Morgunblaðið - 27.03.2015, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015
Gisting
Svefnpokagisting
Salarleiga
www.arthostel.is
Námskeið
Skráning
í Polar Beer deildina
fyrir sumarið 2015 er hafin.
Þau lið sem hafa áhuga eru vin-
samlega beðin um að hafa sam-
band í síma 697 8526 eða e-mail
runarstefansson@gmail.com
Stjórn Polar Beer
deildarinnar í knattspyrnu.
Til sölu
Rafmagnsreiðhjól, eldri árgerð
seld með allt að 50% afslætti,
verð nú frá 75.000, takmarkað
magn. www.el-bike.is
Hvaleyrarbraut 39, 220
Hafnarfirði, opið virka daga
8–16, sími 864 9265
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Toppávöxtun
Fyrirtæki óskar eftir fjármögnun til
skamms tíma. Um er að ræða góða
og trygga fjárfestingu. Mjög góð
ávöxtun í boði.
Tilboð merkt: ,,Strax - 25870”
sendist á box@mbl.is sem fyrst.
TILBOÐ VIKUNNAR
Teg. DALILA - stakar stærðir C-
FF á kr. 4.800.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
TILBOÐ - TILBOÐ Vandaðir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Tilboðsverð: 3.500.
TILBOÐ - TILBOÐ Vönduð
dömustígvél ur leðri, fóðruð.
Tilboðsverð: 12.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Bílar óskast
Óska eftir
2ja dyra (4ra dyra) Toyota Rav
Óskað er eftir 2ja dyra (4ra dyra)
Toyota Rav, með 2L vélinni, fjórhjóla-
drifsbíll - ekki 1.8 L vélinni.
Langar í bíl sem hefur verið hugsað
um af hlýju.
Birgir Jóa, sími 820 2223.
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Hreinsa þakrennur,
laga vatnstjón, ryð á
þökum og tek að mér
ýmis smærri verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar
mbl.is
alltaf - allstaðar
Þjónustuauglýsingar
Fáðu Tilboð hjá söluráðgjafa í
síma 569 1100 eða á
augl@mbl.is
✝ Guðrún Sigríð-ur Sigurðar-
dóttir fæddist á
Fagurhóli í Sand-
gerði 10. janúar
1929. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold í
Garðabæ 31. jan-
úar 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Einarsson, verk-
stjóri í Sandgerði, f. 8.11. 1878
í Tjarnakoti, Miðneshreppi, d.
26.2. 1963, og Guðrún Sigríður
Jónsdóttir húsmóðir, f. 27.9.
1889 á Seljalandi í Fljótshverfi,
V-Skaft, d. 17.10. 1980. Systkini
Guðrúnar voru: Einar Guðjón,
f. 1913, d. 1922, Sigríður María,
f. 1915, d. 2010, Svava Kristín,
f. 1919, d. 1999, Jóna Margrét,
f. 1920, d. 2009, Einarína Jóna,
Guðmundsdóttir, f. 1885, d.
1964. Börn Guðrúnar og Har-
aldar eru: 1) Guðbjörn Bene-
dikt, f. 16.11. 1952, d. 5.12.
1966. 2) Ólafur Lárus, f. 19.2.
1954, sambýliskona Jóhanna S.
Hannesdóttir, f. 1958. 3) Sig-
urdór, f. 25.6. 1956. 4) Eygló, f.
9.7. 1957. 5) Birgir, f. 20.8.
1958, sambýliskona Hrefna
Vestmann, f. 1966. 6) Haraldur
Rúnar, f. 18.4. 1961, maki Ósk
Eiríksdóttir, f. 1964. 7) Ellert,
f. 5.9. 1962, maki Brynja K.
Pétursdóttir, f. 1977. 8) Guð-
björg Svanfríður, f. 17.9. 1970,
maki Marteinn H. Þorvaldsson,
f. 1967. Barnabörnin eru 30 og
barnabarnabörnin 28.
Guðrún og Haraldur hófu
búskap sinn í Keflavík en það-
an lá leiðin að Klængsseli í
Flóa þar sem þau stunduðu bú-
skap þar til þau tóku sig upp
og fluttu til Svíþjóðar og
bjuggu þar í fjögur ár. Þá lá
leiðin aftur til Íslands og þá í
Biskupstungur og að lokum
settust þau að í Kópavogi.
Útför Guðrúnar hefur farið
fram.
f. 1923, d. 2015,
Margrét Sigurveig,
f. 1924, d. 2008,
Jóna María, f.
1925, Þórdís, f.
1927, og Hulda, f.
1930, d. 1977.
Guðrún fór sem
unglingsstúlka til
starfa sem stofu-
stúlka eins og það
var kallað í
Reykjavík. Hún
stundaði síðar nám við Hús-
mæðraskólann á Varmalandi
og öðlaðist þar réttindi sem
handavinnukennari þótt hún
hafi ekki starfað sem slíkur.
Eftirlifandi eiginmaður Guð-
rúnar er Haraldur Sigurðsson,
f. 9.10. 1926, þau giftu sig 2.
júní 1952. Foreldrar hans voru
Sigurður J. Benediktsson, f.
