Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Kosningaúrslit í ný- afstöðnum þingkosn- ingum í Ísrael komu mörgum á óvart. For- sætisráðherrann Ben- jamin Netanyahu sigr- aði óvænt en örugglega, fékk 23,4% atkvæða og 30 þing- sæti af 120. Grein- arhöfundur fylgdist með kosningabarátt- unni í Ísrael, sem einkum snerist um efnahagsmál þar til á síðustu stundu er málefni Palestínu bar skyndilega á góma og breyttu landslaginu. Kosningaþátttaka var óvenju góð að þessu sinni eða 71,8%. Skoðanakannanir bentu til að flokk- ur forsætisráðherra, Likud- bandalagið, sem er á hægri væng stjórnmálanna, ætti í vök að verjast. Síðasta könnunin var birt tveimur dögum fyrir kjördag en eftir það var óheimilt að birta kannanir. Sú könn- un benti til að flokkur Netanyahu myndi tapa kosningunum og að Zionista-bandalagið, sem er banda- lag mið- og vinstriflokka, myndi fara með sigur að hólmi. Yfirlýsing um ekkert sjálfstætt ríki Palestínu Það er ekki ofsögum sagt að úrslit kosninganna réðust á síðustu stundu. Likud-bandalagið með Net- anyahu í broddi fylkingar fór mikinn og biðlaði ákaft til kjósenda á hægri vængnum. Daginn fyrir kjördag gaf Netanyahu út yfirlýsingu sem færði honum sigur en á hins vegar eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Ísrael á alþjóðavettvangi. Netanyahu lýsti því yfir að yrði hann endurkjörinn yrði ekki stofnað sjálfstætt ríki Pal- estínu á hans vakt. Þessi yfirlýsing hefur valdið titr- ingi og áhyggjum meðal þeirra sem hafa komið að friðarferli Ísraels og Palestínu, einkum og sér í lagi hjá Bandaríkjastjórn og Evrópusam- bandinu. Yfirlýsingin er þvert á fyrri yfirlýsingar Netanyahu og al- gjörlega á skjön við það sem lagt hefur verið upp með í friðarferlinu. Bandaríkjaforseti hef- ur lýst yfir miklum vonbrigðum með fram- komu Netanyahu og bætir þetta gráu ofan á svart í samskiptum þeirra. Kynþáttafordómar í garð Ísraels-araba Á kjördag beindi Netanyahu spjótum sínum sér- staklega að kjósendum af arabískum uppruna en Ísraels-arabar eru um 20% þjóðarinnar. Hvatti hann ein- dregið kjósendur á hægri vængnum til að nýta atkvæðarétt sinn þar sem Ísraels-arabar væru að flykkjast á kjörstað. Orð hans mátti greinilega túlka sem svo að það væri slæmt hversu góð kosningaþátttaka Ísr- aels-araba væri. Margir hafa þá skoðun að með þessu hafi hann gerst sekur um kynþáttafordóma og í raun verið að segja að hann væri ekki for- sætisráðherra allra Ísrelsmanna. Bandaríkjaforseti gagnrýndi einnig þessi ummæli og taldi þau mjög óheppileg, ekki síst í ljósi sterkrar lýðræðishefðar í Ísrael. Viku eftir kosningarnar baðst Netanyahu af- sökunar á ummælum sínum. Stefnubreyting Bandaríkjanna gagnvart Ísrael Margt bendir til að orð Netanya- hus um andstöðu við sjálfstætt ríki Palestínu, eigi eftir að verða af- drifarík og gjörbreyta friðarferlinu. Bandaríkin hafa staðið með Ísrael á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og beitt neitunarvaldi í öryggisráðinu þegar málefni er varða Ísrael hafa komið á borð ráðsins. Bandaríkja- stjórn hefur nú gefið það ótvírætt til kynna að breyting verði á stuðningi við Ísrael á þessum vettvangi vegna yfirlýsingarinnar. Þetta eru stór tíð- indi. Búast má við að ný tillaga um sjálfstætt ríki Palestínu verði lögð fram í öryggisráðinu en tillaga þess efnis var felld í lok síðasta árs, fyrir tilstuðlan Bandaríkjanna. Brátt kemur í ljós hvort Bandaríkjastjórn stendur við stóru orðin og ríki Pal- estínu lítur dagsins ljós. Kosningaúrslit í Ísrael og áhrif á friðarferlið Eftir Birgi Þórarinsson »Daginn fyrir kjördag gaf Netanyahu út yfirlýsingu sem færði honum sigur en á hins vegar eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Ísrael á alþjóðavettvangi. Birgir Þórarinsson Höfundur starfar í Jerúsalem fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hlutfall aldraðra meðal þjóðarinnar fer sífellt stækkandi. Sveitarfélög og rík- isvaldið þurfa að gera sér betur grein fyrir þessari þróun en nú er gert. Málefni og staða aldraðra þarf að fara mun ofar á for- gangslista stjórnmála- manna en nú er. Það þurfa allir að gera sér grein fyrir að þeir sem nú hafa náð eftirlauna- aldri og þeir sem ná þeim áfanga á næstunni eru það fólk sem byggði upp núverandi lífskjör á Íslandi. Aldraðir eiga því betra skilið í framtíðinni. Það er athyglisvert að fylgjast nú með kröfum stétt- arfélaganna um nauðsyn bættra kjara. Einkum er bent á lægst launaða hópinn. Ekki hef ég tekið eftir að forystumenn stéttarfélag- anna leggi sérstaka áherslu á bætt kjör aldraðra. Því verður samt ekki móti mælt að kjör aldraðra hafa dregist verulega aftur úr. Ekki verður maður var við að stétt- arfélögin setji í forgang fjölgun hjúkrunarrýma eða byggingu sér- stakra íbúða fyrir aldraðra. Nýlega hélt Félag eldri borgara aðalfund sinn á Suðurnesjum. Þar eins og víða á landinu vantar mjög á að málefni eldri borgara skipi for- gangssæti á lista stjórnmálamanna. Aldraðir gera þá kröfu að þeir séu með. Aðalfundur FEBS sendi frá sér nokkrar samþykktir. Bent er á að á biðlista eru nú 55 einstaklingar eft- ir hjúkrunarrými á Suðurnesjum og fer fjölgandi. Aðalfundur FEBS leggur á það mikla áherslu að sveit- arfélögin á Suðurnesjum vinni að sameiginlegri lausn um framtíð- arsýn til lausnar vandanum. Bent er á að fjármagn sem skattborgarar greiða í Framkvæmdasjóð aldraðra komi ekki nema að litlum hluta til uppbyggingar hjúkr- unarrýma, þrátt fyrir að tilgangurinn sé að byggja upp hjúkr- unarrými. Aðalfundur FEBS leggur á það áherslu að húsnæði hjúkrunarheimilisins Garðvangs í Garði verði að nýju tekið í notkun. Aðalfundur FEBS skorar á þá sjö þing- menn sem búsettir eru á Suðurnesjum að standa nú saman til að tryggja nauðsynlegt fjármagn til að hægt verði að nýta fleiri hjúkrunarrými. Aðalfundur FEBS minnir rík- isstjórnarflokkana á að þeir lofuðu að afturkalla að fullu þær kjara- skerðingar sem fyrri ríkisstjórn gerði. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki staðið við sín loforð nema að litlum hluta. Í lokin var svo samþykkt ályktun þar sem FEBS fagnar hugmyndum um stofnun umboðsmanns fyrir aldraða. Það er mjög tímabært að slíkt embætti verði til þar sem aldr- aðir gætu leitað upplýsinga og að- stoðar við sín mál. Það er mjög nauðsynlegt að stjórnmálamenn, stéttarfélög, at- vinnurekendur og raunar allir landsmenn geri sér grein fyrir að málefni aldraðra verða að hafa al- gjöran forgang á næstu árum. Aldraðir eiga ekki skilið að sitja eftir. Aldraðir eiga skilið að geta lif- að við mannsæmandi kjör og notið lífsins. Aldraðir eiga betra skilið Eftir Sigurð Jónsson Sigurður Jónsson »Ekki hef ég tekið eft- ir að forystumenn stéttarfélaganna leggi sérstaka áherslu á bætt kjör aldraðra. Höfundur er formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum. Ég skil ekki af hverju það kostar svona mikið að fara í kvikmyndahús. Ef keypt er popp og kók slagar það upp í 2000 kr. fyrir manninn. Er ekki hægt að gera eitthvað í þessu? Bíóunnandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Dýrt í bíó Kvikmyndahús Það væsir ekki um gesti kvikmyndahúsa. Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Páskasprengja! Allar vörur á 40% afslætti Allt að 60% afsláttur af völdum vörum Páskasprengjan gildir einnig hjá sölufulltrúum um allt land og í verslun okkar á Dalvegi 16b. shop.avon.is Nýtni, hagsýni og minni sóun eru ær og kýr Rakelar Garðarsdóttur í hennar nútímalega neytendaþætti. NEYTENDAVAKTIN www.hringbraut.is við miðlum af reynslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.