Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Mig dreymdi að ég stæði við veisluborð að velja mér eitthvað á disk. Ég man að allt var frekar óljóst í draumnum annað en að ég var í fjölskylduboði. Ég heyrði mömmu tala við einhvern, sem ég held að hafi verið Ólöf frænka. En svo heyrði ég rödd- ina þína og þar stóðst þú fyrir aftan mig og horfðir á mig með þeim svip að ég sá að þú fannst til með mér og vorkenndir mér. Þessi stund var mér ekkert óskýr, ég sá þig lausa við krabbamein, Ég sá þig með ljós- ar krullur í gráum bol, með bæði fögru augun og slétta í framan. Ég tók utan um þig hágrátandi og sagði: „Ég vissi að þú myndir jafna þig.“ Ég fann þegar ég hélt utan um þig að þér leið vel og þú skeinst af hamingju. Þegar ég vaknaði vissi ég að þegar kæmi að því myndir þú jafna þig og fara á góðan stað. Þarna varst það þú sem fékkst að vorkenna mér en ekki ég þér. Elsku Aldís frænka, þú varst og munt alltaf vera einstakur demantur. Ég elska þig að eilífu. Ég spyr þig hvað þessi demantur tákni, þú segir að hann sé kærleikur og frið- ur. Þá finn ég frið fylla anda minn og líf, fullvissan um að allt fari vel. Þegar ég stend upp veit ég að þú sérð um mig. Ég er í þinni hendi, sama hvernig fer á ég alltaf þig til að halla mér að. (Elfa 2004) Aðalheiður Ísold Hoffmann. Mikið er það óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningar- grein um þig, elsku Aldís mín. Þú þessi yndislega og kraftmikla manneskja fallin frá langt fyrir aldur fram. Mér verður hugsað til þess þegar við kynntumst fyrst fyrir 25 árum síðan þar sem leiðir okkar lágu saman í prentsmiðju DV. Þar unnum við saman stutt- an tíma en um leið kynntist ég einstakri manneskju. Þegar þig vantaði einhvern til að passa frumburðinn, hann Anton Örn meðan þú varst að vinna og ég sjálf í fæðingarorlofi, tók ég hann að mér þar til hann komst inn á leikskóla. Upp frá því urð- um við óaðskiljanlegar vinkonur. Þið Ívar bjugguð í næstu götu við okkur og því var samgang- urinn mikill og eftir að þið flutt- uð gátum talað saman í síma svo lengi að fjölskyldumeðlimir spurðu gjarnan „ertu að tala við Aldísi?“ en þau vissu að það gat tekið einhvern tíma. Undanfarna daga hefur mig oft vantað að taka upp símann og hringja í þig, elsku vinkona. Þú varst alltaf til staðar og boðin og búin til að rétta fram hjálparhönd, þrátt fyrir veikind- in. Krafturinn og dugnaðurinn hefur alltaf einkennt þig. Mér er það sérstaklega minnistætt þeg- ar ég var að undirbúa ferming- arveislu dóttur minnar og þú vildir fá að hjálpa til. Ég sagði við þig að ég réði vel við verk- efnið þó svo að ýmislegt væri ógert, því ég vildi auðvitað hlífa þér. Þá sagðir þú svo eftir- minnilega „ég er með tvær hend- ur og tvo fætur en bara með eitt auga“. Húmorinn var aldrei Aldís Katrín Guðlaugsdóttir ✝ Aldís KatrínGuðlaugsdóttir fæddist 3. júní 1969 í Reykjavík. Hún lést 17. mars á líkn- ardeild Landspít- alans eftir löng og erfið veikindi. Jarðarför Aldís- ar fór fram frá Grafarvogskirkju 30. mars 2015. langt undan hjá þér. Þér var ýmislegt til lista lagt og fal- lega skartið sem þú gerðir til að hafa eitthvað fyrir stafni í veikindunum ber þess glöggt merki. Og nú er skartið sem ég á eftir þig ómetanlegt og mér þykir svo óskaplega vænt um það, eitthvað sem minnir