1899, d. 1981, og Svanfríður A.
Nú er dagur að kveldi kominn
og hún mamma er laus við sínar
þjáningar. Mamma var söngelsk
og elskaði að syngja, Hún og
átta systur hennar ólust upp á
Fagurhól í Sandgerði og ein-
kenndist æskan af gleði, söng og
saltfiski. Mamma var eins og
aðrar konur á hennar aldri
heimavinnandi og sá um uppeld-
ið á börnum sínum, hún var flott
hannyrðakona og hönnuður og
var mjög nýtin enda var það
nauðsyn á svona stóru heimili.
Hún hafði líka yndi af því að
ferðast og fór bæði innanlands
og utan. Þar sem hún var alltaf
syngjandi smituðumst við syst-
kinin auðveldlega af þessum tón-
listaráhuga sem við fengum
hreinlega með móðurmjólkinni
og eigum við mjög auðvelt með
að taka lagið og gerum oft.
Mamma hafði gaman af litlum
ævintýrum og var alltaf til í að
taka þátt í sprelli með okkur,
það var nefnilega prakkari í
henni. Mamma var stolt af stóra
hópnum sínum og ánægðust þeg-
ar allur hópurinn kom í heim-
sókn, þá var mikið hlegið og haft
gaman saman og jafnvel farið í
leiki. Mamma var yndisleg kona
og við systkinin söknum hennar
og þökkum fyrir allt að leiðar-
lokum.
Í morgunskímu myrkrið vék,
í móðurskauti lífið lék.
Silfurtær augun skær, blika ei meir.
Lífhlaup þitt var lof og náð,
á stundum erfitt, þyrnum stráð.
Silfurtær augun skær, blika ei meir.
Sit ég einn, syrgi þig,
sorgarfleinn stingur mig.
Lífið grær, auðnu nær,
á endanum Drottinn fær.
Kærleikur – koss á brá, þrái ég að fá.
Ég sakna mest er sólin sest,
svartir skuggar gægjast á glugga.
Við sjáumst á ný þó síðar verði,
þökk sé því sem Kristur gerði.
Silfurtær augun skær, blika ei meir,
við sjáumst á ný.
(Þórir Kristinsson)
Ólafur, Sigurdór, Eygló,
Birgir, Haraldur, Ellert og
Guðbjörg.
Elsku amma, ég vildi óska að
ég gæti farið með bænirnar mín-
ar með þér aftur og sofið á
eggjadýnunni við hliðina á rúm-
inu þínu. Farið í göngutúra og
talað um veggjakrot sem okkur
fannst vera list sem var verið að
skemma með því að mála yfir
það með örþunnri hvítri máln-
ingu sem sást í gegnum. Gefa
öndunum brauð og tala um dag-
inn og veginn. Ég reyni að
hugga mig við það að þú sért á
betri stað og þér líði vel. Ég veit
að við munum hittast aftur og þá
fæ ég ömmuknús, kannski þurf-
um við að bíða í svolítinn tíma
eftir því en ég get beðið. En
þangað til sá tími kemur langar
mig bara að segja – ég elska þig.
Elísabet Cathinca.
Guðrún Sigríður
Sigurðardóttir
Þegar komið er að kveðju-
stund fer hugurinn á flug og
þá er gott að geta yljað sér
við ljúfar minningar, sem ég
svo sannarlega hef eignast,
um Gunnu frænku sem núna
hefur fengið langþráða hvíld
frá þessari jarðvist.
Það hefur verið margmennt
móttökuliðið sem tók á móti
henni enda margir farnir sem
hún unni og þekkti.
Ég var ekki há í lofti þegar
ég var mína fyrstu daga í
Ekru hjá þeim heiðurshjónum
Gunnu og Ísleifi, og má segja
að þar hafi ég fengið sveita-
delluna. Þær stundir sem ég
var í Ekrunni eru mér ofar-
lega í huga. Oft vorum við þar
nokkrir krakkarnir yfir sum-
artímann, sem vildu láta kalla
sig kaupafólk, alltaf var nóg
að gera fyrir okkur, en vinnan
göfgar manninn og lærðum
við margt á þessum tímum.
Það var ávallt mikill gesta-
gangur á heimili Gunnu og
alltaf var hún að hugsa um að
koma einhverju í gesti sína og
var hún ótrúlega flink að út-
búa eitt og annað á engri
stundu. Alltaf til nóg handa
öllum og nóg pláss fyrir alla.
Það var gott að koma til
Gunnu, alltaf tími fyrir spjall
og góðan kaffisopa, og sagði
ég oft við hana að maður færi
alltaf ríkari frá henni, já og
líðanin eitthvað svo miklu
betri.
Það var ekki sjaldan sem
Gunna kom með gullkorn sem
við eigum klárlega eftir að
Guðrún
Valmundsdóttir
✝ Guðrún Val-mundsdóttir
fædd 2. mars 1921 í
Galtarholti á Rang-
árvöllum. Hún lést
á Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Lundi, Hellu, 19.
febúar 2015.
