Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Ekkert lát virðist vera á ótrúlegum og nánast lygilegum áformum um laxeldi í sjókvíum á Íslandi. Fyrir tæpum tveimur árum var lauslega tal- að um „möguleika“ á því að efla laxeldi í sjókvíum á Vest- fjörðum. Nú er upp- gangurinn og upp- byggingin svo mikil að nánast má tala um gullgrafaraæði. Íbúar og sveitarstjórnir líta á fiskeldisfyrirtækin sem frelsara sem að eigin sögn ætla að skapa „hundruð“ starfa og færa byggð- arlögum, sem hafa nánast lagst af sökum kvótabrasks, gull og græna skóga. Staðreyndin er hinsvegar sú að nánast ekkert sem lofað hefur verið mun standast. Laxeldi í sjókvíum er ekki nýtt fyrirbæri, hvorki hérlendis né erlendis. Hér á landi virðast menn þó sannfærðir um að þeir viti og kunni svo miklu betur til verka en t.d. frændur vor- ir Norðmenn sem íhuga nú alvar- lega að flytja laxeldi úr sjó upp á land. Ástæðan er linnulausar hörmungar í sjókvíaeldi und- anfarin ár: sjúkdómar, lúsafar- aldrar, rifnar kvíar, eitranir, gena- blöndun og stórfelld umhverfismengun. Laxeldi í sjókvíum hefur marg- sinnis farið illa á Íslandi, en enn og aftur er búið að sá í jarðveg gleymskunnar og í þetta skiptið á allt að verða betra. Í þetta skiptið er boðað að skattgreiðendur og sveitarfélög á landsbyggðinni þurfi ekki að borga fyrir að hreinsa upp eftir eldisfyrirtækin. Þess í stað er látið í veðri vaka að hægt verði að sjá íbúum byggðarlaganna fyrir ótakmarkaðri vinnu. Í þetta skiptið muni peningarnir ekki renna í vasa örfárra fjarstaddra eigenda sem þurfi ekki að bera neinn kostnað eða skaða. Í þetta skiptið verði öfl- ugt eftirlit og strangt umsókn- arferli sett á laggirnar til að fá að setja upp laxeldi í sjókvíum Ekki voru eldismenn lengi að ljúka við að „kanna möguleikana“ og „skoða aðstæður“ á Vest- fjörðum. Nú berast fréttir af áformum um lygilega uppbyggingu á laxeldi í Eyjafirði auk þess sem hýrum augum er horft til Austfjarða. Við Eyja- fjörð eru rómaðar sjó- bleikjuár og ef áætl- anir um laxeldi næðu fram að ganga yrði ey- firska sjóbleikjan inn- an tíðar minningin ein. Ef draumar fiskeld- ismanna rættust myndi nánast hver ein- asti fjörður verða und- irlagður af kvíaeldi af einum eða öðrum toga og villtir laxfiskstofnar deyja út. Þetta eru engar dómsdagsspár. Slíkur hefur endirinn orðið alls staðar þar sem sjókvíaeldi hefur verið leyft. Alls staðar. Íslendingar – miklu klárari en allir aðrir Eftir Árna Vilhjálm Jónsson »Hér á landi virðast menn þó sannfærðir um að þeir viti og kunni svo miklu betur til verka en t.d. frændur vorir Norðmenn. Árni Vilhjálmur Jónsson Höfundur er veiðimaður og áhuga- maður um verndun villtra fiskstofna. Eigið eftirlit með eldvörnum ætti að vera sjálfsagður lið- ur í rekstri og gæða- og öryggis- málum fyrirtækja og stofnana. Fyrir því eru margar rík- ar ástæður: · Eldvarnir draga verulega úr líkum á að eldur og reykur valdi tjóni á rekstri og eignum. · Eldvarnir draga verulega úr líkum á að eldur og reykur skaði starfsfólk, viðskiptavini og skjól- stæðinga. · Miklum fjármunum er varið til eldvarna í byggingum. Til að tryggja virkni þeirra og nýtingu fjárfestingarinnar