mig á þig hvern einasta dag. Þú kenndir mér að njóta augnabliksins, lifa hvern einasta dag til fullnustu, njóta líðandi stundar með fjölskyldunni og vinum, fyrir það er ég þér þakk- lát. Það var mér mikil hvatning að sjá hvernig þú hlúðir að fjöl- skyldunni, hvattir drengina þína áfram í lífinu. Það er ekki sjálf- gefið að fá að kynnast demöntum eins og þér, elsku Aldís mín, þó að samferðartíminn hafi verið allt of stuttur. Traustari vinkonu er ekki hægt að hugsa sér og það eru kostir eins og þú hafðir að bera sem maður leitar að í fari vina sinna. Ég er þakklát og ríkari að hafa átt þig fyrir vinkonu. Sökn- uðurinn er mikill en minningin um þig mun lifa í huga mér að ei- lífu. Ég held í þá minningu um faðmlagið og kossinn sem ég fékk frá þér rétt áður en þú fórst frá okkur og fingurkossinn sem þú sendir mér kvöldið sem ég sá þig síðast. Það eru ekki til þau orð til að lýsa því hversu mikið ég sakna þín en um leið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að verða þér samferða í lífinu. Minningarnar eru margar og góðar og verða ekki af okkur teknar. Elsku Ívar, Anton, Hlynur og aðrir ástvinir. Hugur okkar er hjá ykkur og fjölskyldum ykkar. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ég vona að minningar um ein- staka, dásamlega og lífsglaða konu hjálpi ykkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Hvíl í friði, elsku vinkona. Addbjörg og fjölskylda. Hvar skal byrja? Það er af svo mörgu að taka en það er ljóst að saumaklúbburinn verður aldrei samur. Aldís okkar er farin, hetja sem laut í lægra haldi fyrir þeim illvíga sjúkdómi sem krabbamein er. Við eigum fullt af minningum eftir 20 frábær ár saman í saum- klúbbnum sem fékk nafnið Fugl- arnir. Nafn sem okkur þótti svo við hæfi enda mikið talað og hátt svo hljómaði eins fuglabjarg þegar við komum saman. Við höfum átt margar góðar stundir saman, búið til fullt af minning- um og verið til staðar hver fyrir aðra í gegnum súrt og sætt. Þegar við setjum niður og minnumst góðrar vinkonu leið- um við allar hugann að ótal mörgum sumarbústaðaferðum sem Fuglarnir fóru í. Þar réði gleðin ríkjum, mikið hlegið og brallað. Við minnumst fyrstu ferða okkar þegar allar áttu að koma með eitthvað, það voru fimm brauð, sex smjörstykki og fjórir kaffipokar. Það sem við gerðum grín að okkur. Við vorum duglegar að hafa leiki í þessum ferðum, þema- kvöld og klæða okkur í furðu- dess. Makar okkar hafa fengið að koma með í nokkrar svona ferðir. Fyrir eina slíka var ákveðið að við myndum mæta í sparifötunum. Það var frábær hugmynd nema afleggjarinn að bústaðnum var ófær þannig að makarnir urðu að ýta í lakks- kónum sem var óborganleg sýn. Köppunum tókst að koma okkur í hús og áttum við stórskemmti- lega helgi, Fuglar og makar saman. Það er hægt að skrifa margar blaðsíður af minningum en látum staðar numið hér. Aldís var mikill húmoristi, gat gert grín að sjálfri sér, einlæg, yndisleg og góð vinkona. Við höldum minningu hennar á lofti og látum þetta vera lokaorðin „ na na na na na na na na … ekki trufla ég er að telja.