Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 31.03.2015, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum mikið verið að velta því fyrir okkur hvernig við komum lambakjötinu betur í ferðamanninn. Íslendingar eru með algera sérstöðu í lambakjötsáti og það þarf að kynna fyrir erlendum ferðamönnum,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Aðalfundur sauðfjárbænda sam- þykkti að vinna að því að íslenskt lambakjöt verði viðurkennt sem þjóðarréttur Íslendinga. Þórarinn Ingi segir að eftir sé að skoða hvernig þessari samþykkt verði hrint í fram- kvæmd. „Þetta er ein af þeim skemmtilegu tillögum sem komu frá aðildarfélögunum. Við munum fylgja þessu eftir,“ segir Þórarinn og nefnir að kanna þurfi hjá einhverju ráðu- neytanna hvort hægt sé að fá slíka viðurkenningu. Ýmsir tilnefndir Ekki fengust svör um það hjá skrifstofu menningararfs í forsætis- ráðuneytinu hver væri þjóðarréttur Íslendinga. Við leit á enskum síðum á netinu að því sem sagt er þjóðarréttur Íslend- inga kemur upp wikipediasíða sem útnefnir kæstan hákarl sem þjóðar- rétt. Þegar leitað er að íslenskum síð- um kemur upp auglýsing Olís um pylsu og kók sem þjóðarréttinn. Kjötsúpa var niðurstaðan í óform- legri könnun sem Fiskikóngurinn gerði á Facebook 2013. Í þeirri könn- un og óformlegri könnun á annarri netsíðu nokkrum árum fyrr komu til- lögur um fleiri rétti, svo sem hangi- kjöt, lambalæri, soðna ýsu, saltfisk, svið, harðfisk, skyr, þorramat, slátur og fleira. Kók og prins póló var einnig nefnt sem og flatbökur (pítsa). Íslenskur þjóðarréttur er ekki til- greindur þegar National Geographic útnefnir 10 helstu þjóðarrétti heims á vefsíðu sinni. Þar er hamborgarinn í Bandaríkjunum efstur á blaði en á listann komust einnig gúllas í Ung- verjalandi og Vínarsnitsel í Austur- ríki, svo fleiri lönd séu nefnd. Líta höfundar listans til þess að réttirnir séu vinsælir hjá lands- mönnum, leggi til hluta af sjálfsmynd þjóðarinnar og hægt sé að mæla með þeim við ferðamenn. Ljóst er af þessu og tillögum að þjóðarrétti Íslendinga að ýmsir eru heitir. Pylsa og kók er væntanlega þjóðarréttur Íslendinga í skyndibita. Gera þyrfti könnun á hinum almenna þjóðarrétti, rétt eins og Danir gerðu á síðasta ári. Matvælaráðherrann lét landsmenn kjósa á milli allmargra til- lagna. Niðurstaðan varð sú að steikt svínaflesk með kartöflum og stein- seljusósu var valið þjóðarréttur Dana. Efnt verði til atkvæðagreiðslu Á listann í slíkri atkvæðagreiðslu hér hljóta að koma margir lamba- kjötsréttir, eins og hangikjöt, lamba- læri, kjötsúpa með lambakjöti, svið og slátur. Fiskurinn mun einnig koma sterkur inn. Nefna má soðna ýsu, saltfisk, harðfisk með smjöri og kæstan hákarl. Skyrið er sannkall- aður þjóðarréttur og hlýtur að fá til- nefningu. Svo er spurning hvort píts- an fær að fljóta með í ljósi vinsælda hennar. Nú er ríkisstjórninni ekkert að vanbúnaði að taka málið fyrir og efna til atkvæðagreiðslu. Þórarinn Ingi Pétursson hefur gert eigin athuganir á þessu og segir að síður þurfi að vekja athygli á fisk- inum. Þegar leitað er á netinu að mat á Íslandi komi upp myndir af alls konar fiskréttum og jafnvel hval. Sviðahausinn sé eini rétturinn sem tengist lambinu sem fái mynd af sér. Þórarinn segir að þetta sé merki um að ferðamenn þekki ekki þá hefð sem hér er í neyslu lambakjöts. Þeir panta sér þá naut, svín eða kjúkling þegar kjöt er valið af matseðli veit- ingastaðanna, auk fisks, eins og þeir eru vanir heima hjá sér. „Það þarf að vera hluti af markaðssetningu okkar að koma lambakjötinu og hefðum okkar betur á framfæri og fá ferða- fólkið til að borða meira af því.“ Hangikjöt, kjötsúpa eða soðin ýsa?  