Útförin fór fram
frá Oddakirkju 2.
mars 2015.
minnast við góð
tækifæri.
Núna síðustu
árin var sjónin
orðin döpur, en
það var alveg
ótrúlegt hvað hún
gat samt séð, eins
og ef aukakílóun-
um hafði fjölgað,
ný húfa eða jafn-
vel nýr litur á
augabrúnum,
þetta fannst okkur bara
dásamlegt, svona oftast. Hún
sagði bara það sem henni
fannst þó svo að sumum þætti
það kannski óþægilegt, já hún
kom svo sannarlega til dyr-
anna eins og hún var klædd.
Á Lundi átti Gunna góðar
stundir þar sem hún naut
umönnunar þessa frábæra
sarfsfólks sem þar er, enda
talaði hún alltaf um hvað
þessar „stúlkur“ væru dásam-
legar við sig. Gestagangur var
þar líka mikill og það var mik-
ið atriði að fá sér nammi úr ís-
skápnum hjá Gunnu og alls
ekki gleyma að kvitta fyrir
komuna í gestabókina.
Á tyllidögum fékk hún sér
sérrí og var ekki spör á að
bjóða með sér.
Það að eiga góða vinkonu er
ómetanlegt, en þær átti
Gunna nokkuð margar, sem
litu inn til hennar, heilsuðu
upp á hana og buðu svo góða
nótt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
þekkt Gunnu, hún var réttsýn
og traust kona sem vildi fá að
fylgjast með sínu fólki. Tók
erfiðu stundunum í lífinu með
æðruleysi og trúði á Guð sinn
og bað hann oft að hjálpa
þeim sem þurftu á hans hjálp
að halda og hún kunni líka að
þakka honum fyrir góðu
stundirnar.
Fjölskyldu Gunnu minnar
sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur og þakka fyr-
ir að fá að vera ein af ykkur.
Anna María
Kristjánsdóttir.
✝ Sigurður Krist-mannsson
fæddist 11. janúar
1926 að Hlöðvers-
nesi á Vatnsleysu-
strönd. Hann and-
aðist á Landspítal-
anum við Hring-
braut 18. mars
2015. Foreldrar
Sigurðar voru
hjónin Þuríður
Ingibjörg Klemens-
dóttir húsfreyja, f. 5.3. 1888, d.
5.5. 1968, og Kristmann Run-
ólfsson kennari, f. 21.2. 1886, d.
12.5. 1954. Þau bjuggu að Hlöð-
versnesi á Vatnsleysuströnd.
Systkini Sigurðar eru: Klemens,
f. 1917, d. 2008, Guðrún, f. 1919,
d. 2007, Runólfur Haukur, f.
1920, d. 1969, Sig-
urlaug Fjóla, f.
1921, d. 2010, Guð-
laug Ragnheiður, f.
1922, d. 1923, Guð-
laugur Ragnar, f.
1924, d. 1980,
Fanney Dóra f.
1932.
Sigurður var
ógiftur og barn-
laus. Sigurður
stundaði almennt
barnaskólanám í Stóru-
Vatnsleysuskóla og lauk þar
barnaprófi. Hann fór ungur á
sjó og stundaði sjómennsku all-
an sinn starfsaldur.
Útför Sigurðar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 27. mars
2015, kl. 13.
Þá er hann Siggi frændi allur.
Þó svo að við værum ekki í miklu
sambandi í seinni tíð man ég eftir
þeim fjölmörgu ferðum sem við
fórum saman um Suðurnes þver
og endilöng þegar ég var lítill
patti. Þá sérstaklega um Voga og
Vatnsleysuströnd, auðvitað.
Æskustöðvarnar voru honum
hugleiknar þá, og reyndar alla
tíð. Ég man satt að segja ekki
hversu oft við gengum að rústum
Hlöðuness og sjálfsagt sagði
hann mér margar sögur af lífinu
á þeim bænum, þó ég muni þær
ekki allar.
Lengstan tímann síðan þetta
var hittumst við varla nema í mý-
flugumynd. Hann var ekkert sér-
staklega duglegur að þiggja
heimboð þó svo að oft væri tilefni
væri til. Það var ekki fyrr en sein-
asta sumar að við Rósa systir
tókum okkur til, gengum inn í
Fossvog og bönkuðum upp á í
Gautlandinu. Við spjölluðum
saman í góða stund og þessi
heimsókn reyndist hin besta
skemmtun. Ákváðum í samein-
ingu að þetta yrðum við að end-
urtaka sem allra fyrst. En tíminn
flaug frá okkur. Þetta var í sein-
asta skiptið sem ég heimsótti
hann í Gautland.
Ég hugsa á þessari stundu til
móður minnar sem nú er ein eftir
af systkinunum frá Hlöðunesi.
Ég veit að þetta er henni áfall. En
hún trúir því að þau eigi eftir að
hittast á ný og ég get ekki annað
en vonað að svo verði.
Vignir Sveinsson.
Sigurður
Kristmannsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar