara hrært í skyrið og ekki minnst einu orði á það meir. Þrátt fyrir að útstáelsið færðist í aukana með árunum, þá voru sunnudagarnir alltaf heilagir krossgátudagar hjá mér og ömmu. Í rósemdinni sem því fylgdi náði unglingurinn að þroskast og takast á við heim- inn. Þó að ég hætti að vinna fyrir vestan fór ég í heimsókn á hverju sumri til að heilsa upp á ömmu mína og vestfirska fjalla- fegurð. Fljótlega fylgdu börnin og eiginmaðurinn með og er ég afskaplega þakklát fyrir þeirra hönd að þau fengu að upplifa Eyrina og kyrrðina hjá ömmu. Ég er ömmu minni svo óend- anlega þakklát fyrir þann tíma sem hún gaf mér. Óeigingjörn, glaðvær og hógvær og alltaf tilbúin til að sjá það góða og skondna í hverri manneskju og hverju atviki. Ég vona að ég beri þá gæfu í minni framtíð að líkjast henni sem mest. Minn- ingin um elsku ömmu mun lifa áfram með mér og börnunum mínum. Íris. Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir) Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja okkar elskulegu bekkjarsystur, Steinunni Jóns- dóttur frá Flateyri. Enn er komið að kveðjustund og nú hennar Unnu, eins og við köll- uðum hana í okkar hópi. Við vorum í Kvennaskólanum í Reykjavík og lukum námi vorið 1948, síðan höfðum við hist reglulega og ef Unna var í bæn- um þá hittist stundum svo á að það var fundur og þá urðu fagn- aðarfundir að hitta Unnu. Við Unna ætluðum að fara í hús- mæðraskólann á Akureyri en stuttu eftir að skólinn byrjaði varð Unna veik og varð að fara á Kristnesspítala. Hún var þó ekki nema eitt ár og fór þá til Flateyrar þar sem Guðmundur Jónsson beið hennar og þau giftust og eignuðust sex mann- vænleg börn. Nú er Unna farin frá okkur og við þökkum henni langa og góða samfylgd sem aldrei bar skugga á. Við bekkjarsysturnar sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarsystranna, Guðbjörg Þórarinsdóttir. Steinunn Jónsdóttir ✝ Sigþóra Schev-ing Kristins- dóttir var fædd í Reykjavík 13. jan- úar 1929. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Kristinn Maríus Þorkelsson, fæddur 17. ágúst 1904, dáinn 10. mars 1980 og Sigurlína Schev- ing Hallgrímsdóttir, fædd 7. apríl 1911, dáin 18. júní 1976. Systkini Sigþóru eru: 1) Mar- grét, fædd 1932, 2) Þorkell, fæddur 1933, 3)Anna, fædd 1935, 4)Hulda, fædd 1940, 5) Hallgrímur, fæddur 1944; upp- eldissystir þeirra er Sigurlína Kristín, fædd 1950. Eiginmaður Sigþóru var Jón Lárus Guðnason, fæddur 13. september 1928, dáinn 22. ágúst 2008. Dætur þeirra eru 1) Guðrún Linda, fædd 19. sept- ember 1967, gift Pálma Berg- mann Vilhjálmssyni. Dætur þeirra eru a) Rakel Bergmann, unnusti hennar er Kristján Hafþórsson, og b) Erla Þóra Berg- mann. 2) Íris Björk, fædd 25. júní 1969. Börn hennar eru a) Sara Lind Sigurðar- dóttir, b) Nadía Carter og c) Tanya Carter Krist- mundsdætur. Sara Lind er gift Ómari Sigursveinssyni; synir þeirra eru Jón Tristan og Al- mar Logi. Sigþóra, jafnan nefnd Þóra, vann hin ýmsu störf, aðallega í fiskvinnslu og sem matsmaður þar til þau hjónin keyptu Fata- pressuna Úðafoss við Vitastíg í Reykjavík árið 1965. Þau byggðu fyrirtækið upp af mikl- um dugnaði og luku starfsferli sínum þar og er fyrirtækið ennþá í eigu fjölskyldunnar. Sigþóra verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 27. mars 