Sauðfjárbændur vilja fá viðurkenn- ingu á lambakjöti sem þjóðarrétti Morgunblaðið/Ómar Saltfiskur Vinsælasti íslenski mat- urinn á Spáni og Portúgal. Morgunblaðið/Ómar Kjötsúpa Verslunareigendur á Skólavörðustígnum halda uppi heiðri kjöt- súpunnar með árlegum súpudegi. Margir sækja hátíð þeirra heim. Hver er þjóðarréttur Íslendinga? Morgunblaðið/Eyþór Hangikjöt Gamli hátíðarmaturinn, hangikjöt, heldur enn velli um jólin. Morgunblaðið/Ómar Hákarl Enn er verkaður hákarl hér á landi með aldagömlum aðferðum. Hann er mest borðaður á þorrablótum ásamt súrmat og fleiri góðum rétt- um. Íslenska brennivínið sem gjarnan fylgir telst varla þjóðarréttur. Sex af hverjum tíu fyrirtækjum til- kynna viðskiptavinum ekki sérstak- lega um verðhækkanir á vöru og þjónustu, samkvæmt könnun sem Capacent hefur gert fyrir stjórnvöld. Sérfræðinganefnd á vegum Stjórnar- ráðsins leggur til, að seljendur verði skyldaðir til að tilkynna verðhækkan- ir á samningsbundinni vöru og þjón- ustu með góðum fyrirvara enda séu sjálfvirkar verðhækkanir oft fram- kvæmdar án þess að raunverulegur kostnaðarauki búi að baki. Nefndin bendir á, að sjálfvirkar verðhækkanir sem réttlættar eru með vísitöluhækkun kyndi undir verðbólgu. Þannig geti orðið til spírall verðhækkana, þar sem orsakasam- band milli vísitölu og verðhækkana sé gagnkvæmt. Slíkt hafi áhrif til hækk- unar á verðtryggðum skuldum, sem bitni á lántakendum, segir í fréttatil- kynningu frá forsætisráðuneytinu. Sérfræðingahópur um afnám verð- tryggingar af nýjum neytendalánum benti á þetta í skýrslu í janúar 2014. Í kjölfarið skipaði forsætisráðherra nefnd til að kanna umfang sjálfvirkra verðbreytinga. Nefndin hefur nú skil- að forsætisráðherra skýrslu sinni og tillögum, sem hann kynnti í ríkis- stjórn í gærmorgun. Beintenging við vísitölu Í skýrslunni kemur fram að um helmingur innlendra samninga og að- fanga fyrirtækja sé beintengdur við vísitölu neysluverðs. Það sé verð- bólguhvetjandi, þar sem einn undir- liður í vísitölu geti valdið hækkunum á algjörlega óskyldri þjónustu eða vöru. Nefndin mælir með því, að sett verði skilyrði fyrir verðbreytingum í samningssamböndum sem tryggi upplýsingaskyldu seljanda, takmarki binditíma og auki þannig neytenda- vernd. Skylt verði að tilkynna hækkanir  Könnuðu sjálfvirk- ar verðbreytingar Erlendi ferðamaðurinn sem lést í bílveltu á Suðurlandsvegi síðastlið- inn föstudag var kona frá Hong Kong. Konan var farþegi í jepplingi sem ferðafélagi hennar ók austur að Kirkjubæjarklaustri en slysið átti sér stað á þjóðvegi 1 í Eld- hrauni um tíuleytið um morguninn. Ökumaðurinn virðist hafa misst stjórn á bifreiðinni í krapa og hálku með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum og valt. Farþeg- inn lenti undir bifreiðinni og mun hafa látist samstundis. Rannsókn- ardeild lögreglunnar á Suðurlandi rannsakar slysið og nýtur til þess aðstoðar ýmissa sérfræðinga. Lést í umferðarslysi Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við erum um það bil að fá framkvæmdaleyfið. Þá munum við girða svæðið af í áföngum og byrjum á fornleifagreftri,“ segir Gísli Steinar Gíslason hjá fasteignaþróunarfélaginu Stólp- um um stöðu framkvæmda á svonefndum Hörpureitum 1 og 2 á lóð Tollhússins við Aust- urbakka í Reykjavík. Þriggja ára framkvæmdatími Undirbúningur er vel á veg kominn fyrir byggingu fjölbýlis- og verslunarhúsnæðis á 4-6 hæðum, auk bílakjallara. Alls er byggingar- magnið á um 30 þúsund fermetrum, þar af eru íbúðir um 80 talsins auk verslana á 1. hæð. Reiknað er með að framkvæmdir standi yfir í þrjú ár og á meðan verða bíleigendur, sem lagt hafa við Tollhúsið og Kolaportið, að reiða sig á bílastæðahús og önnur bílastæði í grennd- inni. Við Tollhúsið eru um 200 bílastæði en í sameiginlegum bílakjallara verða um 1.000 stæði þegar framkvæmdum lýkur að fullu. Hönnunarvinna á lokaspretti Að sögn Gísla er hönnunarvinna á loka- spretti, sem og viðræður við borgina um teikn- ingar og hvernig staðið verður að framkvæmd- um. Reiturinn verður girtur af í áföngum og m.a. tekið tillit til hátíðarhalda í sumar í tengslum við 17. júní og Menningarnótt. Þann- ig verður að öllum líkindum byrjað á upp- greftri næst Tollhúsinu. „Þetta er bara spurning um daga og vikur hvenær við hefjum framkvæmdir. Við munum kynna fyrir borgarbúum hvernig að þessu verður staðið en við leggjum áherslu á að fram- kvæmdir standi ekki lengur yfir en í þrjú ár,“ segir Gísli Steinar. Stutt í að byrjað verði á jarðvegsvinnu  Beðið er eftir framkvæmdaleyfi á Hörpureitum 1 og 2 við Tollhúsið  Svæðið girt af í áföngum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hörpureitir Nú styttist í að framkvæmdir hefjist á lóðinni við Tollhúsið við Austurbakka í Reykjavík, nánar tiltekið á Hörpureitum 1 og 2 þar sem stór bygging rís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.