þarf reglulegt eftirlit og viðhald. · Síðast en ekki síst kveður reglugerð á um skyldu til eigin eld- varnaeftirlits. Eldvarnabandalagið hefur útbú- ið leiðbeiningar, veggspjald og gát- lista sem auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að innleiða eigið eld- varnaeftirlit. Gögnin eru meðal annars aðgengileg á vef Mann- virkjastofnunar, mvs.is. Einfalt en mikilvægt Í langflestum tilvikum er eld- varnaeftirlit sáraeinfalt. Einföld atriði geta þó skipt sköpum um af- drif fólks, eigna og reksturs ef eld- ur verður laus. Eins og dæmin sanna þarf ekki mikinn eldsvoða til að rekstur raskist mikið eða stöðvist. Reynsl- an sýnir einnig að miklar líkur eru á að fyrirtæki fari í þrot ef rekst- urinn stöðvast vegna eldsvoða. Við- skiptavinirnir fara einfaldlega ann- að þegar fyrirtæki er lokað vegna bruna. Vandað eigið eftirlit stuðlar að auknum skilningi eigenda og starfsfólks á mikilvægi eldvarna og getur dregið verulega úr hættu á að eldur komi upp. Og komi eldur engu að síður upp eru miklar líkur á að ráða megi niðurlögum hans fljótt og draga úr tjóni hafi rétt verið staðið að eldvörnum og fyrstu viðbrögðum. Eldvarnabandalagið Við hvetjum forsvarsmenn fyr- irtækja og stofnana til að huga að innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits og leita ráða hjá viðkomandi trygg- ingafélagi eða slökkviliði. Einnig má benda á að allmörg fyrirtæki hafa sérhæft sig í eldvörnum og eftirliti með þeim. Við mælum með því að leitað sé til fagfólks ef eðli og umfang starfseminnar kallar á slíka aðstoð. Eldvarnabandalagið er sam- starfsvettvangur um auknar eld- varnir bæði á heimilum og vinnu- stöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabóta- félag Íslands, Félag slökkviliðs- stjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mann- virkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins, TM hf., Vátrygginga- félag Íslands hf. og Vörður trygg- ingar hf. Eigið eldvarnaeftirlit – þinn hagur, þín ábyrgð Eftir Garðar H. Guðjónsson og Kristján Einarsson Garðar H Guðjónsson » Í langflestum til- vikum er eldvarna- eftirlit sáraeinfalt. Ein- föld atriði geta þó skipt sköpum um afdrif fólks, eigna og reksturs ef eld- ur verður laus. Garðar er verkefnastjóri Eldvarna- bandalagsins, Kristján er slökkviliðs- stjóri og fulltrúi í stýrihópi Eldvarna- bandalagsins. Kristján Einarsson mbl.is alltaf - allstaðar Nethyl 2 110 Reykjavík Sími 568 1245 Veitum fría ráðgjöf fyrir tjónþola Pantaðu tíma: fyrirspurnir@skadi.is skadi.is Þ. Skorri Steingrímsson, Héraðsdóms-lögmaður Steingrímur Þormóðsson, Hæstaréttar-lögmaður Sérfræðingar í líkamstjónarétti Sími 511 8090 • www.yndisauki.is Partýbakkinn frá Yndisauka hentar við öll tækifæri Partýbakkinn inniheldur 4 tegundir af spjótum, kjúklingur satay, naut teriyaki, hörpuskel og baconvafinn daðla, tígrisrækja með peppadew. Bakkanum fylgja 2 tegundir af sósum. Veitingar fyrir öll tækifæri, stór og smá, fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Markmið okkar er alltaf það sama, glæsilegar veitingar og ómótstæðilegt bragð. Persónuleg og góð þjónusta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.