Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
✝ SvanhildurMarta Björns-
dóttir fæddist 10.
ágúst 1924 í
Haugasundi í Nor-
egi. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 17.
mars 2015.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Björn Sigurbjörns-
son, f. 24. apríl
1876 í Kræklingahlíð við Eyja-
fjörð, d. 20. mars 1935, og Mal-
ene Johanne Hop, f. 27. júlí
1878 í Hörðalandi í Noregi, d. 8.
október 1939. Systkini Svan-
hildar voru Björn Malmfred, f.
16. febrúar 1913, d. 18. febrúar
1998, og Anna Guðbjörg, f. 15.
desember 1915, d. 25. ágúst
1992.
Svanhildur giftist Ólafi Ólafs-
syni lögfræðingi 1950 og er
Halldórsdóttir tónlistarkennari.
Sigríður lést 2. júní 2004. Sonur
þeirra er Davíð Freyr, f. 24.
september 1992. Dætur Krist-
jáns frá fyrra hjónabandi eru
Silja, f. 1939, og Ásthildur, f.
1942.
Sambýliskona Björns Davíðs
er Jórunn Þórey Magnúsdóttir
píanókennari. Dætur Jórunnar
eru Sædís og Margrét Dúadæt-
ur Landmark.
Svanhildur og Kristján hófu
búskap sinn í Unuhúsi, Garða-
stræti 15, og bjuggu þar til
1970 er þau fluttu í Barðavog
13, þar sem þau bjuggu til
dauðadags.
Svanhildur ólst upp í Noregi
til fimm ára aldurs er hún flutti
til Íslands ásamt foreldrum og
systkinum. Hún lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1944 og lærði að því
loknu röntgentækni. Hún vann
um tíma á Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur en síðan um ára-
tugaskeið á Röntgendeild Land-
spítalans við Hringbraut.
Útför Svanhildar verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag, 27.
mars 2015, kl. 15.
dóttir þeirra Val-
gerður, f. 4. októ-
ber 1951, sálfræð-
ingur. Maður
hennar er Kári
Stefánsson læknir,
forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar.
Börn þeirra eru
Ari, f. 13. október
1971, kona hans er
Kristín B. Jóns-
dóttir, Svanhildur,
f. 18. desember 1976, maður
hennar er David Merriam, og
Sólveig, f. 12. maí 1984, maður
hennar er Dhani Harrison.
Barnabörnin eru sex.
Svanhildur og Ólafur skildu.
Svanhildur giftist Kristjáni S.
Davíðssyni listmálara 1961, f.
28. júlí 1917, d. 27. maí 2013.
Sonur þeirra er Björn Davíð
flautuleikari, f. 30. mars 1961.
Kona hans var Sigríður Kristín
Móðir mín elskuleg er fallin
frá. Einhverra hluta vegna
kom það aftan að mér þótt hún
væri orðin fjörgömul. Mér
fannst hennar tími ekki vera
kominn.
Hún var glöð og hafði svo
mikinn áhuga á lífinu að unun
var að fylgjast með. Fólk á öll-
um aldri dróst að henni, hún
var skemmtileg heim að sækja
og hafði alltaf tíma til að hlusta
á gesti sína, með húmorinn að
vopni.
Þrátt fyrir dapra sjón fór
hún á leiksýningar og fylgdist
með bókmenntum með því að
hlusta á hljóðbækur og það var
alltaf gaman að ræða við hana
um bókina sem hún var að lesa
eða var búin með. Hún fylgdist
líka vel með þjóðmálum, hlust-
aði af athygli á „gömlu gufuna“
og gat alltaf sagt manni hvað
væri um að vera, hvernig dóma
nýjasta leikritið á fjölunum
fengi eða hvernig veðurspáin
væri næstu daga. Hún var
margbrotinn persónuleiki hún
móðir mín, greind og skemmti-
leg.
Hún var ekki aðeins móðir
mín, hún var líka besti vinur
minn. Þeir eru ekki margir
dagarnir sem við töluðum ekki
saman síðustu áratugina, ég á
eftir að sakna hennar mikið.
En fyrst og fremst er ég þakk-
lát fyrir hvað við fengum lang-
an tíma saman.
Tíma til að þroskast í gegn-
um alls konar misfellur sem
verða á vegi móður og dóttur
og standa eftir og vita að mað-
ur á ekki betri bandamann en
hvor aðra. Hvíldu í friði,
mamma mín.
Valgerður Ólafsdóttir.