“ Elsku Ívar, Anton, Hlynur og aðrir aðstand- endur við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Saumaklúbburinn Fuglarnir: Adda, Anna Helga, Erla, Eyrún, Guðný, Katrín (Kata), makar og börn. Elsku hjartans Aldís mín. Ég þakka þér fyrir ómetan- lega vináttu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Já, það var sannarlega mín gæfa að kynnast þér – og fá að hlæja með þér í gegnum árin okkar saman. Vináttan dýrmæt og einlæg. Ljúfar og góðar minningar hafa hlaðist upp í huga mér und- anfarna daga. Stundir sem aldrei gleymast, tíminn vel nýttur þeg- ar við hittumst og símtölin alltaf löng. Við kynntumst fyrst í krabbameinshópnum í sundlaug- inni á Grensási þar sem við hlóg- um meira en allir hinir hóparnir samanlagt. Það er svo hollt að hlæja og gera smágrín. Þú hafðir einstakt lag á að láta öðrum líða vel í kringum þig og vinahópurinn var stór. Það var aldrei neitt mál að aðstoða aðra, bjóða í mat eða hvað sem var. Fjölskyldan og vinirnir voru þér allt, enda velkomnir til ykkar alla daga og Ívar löngu hættur að kippa sér upp við mannfjöld- ann í kringum þig. Mér finnst eins og við höfum alltaf þekkst. Kannski af því að við áttum mjög margt sameig- inlegt og það var óútskýranleg tenging á milli okkar sem kom okkur oft á óvart. Mér þykir t.d. mjög vænt um að við skyldum eignast syni í sömu vikunni og látið skíra þá báða Anton. Þá þekktumst við ekki neitt. Vel hefur greinilega tekist til hjá ykkur hjónum í uppeldinu, því þeir Anton og Hlynur eru ótrúlega flottir bræður, duglegir í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur og yndislegir. Hugur minn er hjá þeim og Ívari, foreldrum þínum, systkin- um og öðrum aðstandendum og vinum. Þvílík barátta og styrkur sem þið fjögur, fjölskyldan hafið sýnt okkur hinum undanfarin ár. Aðdáunarverð samheldni stór- fjölskyldu og vina einnig. Slíkt er ómetanlegt og það hefur verið gott að vita af þér í veikindun- um, umvafin ástvinum alla daga. Hafi þeir þökk fyrir. Alltaf varstu fyrst til ef það þurfti að gera einhverjum greiða og ekki taldir þú það eftir þér. Margir hafa dáðst að dugnaði þínum og baráttuþreki, enda ekki annað hægt. Bjartsýni og jákvæðni einkennir það þrek og alltaf hafðir þú að leiðarljósi að verra gæti það nú verið. Styrkur þinn var magnaður, ár eftir ár. Einstök lífsgleðin togaði þig áfram, þegar öll sund virtust lok- uð. Ég ber með miklu stolti marga af fallegu skartgripunum sem þú bjóst til. Ófáar ferðirnar fór ég í Hafnarfjörðinn eftir skarti sem þú annaðhvort hann- aðir handa mér á staðnum, af einskærri natni og nákvæmni – eða ég sótti pantanir til gjafa, sem nostrað hafði verið við og bera handbragð þitt með sóma. Nú er komið að ótímabærri kveðjustund. Við viljum alltaf hafa fólkið okkar nærri og einu sinni enn er hoggið skarð í litla sundhópinn okkar. Ég þakka yndislega samfylgd og kveð þig með kveðjunni sem þú kenndir mér. Túrilú, þín Steinunn og Anton Ingi. Elsku Aldís okkar. Það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin og að við eigum ekki eftir að hitta þig aftur, elsku vinkona. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig. Þú varst alltaf svo kát og glöð og með húmorinn í lagi. Þrátt fyrir veikindin skein alltaf í brosið. Þú varst algjör hetja, það orð lýsir þér best. Við erum ríkari að hafa fengið að kynnast þér og eiga með þér yndislegar stundir. Þessar minn- ingar geymast í hjörtum okkar. Elsku Aldís alla kætti með yndislegri nærveru. Megi Guð og góðir englar gæta þín að eilífu. Elsku Ívar, Anton, Hlynur og fjölskyldur. Megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hugur okkar er hjá ykkur. Erla Guðrún, Hulda, Elísabet og fjölskyldur. Elsku Aldís mín ég sakna þín svo mikið. Við kynntumst fyrst í gegnum Öddu, sameiginlega vinkonu okkar, fyrir rúmum 20 árum, síð- an byrjaði Aldís með okkur í saumaklúbb sem heitir Fuglarn- ir. Við höfum brallað ansi margt saman sem er ekki allt prent- hæft. Aldís var mikill húmoristi og áttum við það sameiginlegt að hafa frekar grófan húmor og gengum við stundum aðeins of langt og náðum að hneyksla hin- ar stelpurnar í saumaklúbb í okkar árlegu sumarbústaðar- ferðum það fannst okkur ennþá fyndnara. Aldís var mjög vandvirk og það sem hún gerði var gert 110% eins og t.d. allir skartgripir sem hún bjó til, þá var hún mjög smámunasöm. Í mörgum sum- arbústaðarferðunum gerði hún skartgripi fyrir okkur vinkon- urnar á færibandi og það varð allt að vera pottþétt enda ofur- fallegir skartgripir sem hún gerði. Ég var svo heppin að fá að eyða miklum tíma með Aldísi síðustu mánuðina sem hún lifði. Þar fékk ég að eyða heilum dög- um með henni og hjálpaði henni eins og þurfti. Ég sagði oft við hana hvað ég væri þakklát henni að vilja hafa mig og treysta mér fyrir þessu verkefni, en hún skildi ekkert í þessu hvað „við nenntum að hanga yfir henni“ eins og hún sagði, en ég benti henni á að hún myndi gera ná- kvæmlega það sama ef ég væri veik. Þetta verkefni var eitt af því allra erfiðasta sem ég hef gert en einnig það allra mest gefandi. Elsku Aldís mín, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér og þú ert laus við „skrímslið“ eins og við kölluðum oft krabba- meinið. Þú sagðist ætla að hafa upp á foreldrum mínum og knúsa þau frá mér. Ég hef trú á að þau hafi tekið vel á móti þér. Ég kveð þig með sömu setningu og ég kvaddi þig þegar ég fór frá þér á daginn: „Við heyrumst, ég elska þig út í geim og til baka.“ Elsku Ívar, Anton, Hlynur og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mínar dýpstu samúð. Anna Helga. Nú er komið að kveðjustund, elsku vinkona, og ekki hægt að lýsa hversu mikið ég mun sakna þín og þíns dillandi hláturs, Aldís mín. Þú ert tekin alltof fljótt frá okkur öllum. En ég veit og hlakka til þegar við hittust á ný þegar minn tími kemur. Þín síð- ustu orð til mín voru: „Við sjáumst“ og þú kreistir hönd mína. Aldís mín, þú varst ekki bara skemmtileg með óborganlegan húmor sem ég mun sakna mikið heldur líka svo góður hlustandi og svo gott hvað þú gast oft komið með nýtt sjónarhorn á málefni og það sem var stundum að hrjá mann. Þrátt fyrir þín veikindi og já, líka áður en þú veiktist, því þú hefur alltaf verið þessi góðhjartaða persóna. Þú fékkst mig oft til að fá nýja sýn á málin og róast. Aldís mín, þú varst svo réttsýn og góð í gegn þó að stutt væri í prakkarapúk- ann í þér haha … mjög stutt, ég mun sakna hans. Einnig hvað gaman var að missa sig á dans- gólfinu með þér og velja lög sem voru stundum heavy og út úr kú, hvort sem var á stofugólfinu heima hjá ykkur Ívari eða í bú- stað. Þú tókst líka móðurhlut- verkið alvarlega og af ástúð. Og með honum Ívari þínum sem þú elskar svo heitt ertu búin að ala upp fyrirmyndarherramenn, þá yndislegu Anton og Hlyn, sem þú varst svo stolt af og munt halda því áfram og fylgjast með þeim frá þínum fallega stað og vísa þeim veginn. Ég er svo glöð að við náðum mæðgurnar að eyða gæðatíma með ykkur fjölskyldunni á Spáni hér um árið. Þar töluðum við mikið um að ég myndi flytja út og þið yrðuð þá meira og minna í heimsókn hjá okkur á Spáni. Því miður náði það ekki að verða að veruleika en okkur þótti alltaf gaman að láta okkur dreyma um þær heimsóknir í gegnum árin og hvað við myndum borða og drekka úti á veröndinni við ströndina í sólinni, elsku vin- kona. Kannski ert þú bara komin þangað og svo sjáumst við þar „one fine day“ eftir allt saman. Eins og þú sagðir elsku vinkona: „Við sjáumst“ – og ég ætla að bæta við: já elsku vinkona þó síð- ar verði. Hvíl í friði, elsku Aldís mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Elsku Ívar, Anton, Hlynur, foreldrar Aldísar, systkini og aðrir aðstandendur. Góður Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Þín vinkona, Guðný (fugla-saumó). Þegar fundum okkar Aldísar bar fyrst saman var hún aðeins sextán ára. Þá kynnti Ívar bróð- ursonur minn unnustu sína fyrir fjölskyldunni. Í minningunni var Aldís ljóshærð, há og grönn, með fallega útgeislun og ljúfa nær- veru. Strax við fyrstu kynni var ljóst að hún var óvenju þroskuð og víðsýn ung kona, sem hafði ákveðna skoðun og tók afstöðu til líðandi stundar. Þó oft gæti liðið nokkuð á milli samverufunda okkar, var alltaf jafn gott og notalegt að eiga við hana spjall, eða ef komið var saman af ólíku tilefni. Aldís var mikil fjölskyldumanneskja og var heimili þeirra Ívars afar notalegt og fallegt, hún var ein- stök móðir, hlý og gefandi. En vitað er að ástúðlegt uppeldi og kærleikur eru besta veganesti barna til að njóta hamingju í líf- inu. Síðasta áratug barðist Aldís við illvígan sjúkdóm, sem tók stóran toll af hennar lífsgæðum. Í þessum erfiðu veikindum sýndi Aldís hvað í henni bjó. Með já- kvæðu hugarfari sýndi hún ótrú- legan dugnað og þrautseigju í baráttunni við sjúkdóminn sem dró úr þreki hennar en ekki kjarki. Veikindin reyndu mikið á alla fjölskylduna, ekki síst Ívar og synina Anton Örn og Hlyn Vífil, sem stóðu sem klettur við hlið hennar allt til síðustu stund- ar. Minningin um Aldísi mun ylja okkur um ókomin ár, en minning um góða eiginkonu og móður er dýrmætt veganesti sem mildar sorgina. Elsku Ívar og fjölskylda. Við sendum ykkur hugheilar samúð- arkveðjur og biðjum algóðan guð að styrkja ykkur á þessari sorg- arstundu. Kristín, Ulrich og fjölskyldur. Hjartans þakkir til allra sem auðsýndu samúð, hjálpsemi og vinarhug við andlát og útför SALÓME JÓNSDÓTTUR fyrrverandi húsfreyju í Hvammi í Vatnsdal, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kríulundar, Hrafnistu í Kópavogi, fyrir einstaka umönnun og elskusemi. Guð blessi ykkur öll. . Theodóra Reynisdóttir og fjölskylda, Valgerður Reynisdóttir og fjölskylda. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, GUÐJÓNU KRISTJÁNSDÓTTUR hjúkrunarfræðings, Jörundarholti 156, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki A-deildar Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka alúð, hlýhug og elskuríka umönnun. . Björn Almar Sigurjónsson, Kristín Björk Viðarsdóttir, Hrólfur Ingólfsson og ömmubörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.