Morgunblaðið - 31.03.2015, Side 23

Morgunblaðið - 31.03.2015, Side 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Við undirritaðar erum hjúkrunarfræð- ingar og sendi- fulltrúar Rauða krossins á Íslandi. Undanfarna mánuði höfum við þjálfað al- þjóðlegt hjálp- arstarfsfólk til starfs á ebólusvæðum og unnum báðar á síð- asta ári við hjálparstörf vegna ebólu í Síerra Leóne, Magna hjá Rauða krossinum og Gunnhildur hjá Læknum án landamæra. Upp á síðkastið höfum við heyrt í fréttum að ebólufaraldurinn sé í rénun. Einhverjir halda eflaust að honum sé lokið. Nýjum tilfellum hefur fækkað svo um munar og flestir halda að við sjáum loks fyrir endann á þessu. Við sem höfum unnið á þessum svæðum þar sem ebólan hefur herjað, gleðjumst að sjálfsögðu við að heyra jákvæðar fréttir þaðan. Við, og samstarfsfólk okkar, höfum verið á staðnum síðan faraldurinn byrjaði í mars í fyrra. Við höfum stýrt meðferðarstöðvum, gefið vökvameðferð í æð, hitalækk- andi og verkjastillandi, haldið í hendur sjúklinga, horft á fólk deyja, fundið fyrir ólýsanlegri gleði þegar sjúklingur nær heilsu á ný og við getum veitt þeim vottorð þess efnis að þeir séu ekki veikir né smitandi lengur, og þeir geta sameinast fjölskyldum sínum á ný. Þær fréttir að faraldrinum sé lokið væru þær bestu fréttir sem við gætum hugsanlega heyrt. En því miður er honum ekki lok- ið – og okkur þykir nokkuð óþægi- legt hversu mikil ofurbjartsýni virðist ríkja í fréttaflutningi af far- aldrinum. Það er auðvitað rétt að fjöldi nýrra tilfella fer hríðfallandi, en með því að gefa þá mynd að hættan sé yfirstaðin, eða næstum yfirstaðin, hættum við á það að veita umheiminum falska öryggis- tilfinningu. Við verðum að muna að það þarf bara eitt tilfelli til þess að sjúkdómurinn haldi áfram að dreifa sér. Einungis í síðustu viku (8. mars) var tilkynnt um 116 ný tilfelli í Gíneu og Síerra Leóne. Líbería hefur í tvær vikur í röð ekki tilkynnt nein ný tilfelli. Í Gí- neu og Síerra Leóne halda tilfelli áfram að spretta upp á nýjum stöðum, sem er nokkuð sem vekur ugg. Við höfum tekið á móti heilu fjöl- skyldunum sem hafa smitast, sem hafa farið um langa vegu fótgang- andi frá afskekktum bæjum til að komast á meðferðarstöðvar. Við höfum heyrt sögur af ótalmörgum sem hafa látist án þess að hafa náð til meðferðar, eða sem ekki vildu leita sér meðferðar. Þessir einstaklingar eru ekki taldir með í tölfræðinni sem við sjáum í op- inberum skýrslum. Ebólan hrifsar ennþá til sín ótalmörg líf og fyrir marga í Vestur-Afríku byrjaði árið 2015 með ósköpum. Núna er ekki rétti tíminn til að anda léttar. Þvert á móti þurfum við núna að vera ennþá meira vak- andi. Framlag alþjóðasamfélagsins til baráttunnar verður að sýna fram á betri útkomu hvað varðar meðferð, eftirlit með smiti og nýj- um tilfellum, upplýsingagjöf og öruggum jarðarförum. Einnig þurfum við að skilja að þessi faraldur verður ekki stöðv- aður einungis við að skrifa línurit og tölfræðiskýrslur um tilfellin. Heilbrigðisþjónusta í löndunum sem eiga í hlut er í molum. Við höfum séð hræðsluna í augum landsmanna þegar tilkynnt er að enn einn hjúkrunarfræðingurinn eða læknirinn hafi misst lífið af völdum ebólu. Það eru ekki margir eftir til að sinna almennri heil- brigðisþjónustu. Í öllum þremur löndunum deyr nú fólk úr öðrum sjúkdómum, vegna þess að kerfið hefur algjörlega sprungið. Læknar án landamæra neyddust til að loka barna- og kvennasjúkrahúsi sínu í Síerra Leóne vegna smithættu, en það var þá eina sjúkrahúsið sem sinnti þjónustu við börn og konur í því héraði. Það eru ótalmargar konur sem nú hafa látist vegna þess að þær gátu ekki fengið keis- araskurð þegar á þurfti að halda. Bólusetningum barna hefur verið hætt meðan á faraldrinum stend- ur, sem aftur mun leiða til ann- arra faraldra. Það sem verður því að leggja áherslu á núna er að styðja við þau veiku heilbrigð- iskerfi sem fyrirfinnast í þessum löndum, bæði hvað varðar neyðar- og heilsugæsluþjónustu. Við sem skrifum þetta bréf höf- um bæði upplifað upphaf þessa faraldurs síðasta vor, þegar um- heimurinn hvorki skildi, né kærði sig um að vita, og það hörmunga- tímabil sem við tók í Líberíu í haust, þegar alþjóðasamfélagið loksins vaknaði upp af værum blundi og fór að bregðast við. Jafnvel þó við gleðjumst nú yfir því að sjá sumar meðferð- arstöðvar tómar eða að tæmast af sjúklingum, þá getum við ekki leyft okkur að blekkja okkur með því að hættan sé yfirstaðin. Ebólufaraldri er ekki lokið fyrr en síðasti sjúklingur er útskrif- aður og liðið hafa 42 dagar (tvö- faldur „meðgöngutími“ ebólu). Allt þar til fjöldi tilfella kemst niður í núll hyggjumst við halda vinnunni áfram, með okkar stórkostlegu þarlendu samstarfsfélögum á staðnum. Ebólufaraldrinum er ekki lokið!! Ebólufaraldrinum er ekki lokið! Eftir Gunnhildi Árnadóttur og Mögnu Björk Ólafsdóttur » Þær fréttir að far- aldrinum sé lokið væru þær bestu fréttir sem við gætum hugs- anlega heyrt. En því miður er honum ekki lokið. Gunnhildur Árnadóttir Höfundar hafa unnið að hjálparstarfi vegna ebólu fyrir Rauða krossinn á Ís- landi og Lækna án landamæra frá miðju ári 2014. Magna Björk Ólafsdóttir Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Hringbraut-miðlun ehf. | Sundagarðar 2 | 104 Reykjavík | www.hringbraut.is | Sími +354 561 3100 Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Mosfellsbakarís og viðtali við súkkulaðimeistarann Hafliða Ragnarsson ATVINNULÍFIÐ Súkkulaðigerð á heims- mælikvarða! í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld Heimsókn í Mosfellsbakarí og nýjan framleiðslusal HR Konfekts • Sérstaða Páskaeggjanna frá Mosfellsbakarí • HR Konfekt og listin á bak við framleiðsluna • Langur og glæstur ferill Hafliða Ragnarssonar Á dagskrá Hringbrautar í kvöld kl. 21.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.