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku besta mamma mín, nú eruð þið pabbi sameinuð á ný. Maður er aldrei undirbúinn að kveðja foreldri sitt sama hversu gamall maður er, en nú veit ég að þér líður vel og það hlýjar mér á einhvern hátt. Barnagælan sem þú varst og þolinmæðin sem þú sýndir mér á mínum uppvaxtarárum er ómet- anleg. Dugleg og heiðarleg kona sem var alltaf til staðar fyrir fjöl- skylduna þrátt fyrir langa og erf- iða vinnudaga. Ég lærði margt gott af þér sem ég tek með mér og miðla áfram til barnabarna þinna sem þú elskaðir af öllu hjarta og þær þig. Sara mín og þú voruð eins og mæðgur og er ég þér mjög þakklát fyrir stuðninginn sem þú sýndir okkur alla tíð. Þú varst alltaf svo fín til fara og vildir aldrei fara út úr húsi án þess að vera vel til höfð með varalit og greiðslu og var það alveg fram á það síðasta. Glæsileg og brosmild varstu og var talað um það. Þú varst alltaf svo lítillát og nægju- söm og mun ég hafa það í huga og reyna að taka þig til fyrirmyndar á því sviði sem og öðrum. Elsku mamma mín, ástarþakk- ir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína í gegnum árin, ég met það mikils og meira en þig mun nokkurn tímann gruna. Megi englarnir vaka yfir þér, ástin mín. Þín dóttir Íris. Í dag kveðjum við yndislegu ömmu okkar sem var okkur svo kær. Alla okkar tíð vorum við mik- ið hjá ömmu og afa sem voru alltaf svo góð við okkur systurnar og vildu allt fyrir okkur gera. Við gerðum margt skemmtilegt sam- an, fórum í ferðalög til Spánar og einnig innanlands í veiðiferðir og fleira. Amma bjó í næstu götu við okkur svo það var stutt fyrir okk- ur að hlaupa yfir til hennar og nýttum við okkur það óspart að kíkja yfir til ömmu og afa enda vissum við að amma væri yfirleitt búin að baka sína heimsfrægu klatta eða pönnukökur. Amma stóð sig eins og hetja í veikind- unum hans afa, hugsaði mjög vel um hann og vildi gera allt til þess að honum liði sem best. Eftir að amma varð ein fórum við oft sam- an í bíltúr, keyrðum hana oft í búð og enduðum búðarferðirnar yfir- leitt á kaffihúsi. Við eigum endalaust af góðum minningum um ömmu sem okkur þykir ákaflega vænt um. Amma var virkilega góð kona, skemmti- leg og mikill húmoristi. Margir höfðu gaman af því hvað hún svar- aði alltaf á skemmtilegan og hnyttinn hátt fyrir sig allt fram til síðasta dags. Takk, elsku amma okkar, fyrir allar góðu og yndislegu samveru- stundirnar, fyrir allt sem þið afi gerðuð fyrir okkur. Það eru for- réttindi að hafa átt þig sem ömmu. Vonandi ertu á betri stað með afa þér við hlið. Við elskum þig, elsku amma. Þín barnabörn, Rakel og Erla Þóra. Elsku amma mín. Þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Ég á svo fallegar minningar með þér, þú varst alltaf til staðar fyrir mig og strákana mína, litla Jón og Almar. Ég minnist allra skemmtilegu stundanna sem við áttum saman, ég met þær óendanlega mikils. Nú eruð þið afi Jón saman á ný. Ég elska þig svo mikið, amma mín, þú varst svo góð og tignarleg kona. Ég hef alltaf litið upp til þín og litið á þig sem fyrirmynd mína. Þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur kennt mér um lífið. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Sara. Sigþóra Scheving Kristinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.