Elskuleg föðursystir mín,
Svanhildur Marta, er látin. Það
eru hrein forréttindi að hafa
fengið að kynnast henni í
gegnum árin og átt hluta í lífi
hennar með henni og að hún
hafi átt hluta í okkar lífi. Á
gömlum ljósmyndum sjáum við
fallega, unga konu í faðmi stór-
fjölskyldunnar, með Önnu
systur sinni og Birni bróður
sínum og þeirra fjölskyldum. Á
gömlum kvikmyndabrotum er
hlegið og leikið við börnin í
fjölskyldunni. Tískuklæddar
með fallegar hárgreiðslur,
gengu þær stöllur um götur
Reykjavíkur, þessar fallegu
konur og brostu við lífinu. Eru
það góðar minningar að eiga,
fyrir okkur sem eftir lifum.
Lífið var fallegt. Og lífið er
ennþá fallegt. Svanhildur á
stóran afkomendahóp sem ber
henni fagurt vitni og vil ég
votta þeim öllum einlæga sam-
úð á sorgarstundu.
Minningarbrot skjóta upp
kollinum við fráfall ættmóður-
innar Svanhildar Mörtu og
unga fólkið í fjölskyldu systk-
ina hennar mun sakna hennar
og þakka henni elsku hennar í
sinn garð, sem alltaf var mjög
sýnileg. Nú vonum við að hún
sé komin til þeirra allra, sem
hún unni og undan eru gengn-
ir.
Meðan ég skrifa þessar lín-
ur eru undur og stórmerki að
gerast, sólmyrkvi á himni. En
ef ég finn andstætt orð við það
orð, þá er það sólarlýsing og á
það vel við um daginn sem
Svanhildur hélt á braut. Það
varð sólarlýsing, þegar hún
tók flug til æðri heima. Í ást
og blíðu.
Anna Svanhildur
Björnsdóttir.
Svanhildur Marta Björns-
dóttir er látin. Ég minnist
þess sem barn að hafa fundist
það vera óvenjulegt að það
áttu allir afa og ömmur en ég
átti föður- og móðursystur.
Svanhildur föðursystir mín
var yngst af frænkum mínum
sem voru hver annarri fallegri
og skemmtilegri. Bernsku-
heimili mitt í austurbæ
Reykjavíkur bar vitni örlæti
þeirra hjóna Svanhildar og
Kristjáns. Litadýrð málverka
Kristjáns sem prýddu veggina
mótaði snemma fegurðarskyn
mitt og jafnvel skoðanir á öðr-
um sviðum.
Svanhildur var yngst
þriggja systkina. Þau voru
hálfnorsk, fæddust á vestur-
strönd Noregs og voru norskir
ríkisborgarar, faðir minn til
ársins 1947. Vestlendingar eru
skörpustu og best gefnu
manneskjur í Skandinaviu seg-
ir rithöfundurinn Björnstjerne
Björnson í einni af sögum sín-
um.
Fólkið sem fæddist og óx
upp í skjóli háu fjallanna á
vesturströnd Noregs. Systkin-
in Björn, Anna og Svanhildur
voru stór eins og norsku fjöllin
sem mótuðu forfeður þeirra.
Svanhildur var einnig lík föður
sínum Birni Sigurbjörnssyni.
Um hann var sagt í minning-
arorðum að hann hafi verið
fríður og tilkomumikill, glað-
vær og hlýr í kynningu og
manna kurteisastur í allri
framkomu, sjálfstæður og list-
rænn.
Svanhildur flutti til Íslands
með fjölskyldu sinni 1928
–1929 og höfðu þau systkinin
ávallt mjög náið og gott sam-
band. Hún lifði bæði systkini
sín og fylgdist vel með fjöl-
skyldum þeirra allt fram á síð-
asta dag.
Minningarnar um föðursyst-
ur mína eru margar og þær
gleðja. Frá síðustu árum ber
hæst ættarmótið í Noregi árið
2004 þegar við ættingjar frá
Íslandi fórum til Stanghelle í
Noregi á ættarmót Hop fjöl-
skyldunnar.
Skömmu síðar eða árið 2006
hlupu tvær frænkur og önnur í
hjólastól eftir flugvellinum í
Oslo í næturlestina til Bergen.
Við vorum rétt komnar inn í
lestina og höfðum sett tösk-
urnar okkar í klefann þegar
hún rann af stað. Þetta var
skemmtileg ferð okkar tveggja
til frændfólks á Dale og Stang-
helle og einnig dvöldum við í
Oslo í tvo daga. Á síðasta ári
var níræðisafmæli Svanhildar
Mörtu fagnað og bauð hún
frændfólki sínu einu sinni sem
oftar í Barðavoginn í hvítvín og
danskt smörrebröd. Síðasti
norsarinn og ég vorum í Þjóð-
leikhúsinu og sáum Karítas
viku áður en hann kvaddi á fal-
legum vordegi í miðri vetrar-
hörkunni. Elsku frænka mín,
höfðingi og vinur, þakka þér
fyrir samfylgdina.
