Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.03.2015, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 2015 Er hægt að hreinsa burtutilfinningar – jafnvel til-finningar annarra semtengjast sameiginlegri fortíð? Þessari áhugaverðu spurn- ingu veltir Kristín Eiríksdóttir fyrir sér í nýjasta sviðsverki sínu, Hystory, sem Sokkabandið frum- sýndi á Litla sviði Borgarleikhússins um liðna helgi. Kristín vakti verðskuldaða athygli sem leikskáld þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi fyrir rétt rúmum tveimur árum fyrsta sviðsverk hennar, Karma fyrir fugla, sem hún samdi ásamt Kari Ósk Grétudóttur. Með Hystory sýnir Kristín svo um munar að hún hefur meistaralega góð tök á leikritunarforminu. Leiktexti henn- ar er meinfyndinn þótt innihaldið sé átakanlegt, en sagt hefur verið að áhrifaríkasta leiðin til að fá áhorf- endur til að meðtaka erfitt innihald sé að láta þá hlæja – því þannig ratar efnið beint í hjartastað. Texti Krist- ínar hreinlega smýgur inn undir húðina á manni í kröftugri, fyndinni og átakanlegri sýningu. Í Hystory hittast þrjár konur um fertugt til að ræða málin í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Þær voru bestu vin- konur allan grunnskólann, en hafa ekki talast við síðan leiðir skildi skyndilega um fimmtán ára aldur, þegar þær fóru verulega út af spor- inu og frömdu ódæði sem hefur litað líf þeirra síðan. Til að byrja með endurspegla samræðurnar raunald- ur þeirra. Fljótlega renna hins vegar nútíð og fortíð saman með mjög áhrifamiklum hætti samtímis því sem veröld leikhússins og raunveru- leikans skarast. Kristínu tekst listi- lega vel að fanga tungutak ólíkra aldursskeiða samtímis því sem hún byggir upp spennandi verk með áhugaverðum persónum. Æskuvinkonunum Dagnýju, Lilju og Beggu hefur vegnað misvel í líf- inu síðan leiðir skildi. Dagný lærði félagsfræði og sinnir háskóla- kennslu, Lilja starfar í móttöku fasteignasölu og er sú eina sem eign- ast hefur börn meðan Begga er bæði atvinnu- og heimilislaus. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður þeirra þegar verkið hefst kemur fljótlega í ljós að þær eiga ótrúlega margt sameiginlegt, bæði sem gerendur og fórnarlömb. Þetta er undirstrikað með áþreifan- legum hætti í búningum Evu Signýj- ar Berger, en konurnar þrjár klæð- ast eins fötum alla sýninguna. Lengst af eru þær í dökkum síðum skyrtum, sem minna á fangabún- inga, og svart/hvítum rándýrs- mynstruðum buxum, sem aftur minnir á hversu óútreiknanlegar og hættulegar þær geta verið. Á sviðinu eru brúnir pappakassar sem geyma ýmsa mikilvæga muni úr fortíðinni sem konurnar þrjár neyð- ast til að gramsa í bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Öll um- gjörð; lýsing Valdimars Jóhanns- sonar, tónlist Högna Egilssonar og Valdimars, hljóð Baldvins Magn- ússonar og leikmynd og búningar Evu Signýjar, undirstrikar þá stig- mögnun sem í verkinu verður. Ljós, tónlist og hljóð eru markvisst notuð til að brjóta upp senur með áhrifa- ríkum hætti. Lykilþemu verksins snúast um ótta og ógn, reiði og óbeislaða útrás hennar sem haft getur skelfilegar afleiðingar. Dagný, Lilja og Begga eru allar brotnir einstaklingar og fengu augljóslega ekki nauðsyn- legan stuðning frá nánustu aðstand- endum í æsku. Reiðin kraumar enn undir niðri og áhorfendum verður fljótt ljóst hversu stutt er í kvikuna með tilheyrandi ógn. Leikkonurnar þrjár ná undir styrkri leikstjórn Ólafs Egils Egils- sonar meistaralega vel að beisla þessa tilfinningar, sýna áhorfendum hvenær þær missa stjórn á sér og hvernig þeim tekst að endurheimta stjórnina. Þær sveiflast á örskots- stundu frá því að vera grimm óarga- dýr sem brjóta allt og bramla í kringum sig yfir í litlar stúlkur sem leika sér með bleiku Barbí-hestana sína. Greinilegt er að leikstjórinn hefur í samvinnu við leikhóp sinn nostrað við hvert einasta smáatriði og náð ótrúlegu orkustigi sem þjón- ar leiktextanum mjög vel auk þess sem samleikurinn var óaðfinn- anlegur. Persónur verksins tala ýmist sam- an eða beint til áhorfenda í einræð- um. Þetta beina samband við áhorf- endur skapar spennu sem gerir það að verkum að leikhúsgestir bíða í of- væni eftir því hvað gerist næst og velta því samtímis fyrir sér hvort þeim sé raunverulega óhætt í návist þessara taugaveikluðu og óútreikn- anlegu kvenna. En titill verksins sameinar með snjöllum hætti ann- ars vegar taugaveiklunina og hins vegar fortíðina sem bindur kon- urnar saman. Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með hlutverk Dagnýjar, sem kallað hefur vinkonurnar tvær á sinn fund. Elma Lísa sýnir okkur konu sem trúir á mikilvægi þess að horfast í augu við fortíðina og hefur í því skyni leitað sér aðstoðar hjá fagmanneskju. Netlute, róandi tónlist og hugleiðsla skilar henni þó ekki tilætluðum ár- angri. Elma Lísa sýndi frábærlega hvernig persóna hennar reynir ár- angurslaust að hafa stjórn á aðstæð- um sínum og tilfinningum. Hún náði að sýna áhorfendum inn í kviku per- sónu sinnar og hefur undirrituð ekki séð Elmu Lísu betri á sviði áður. Birgitta Birgisdóttir leikur Lilju, sem framan af virkar feimin og heldur sig til baka. Með líkamstján- ingunni dró hún upp trúverðuga mynd af konu sem er svo utan við sig að hún borðar vörur úti í kjörbúð áður en hún uppgötvar að hún hefur gleymt veskinu. Söngur hennar í gluggatjöldunum var frábærlega út- færður og textameðferðin, þegar hún datt inn í upprifjun á sam- skiptum sínum við strák á unglings- árum, með fullan munninn af Hubba Bubba-tyggjói, var framúrskarandi enda skildist hvert einasta orð. Arndís Hrönn Egilsdóttir leikur Beggu og dregur upp mjög sann- færandi mynd af brotinni konu sem verið hefur fremur óheppin í lífinu. Hún var óhugnanlega góð þegar hún datt inn í manískar einræður sínar. Eintalið um nýju hlaupaskóna og samskiptin við þjónustufull- trúann í bankanum var hrikalega fyndið atriði. Það er ekki á hverjum degi sem nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt sem er svo vel skrifað og hugvitssamlega sviðsett að maður vonar eiginlega að sýningin taki aldrei enda – eða byrji hreinlega strax upp á nýtt þurfi henni endilega að ljúka. Uppfærsla Sokkabandsins á Hystory er hreint út sagt mögnuð og í raun skyldu- áhorf fyrir allt leikhúsáhugafólk. Með fortíðina í farteskinu Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson Kröftug „Uppfærsla Sokkabandsins á Hystory er hreint út sagt mögnuð,“ segir m.a. í leikrýni, en meðal leikara er Arndís Hrönn Egilsdóttir. Borgarleikhúsið Hystory bbbbb Eftir Kristínu Eiríksdóttur. Handritaráð- gjöf: Hrafnhildur Hagalín. Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson. Leikmynd og bún- ingar: Eva Signý Berger. Lýsing: Valdi- mar Jóhannsson. Tónlist: Högni Egils- son og Valdimar Jóhannsson. Hljóð: Baldvin Magnússon. Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Birgitta Birgisdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir. Sokka- bandið frumsýndi á Litla sviði Borg- arleikhússins 27. mars 2015. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum, var veitt á aðalfundi Lestrarfélagsins Krumma föstudagskvöldið sl. Viðurkenn- inguna hlaut Soffía Bjarnadóttir fyr- ir bók sína Segulskekkja sem JPV gefur út. Að þessu sinni voru tilnefndar, auk Segulskekkju, bækurnar Hverafuglar eftir Einar Georg, Elí- asarmál – Sögur og greinar Elíasar Mar, Rogastanz eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, Gæðakonur eftir Steinunni Sigurðardóttur, Englaryk eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Hrímland eftir Alexander Dan Vil- hjálmsson, Ástarmeistarinn eftir Oddnýju Eiri Ævarsdóttur, Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson og Ástin ein taugahrúga: enginn dans við Ufsa- klett eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Kaflinn úr Segulskekkju er svo- hljóðandi: „Amma er með kræki- berjasafa á rassinum. Hún lokar augunum til að fá ekki ofbirtu í aug- un. Guð hefur fullkomið typpi. Ekki of stórt og ekki of lítið. Það er alveg hreint afbragð. Amma breiðir út faðminn í berjalynginu. Gefur sig alla. „Þú mátt eiga mig,“ segir amma. Guð brosir blíðlega og sleikir krækiberjasafann af rassinum á henni.“ Soffía Bjarnadóttir hlaut Rauðu hrafnsfjöðrina Verðlaunaafhending Lárus Blöndal afhenti Soffíu verðlaunin. Í ár bjóðum við upp á egg úr 68% gæðasúkkulaði frá Brasilíu Bjóðum einnig upp á súkkulaðiegg úr „Dulcey Blond“ súkkulaði, mjólkursúkkulaði og hvítu súkkulaði. Eggin eru fyllt með handgerðu konfekti og málshætti. Súkkulaðie gg fyrir sælkera Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík | Sími 566 6145 | mosfellsbakari.is MOSFELLSBAKARÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.