Morgunblaðið - 27.03.2015, Síða 41

Morgunblaðið - 27.03.2015, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 ÍSLENSKUR TEXTI Besta leikkona í aðalhlutverki WILL FERRELL OG KEVIN HART HAFA ALDREI VERIÐ BETRI. ÍSLENSKT TAL SÝND Í 2D OG 3D HÖRKUGÓÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TAKEN FYNDNASTA GAMANMYND ÞESSA ÁRS! ÓDÝRT KL. 5 800 KR. BARNAVERÐ FYRIR ALLA. E F I LL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS OG EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR VIÐ HLIÐINA Á - bara lúxus SÝND Í 2D OG 3D AF TÓNLIST Heiða Eiríksdóttir heidatrubador@gmail.com Fjórða undanúrslitakvöldMúsiktilrauna 2015 reynd-ist afar sterkur lokahnykk- ur á því sem á undan var gengið. Síðustu níu hljómsveitirnar stigu á svið, einbeittar og tilbúnar í slag- inn, en það sama gilti þar eins og svo oft: Margir kallaðir en fáir út- valdir. Gringlombian reið á vaðið, hálf-kólumbískur tónlistarmaður frá Akureyri. Hann var flinkur gít- arleikari og með gott vald á skemmtilegum spilaköflum en lögin hljómuðu fremur kunnuglega og bættu ekki miklu við hið tónlist- arlega landslag eins og við þekkj- um það í dag. Frá Akureyri hoppuðum við næst á Suðureyri þaðan sem Rythmatik koma og hljómsveitin spilar tónlist undir áhrifum frá indí-hetjum níunda áratugarins, en hefur líka sinn eigin hljóm. Þeir renndu í lögin af miklu öryggi og prógramið var vel upp byggt og flæði og sánd til fyrirmyndar. Við tóku SíGull frá Reykja- nesbæ sem spila fjúsjón-popp sem ætti ágætlega heima í stjörnu- merkjamynd frá sjöunda áratugn- um. Sveitin er sex manna og flutn- ingur var frábær en lögin full-óeftirminnileg. Volcanova var dúett skipaður gítarleikara og trommuleikara sem spila óskilgreindan hávaðametal, og þótt gítarleikarinn hafi verið mjög einbeittur í sínu og í fíling, þyrftu þeir að taka formið einu skrefi lengra og leyfa sér að fara í alvöru tilraunir. Það vantar að sleppa dýrinu lausu. Síðasta band fyrir hlé var Captain Syrup sem spilar harða fönk-tónlist sem er undir áhrifum frá böndum eins og Primus en einn- ig í sínum eigin hljóðpælingum. Captain Syrup er tvímælalaust skrýtið fönk-dýr og ekki allra en ef maður strýkur feldinn rétt fer það að mala og maður dettur inní dá- leiðandi tónlistina.    Kaffihlé var kærkomið ogeyru áhorfenda þurftu einnig smá pásu til að ná aftur upp fyrri styrk en svo var komið að Purrple Blaze. Þar var greinilega um byrj- endur að ræða og mikið vantaði uppá að flæðið kæmist til skila, og texti skilaði sér illa eða ekki. Flakkað um fjórðu víddina Morgunblaðið/Styrmir Kári Rythmatik Dómnefnd kaus hljómsveitina áfram í úrslit. Rafmagnað var stórfengleg skemmtun svo ekki sé meira sagt. Söngvari byrjaði á því að henda kynni af sviðinu áður en hann var búinn að klára að lesa upp kynn- ingu á sveitinni en í Rafmagnað eru sex einstaklingar sem öll koma fram undir sviðsnöfnum: Skurður, Séra Dauði, Kjarnorka, Dóms- dagur, Dr. Glamúr og Soffía voru alveg frábær og hvet ég þau til að semja og setja upp rokk-söngleik í anda Rocky Horror Picture Show, en tónlistin var mjög söng- leikjaskotin og söngvarinn minnti á Meatloaf. Ég myndi mæta. AvÓka spila mjög rólega og mjúka tónlist og hefðu mögulega getað átt erfitt með að koma sér inn í sína stemmningu eftir hið raf- magnaða Rafmagnað, en það gekk eins og í sögu. AvÓka hljómaði helst eins og rólegri og órafmagn- aðri útgáfa af Skakkamanage, poppað en ófyrirsjáanlegt. Notkun hins skemmtilega hljóðfæris Harm- onium, sem er pumpuorgel, setti svip sinn á hljóminn og bandið heillaði áhorfendur. Að lokum var komið að Apollo, strákabandi frá Akranesi og þar eru fínir söngvarar sem tókst vel upp í röddunum, en það er helst að það þurfi að þétta og styrkja hljóm- inn í bandinu og auka aðeins kraft- inn í trommuspili, því það er fín lína á milli þess að vera mjúkt og vera máttlaust.    Niðurstaða kosningar afþessu prýðilega undan- úrslitakvöldi, þar sem bæði var flakkað í tíma og rúmi, var að sal- urinn valdi AvÓka en dómnefnd kaus Rythmatik áfram í úrslitin. Það stefnir í frekari ferðalög um gróskumiklar lendur sköpunar í Hörpu á laugardag. Sjáumst þar. » Söngvari byrjaði áþví að henda kynni af sviðinu áður en hann var búinn að klára að lesa upp kynningu á sveitinni ... Apollo Strákaband frá Akranesi með fínum söngvurum. Avóka Spilaði mjög rólega og mjúka tónlist. Hljómaði helst eins og rólegri og órafmagnaðri útgáfa af Skakkamanage. Salurinn valdi Avóka. Rafmagnað Sex einstaklingar sem koma fram undir sviðsnöfnunum Skurð- ur, Séra Dauði, Kjarnorka, Dómsdagur, Dr. Glamúr og Soffía. Fúsi Nýjasta kvikmynd Dags Kára Pét- urssonar. Sjá viðtal á bls. 38. Loksins heim Teiknimynd um geimveruna Ó sem er svo seinheppin að hún fellur í ónáð hjá félögum sínum sem komn- ir eru til Jarðar til að yfirtaka hana. Ó leggur á flótta og hittir unga stúlku, Tátilju, og köttinn hennar og saman lenda þau í spennandi æv- intýrum og hjálpast að við að ná markmiðum sínum, þ.e. að finna móður Tátilju sem er í haldi geim- vera og koma Ó aftur heim til sín. Leikstjóri er Tim Johnson. Metacritic: 48/100 Get Hard Gamanmynd með Will Ferrell og Kevin Hart í aðalhlutverkum. Fer- rell leikur milljónamæring sem dæmdur er til 10 ára fangelsis- vistar fyrir fjársvik. Hann leitar til eina mannsins sem hann telur hafa verið í fangelsi, Darnell, sem er starfsmaður bílaþvottastöðvar, og biður hann að herða sig fyrir fang- elsisvistina. Darnell hefur aldrei setið í fangelsi en tekur verkefnið að sér þar sem gríðarhá laun eru í boði. Leikstjóri er Etan Cohen. Metacritic: 34/100 Bíófrumsýningar Fúsi, hörkutól og seinheppin geimvera Harðir Will Ferrell og Kevin Hart í gamanmyndinni Get Hard.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.