Birna Salóme Björnsdóttir.
Svanhildur frænka eins og
stórfjölskyldan kallar hana
jafnan var bæði vel gefin og
skemmtileg kona, gædd mörg-
um góðum kostum. Hún fylgd-
ist vel með og hafði skoðanir á
flestum hlutum. Hún var ein
þriggja systkina sem voru ein-
staklega samrýnd og nánast er
hægt að fullyrða að þau höfðu
samband sín á milli daglega á
meðan þau voru öll á lífi. Sam-
skipti þeirra báru alla tíð vott
um mikla væntumþykju og um-
hyggju hvers fyrir öðru. Ófáir
afkomendur þeirra bera nöfn
systkinanna: Björn, Anna og
Svanhildur.
Hún sýndi okkur ættingjun-
um alltaf áhuga og spurði
frétta af öllum ættboganum
þegar við hittumst. Unga fólk-
ið í fjölskyldunni hefur skynjað
þennan áhuga því við vitum að
þeim þykir öllum mjög vænt
um hana.
Svanhildur var glæsileg
kona sem meðfram fullri vinnu
átti fallegt heimili, tók virkan
þátt í menningarlífi, ferðaðist
mikið og stundaði sundlaug-
arnar reglulega áratugum
saman og því má segja að hún
hafi verið góð fyrirmynd.
Í dag þegar við minnumst
hennar reikar hugurinn til
baka og upp í hugann koma
góðar minningar um heimsókn-
ir í Barðavoginn með mömmu,
fjölskylduboð, ferðalög innan-
lands og utan sem voru ávallt
mjög ánægjuleg.
Nú er komið að leiðarlokum,
kveðjustund eftir viðburðaríka
og langa ævi. Við vitum að það
verður tekið vel á móti henni á
næsta áfangastað. Blessuð sé
minning hennar.
Bragi S. Baldursson,
Málfríður Ásgeirsdóttir.
Svanhildur Marta
Björnsdóttir✝ Snæbjörn Páls-son fæddist á
Böðvarshólum í V-
Húnavatnssýslu 12.
ágúst 1924. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 18. mars
2015.
Foreldrar Snæ-
björns voru Páll
Guðmundsson, f.
29. mars 1885, d.
25. maí 1979, og Anna Hall-
dórsdóttir, f. 21. október 1886,
d. 18. september 1987. Systkini
Snæbjörns: 1) Björn Jónas
Pálsson, f. 2. september 1917,
d. 7. júlí 1921, 2) Ingibjörg
Soffía Pálsdóttir Hjaltalín, f.
20. ágúst 1918, d. 25. sept-
ember 1999, 3) Guðmundur
Pálsson, f. 8. júlí 1919, d. 17.
janúar 2007, 4) Sigurbjörg
Pálsdóttir, f. 22. júlí 1920, d. 1.
janúar 2011, 5) Elínborg Sædís
Pálsdóttir, f. 3. september
1923, 6) Kolfinna Gerður Páls-
dóttir, f. 12. ágúst 1924, 7)
2008. 2) Páll, f. 25. mars 1962,
maki Guðrún Dóra Gísladóttir,
f. 9. september 1963. Börn
þeirra eru Daði Snær, f. 3.
febrúar 1988, og Arna, f. 19.
nóvember 1989.
Snæbjörn lauk fullnaðaprófi
árið 1938. Hann byrjaði í
Bretavinnu á Reykjavíkurflug-
velli upp úr 1940 og svo í fram-
haldi af því í flughöfninni.
Hann hóf svo síðar störf á tré-
smíðaverkstæði Flugmála-
stjórnar ásamt ýmsum öðrum
störfum tengdum þeim rekstri.
Síðar færir hann sig um set
innan vallar og fær skipunar-
bréf sem slökkviliðsmaður á
Reykjarvíkurflugvelli og starf-
ar sem slíkur á árunum 1965-
1992 þegar hann hættir vegna
aldurs.
Snæbjörn vann í rúma hálfa
öld eða allan sinn starfsferil á
Reykjavíkurflugvelli og var
mjög fróður um sögu vallarins,
byggingar, búnað, flugvélar,
starfsmenn og fleira sem til-
heyrði honum. Snæbjörn kom
að stofnun Loftleiða árið 1944.
Útför Snæbjörns fer fram
frá Árbæjarkirkju í dag, 27.
mars 2015, kl. 15.
Halla Valgerður
Pálsdóttir, f. 2.
febrúar 1929, d. 5.
mars 2004. Snæ-
björn kvæntist 20.
september 1957
Baldvinu Magnús-
dóttur, f. 21. apríl
1925, d. 8. apríl
2000, frá Siglunesi
við Siglufjörð. For-
eldrar Baldvinu
voru Magnús Bald-
vinsson, f. 5. nóvember 1895, d.
15. september 1956, og Antonía
Vilhelmína Guðbrandína Er-
lendsdóttir, f. 5. maí 1901, d.
22. júlí 1987.
Snæbjörn og Baldvina eign-
uðust tvo syni: 1) Magnús, f. 31.
mars 1958, maki Ingibjörg Sig-
urðardóttir, f. 12. júní 1958.
Dóttir þeirra er Sigrún Birna,
f. 22. maí 1979, maki Hörður J.
Halldórsson, f. 29. september
1974. Börn þeirra eru Halldór
Máni, f. 29. júlí 2004, Magnús
Ingi, f. 29. september 2006, og
Jóhann Darri, f. 3. desember
Elsku afi. Elsku hvíthærði afi.
Það er erfitt að koma orðum að því
hvað ég mun sakna þín mikið. Við
áttum svo margar góðar stundir
saman. Við Daði eyddum lungan-
um úr deginum hjá þér og ömmu
Baldvinu í góðu yfirlæti stóran
hluta barnæsku okkar. Amma
Baldvina sá um matargerðina, við
fengum pönnsur, ástarpunga,
klatta og kleinur, en afi skemmti
okkur með því að spila á spil og
gera listaverk. Daði átti alltaf auð-
veldara með listina en ég einbeitti
mér að spilunum.
Stundum spilaði amma líka en
þá fékk ég ekki alltaf að vinna eins
og þegar við spiluðum bara tvö.
Seinna áttum við þroskaðra
samband. Ég mun sakna þess
hvað það var auðvelt að spjalla við
þig um allt og ekkert, um lífið og
tilveruna. Ég mun sakna þess
hvað þú borðaðir alltaf lítið þegar
þú komst í mat og hvað þú hafðir
gaman af því að klappa kisu. Ég
mun sakna þess hvað þú varst já-
kvæður og opinn fyrir nýjum hlut-
um þrátt fyrir að vera kominn á tí-
ræðisaldur. En mest mun ég
sakna afa sem leyfði mér að kúra í
hálsakotinu sínu þegar ég var lítil
og hlusta á hjartsláttinn sinn.
Elsku afi, ég vona að þú hvílir í
friði með ömmu Baldvinu.
Þín
Arna.
Það er með sorg í hjarta sem ég
sest niður og minnist hins silfur-
hærða, smávaxna, flotta kalls sem
var hvers manns hugljúfi og gull
af manni. Ég kynntist Snæbirni
fyrir um 16 árum þá komnum á
eftirlaun, við áttum það sameig-
inlegt að vera báðir slökkviliðs-
menn sem tengdi okkur ennþá
meira saman en fjölskylduböndin
ein og sér. Við vissum báðir út á
hvað þetta gekk en ég átti síðar
eftir að starfa á sömu slökkvistöð
og setjast undir stýri á sömu bíl-
um og hann hafði stjórnað með
röggsemi og keyrt með stolti.
Ég átti hauk í horni með vinnu-
mann þegar ég byggði mitt fyrsta
hús og svo seinna núverandi hús-
næði frá grunni. Það þurfti ekki
nema eitt símtal og Snæbjörn var
mættur undir eins tilbúinn í vinnu.
Við unnum ófá verkin saman í
þessum húsum og alltaf sá maður
vinnugleðina og áhugann skína í
gegn hvort sem það var við upp-
slátt, steypuvinnu, að sópa eða við
önnur sérverkefni sem hann fékk í
sínar hendur. Hann var fulltrúi
gömlu kynslóðarinnar en af og til
mætti hann með sín eigin verkfæri
sem hann þekkti og var vanur að
nota. Mér er það minnisstætt þeg-
ar ég bað hann einn dag að brjóta
steypu með brothamri, hann gaf
ekki mikið fyrir þessa græju og
fannst þetta verkfæri ekki henta
sér og sinni verkkunnáttu, hann
tók því næst upp hamar og meitil
og hófst handa við verkið.
Eftir að við fluttum í núverandi
hús var Snæbjörn fastagestur hjá
okkur á aðfangadag og átti hann
sitt sæti við hátíðarborðið. Hann
hafði gaman af því að fylgjast með
langafastrákunum sínum taka
upp pakkana úr sófanum þar sem
hann var búinn að koma sér vel
fyrir saddur og sæll og þegar
myndavél sást á lofti var hann allt-
af klár í slaginn, vel til hafður eins
og alltaf. Hann var mikil matmað-
ur og sagðist borða allt enda alinn
upp á þeim árum þar sem að mat-
ur var af skornum skammti og
matvendi ekki á matseðlinum. Þá
var sætabrauð í miklu uppáhaldi
hjá honum og jólakaka var eitt-
hvað sem hann passaði vel upp á
að eiga alltaf til í skápnum.
Nú undir það síðasta þar sem
Snæbjörn stóð í flutningum frá
Hraunbænum komu í ljós uniform
og aðrir smáhlutir sem tilheyrðu
honum og störfum hans sem
slökkviliðsmaður á Reykjarvíkur-
flugvelli. Til stóð að við færum
saman á slökkviliðssafnið í
Reykjanesbæ þar sem hann ætl-
aði að afhenda í eigin persónu
þessa muni til varðveislu og sýnis.
Það kemur nú í minn hlut að koma
þessum hlutum á leiðarenda sem
þá vonandi öðlast framhaldslíf fyr-
ir gesti og gangandi.
Ó heyr mig Guð, mitt ákall er
ef eldur verður laus.
Að megi bæn mín þóknast þér
og þjónsstarf er ég kaus.
Ó, mætti ég lífi blessaðs barns
til bjargar finna ráð,
og einnig sérhvers eldri manns
frá eldsins voða bráð.
Og ger mér kleift að komast skjótt
að kveikineistans stað,
svo geti ég bálsins bugað þrótt
og bælt og stöðvað það.
Að vernda þannig bróðurbú
frá bráðri hættu og neyð,
skal ætíð vera skylda mín
á skammri ævileið.
En sé þinn vilji góði Guð
að gisti ég brátt þinn fund.
Ég bið konu og börnin mín
að blessa alla stund.
(Daníel Kristinsson.)
Hörður J. Halldórsson.
Snæbjörn Pálsson
Sigurbjörn, eða Diddi eins og
við kölluðum hann, byrjaði ungur
rekstur eigin skóvinnustofu, fyrst
á Vesturgötu 24, síðan á Tómasar-
haga 46 og loks á Háaleitisbraut
58-60. Þar rak hann fjölskyldufyr-
irtæki með konu sinni Þórunni
Pálsdóttur og Jónínu dóttur sinni.
Sigurbjörn
Þorgeirsson
✝ Sigurbjörn JónÞórarinn Þor-
geirsson fæddist í
Reykjavík 27. ágúst
1931. Hann lést 18.
febrúar 2015 á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði.
Útför Sig-
urbjörns fór fram í
kyrrþey 26. febr-
úar 2015 að hans
ósk.
Ég man þegar við
vinnufélagarnir fór-
um í heimsókn til að
skoða nýjustu græj-
urnar því Sigurbjörn
var alltaf með flott-
ustu vélarnar og nýj-
ustu tæknina í skó-
viðgerðum. Hann
var frumkvöðull á
því sviði og verk-
stæðið var alltaf
hreint og fínt og
bókaplast á vélum. Við hinir vor-
um ekki vanir svona mikilli snyrti-
mennsku.
Hann átti líka mjög fallega
dóttur og þótti okkur ekki síður
varið í að skoða hana. Sigurbjörn
hafði gaman af athyglinni og skaut
á okkur úr stórri heftibyssu.
Sigurbjörn var formaður Land-
sambands skósmiða um margra
ára skeið og og sinnti því starfi af
natni. Hann var einnig mörg ár í
prófnefnd og var sæmdur gull-
merki Landsambands skósmiða
fyrir störf sín.
Hann flutti skóvinnustofuna
upp á Háaleitisbraut 68 árið 1976
og er Skóvinnustofa Sigurbjörns
þar í fullum gangi og er rekin af
þeim heiðurshjónum Jónínu, dótt-
ur Sigurbjörns, og manni hennar
Gunnari Rúnari Magnússyni. Sig-
urbjörn fór að auglýsa í sjónvarpi
þegar hann flutti á Háaleitisbraut-
ina og var það nýjung, enginn
skóari hafði áður notað leiknar
auglýsingar. Þar sýndi Sigurbjörn
okkur hinum hvernig ætti að
standa að málum.
Á síðari árum hef ég átt gott
samstarf við Nínu dóttur hans og
hefur hún reynst mér vel sem góð-
ur vinur og er ekki síðri frum-
kvöðull en faðir hennar. Þau voru
mjög náin og sendi ég henni og
fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Kolbeinn Gíslason.