Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.03.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Takk fyrir ad halda framhja mer…“ 2. Fundust látin í faðmlögum 3. Áttu að mæta í matarboð í gær 4. Sjaldgæft að fólk finnist seint »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sigurður Sigurðsson, munnhörpu- leikari og söngvari, var útnefndur heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á laugardaginn var. Þrennir stór- tónleikar fara fram á hátíðinni í vik- unni á Hilton Reykjavík Nordica, þeir fyrstu í kvöld kl. 20 með KK bandi, Blúsbandi Björgvins Gíslasonar og blúsaðasta bandi Músíktilrauna, Deffice. Annað kvöld leika blús- kempurnar Bob Margolin og Bob Stroger með Blue Ice band og fleiri hljómsveitir munu stíga á svið. Á fimmtudaginn, skírdag, leikur Debbie Davies með Blue Ice Band og Vintage Caravan mun einnig troða upp. Á myndinni sést heiðursfélaginn Sig- urður leika á munnhörpu. Sigurður útnefndur heiðursfélagi  Söngkonan Stína Ágústsdóttir kemur fram á djasskvöldi Kex hos- tels í kvöld með hljómsveit sinni Súkkulaðidrengjunum. Hljómsveit- ina skipa Árni Heiðar Karlsson sem leikur á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Stína og Súkkulaðidreng- irnir munu flytja vel valda djass- standarda og dálítinn blús í tilefni af Blúshátíð í Reykjavík og lofa að vera í „súkkulaði-, páska- og vorfíling“, eins og segir í tilkynningu. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30 og verða um tvær klukkustundir að lengd með hléi. Kex hostel er að Skúlagötu 28 í Reykja- vík. Stína og Súkkulaði- drengirnir djassa VEÐUR Það dró til tíðinda í Olís- deild karla í handknatt- leik í gærkvöld. Valsmenn tryggðu sér deildarmeist- aratitilinn með því að leggja Stjörnuna að velli í Garðabænum og með því tapi féllu Garðbæingar úr deildinni. Afturelding lagði ÍR, FH vann stór- sigur á Akureyri, Haukar lögðu Fram og HK, sem er fallið, lagði Íslandsmeist- ara ÍBV í Eyjum. »2-3 Valur meistari og Stjarnan féll „Ég er í skýjunum. Loksins náði ég þessu meti en ég hef beðið eftir því frá árinu 2012,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir við Morgunblaðið eftir að hafa sett nýtt Norðurlandamet í 200 metra baksundi í gær. Hún tryggði sér þar með keppnisrétt á Ól- ympíuleikana í Ríó. »1 Eygló Ósk komin með farseðil til Ríó Haukar gerðu góða ferð til Kefla- víkur þar sem þeir lögðu heima- menn í fjórðu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Dominos- deildarinnar. Haukarnir náðu þar með að knýja fram oddaleik sem fram fer á Ásvöllum á fimmtu- daginn en þann sama dag mæt- ast Njarðvík og Stjarnan í odda- leik suður með sjó. »4 Haukarnir knúðu fram oddaleik ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Skúli Halldórsson sh@mbl.is Hinn 19 ára Þórsteinn Einarsson hlaut hin virtu austurrísku Ama- deus-verðlaun fyrir lag sitt, Leya, á sunnudag. Amadeus-verðlaunin eru helstu tónlistarverðlaunin í Aust- urríki og vann Þórsteinn ásamt þremur öðrum til verðlauna í flokki lagahöfunda. „Ég er bara steinhissa á því að hafa unnið þetta. Ég bjóst alls ekki við þessu,“ segir Þórsteinn í samtali við Morgunblaðið, en hörð sam- keppni var í þessum verðlaunaflokki að hans sögn. „Meðal annars voru tilnefndir strákarnir í Tagträumer, en sú sveit var valin besta hljómsveit ársins. Annar þeirra er mjög góður vinur minn og það var því mjög óþægilegt að keppa við hann um þessi verð- laun. En hann vann ein verðlaun og ég líka, þannig að þetta kemur út á jöfnu,“ segir Þórsteinn glaður í bragði. Hvað ef allt saman klúðraðist? Hann segist ekki hafa haft lagið lengi í hausnum. „Ég var með fram- leiðandanum mínum í fyrsta skipti í hljóðverinu síðasta sumar, en þá var ég nýfluttur til Vínar. Mér fannst þetta vera dálítil áhætta sem ég var að taka og hugsaði hvað ég myndi gera ef þetta klúðraðist allt saman,“ segir Þórsteinn. „Þá fékk ég þessa hugmynd að stelpu með stóra drauma sem býr ekki við góðar aðstæður heima fyr- ir. Úr varð þessi persóna, Leya, sem er með stóra drauma og fer í borgina til að reyna að láta þá ræt- ast. Það misheppnast og hún hverf- ur í hyldýpi fíknar og þunglyndis.“ Stundaði kokkanám í Salzburg Þórsteinn hefur leikið tónlist um þónokkurt skeið þrátt fyrir ungan aldur. „Ég var í lítilli hljómsveit á Íslandi með vinum mínum og hef eiginlega alltaf verið í tónlist síðan ég var krakki. Ég kláraði kokkanám í Salzburg fyrir skömmu en núna er það bara tónlistin,“ segir Þórsteinn. Með plötusamning við Sony „Ég fékk plötusamning hjá Sony í ágúst og undanfarið hef ég bara verið að vinna að gerð þeirrar plötu.“ Plata Þórsteins kemur út í september næstkomandi í Aust- urríki en hún hefur ekki enn fengið nafn. „Ég er með nokkrar hugmyndir en vil helst ekki segja neitt um það. Eftir plötuna áætla ég svo að fara í tónleikaferðalag um Austurríki. Vonandi fær platan góðar viðtökur þar og jafnvel á Íslandi líka.“ Lagahöfundur ársins 19 ára  Þórsteinn Ein- arsson hlaut Ama- deus-verðlaunin Ljósmynd/Vienna Press Hissa Þórsteinn, annar frá hægri, tekur við verðlaununum á hátíðinni sem fram fór á sunnudag. Alls voru fimm til- nefndir í hans flokki. „Ég er bara steinhissa á því að hafa unnið þetta,“ segir Þórsteinn í samtali við Morgunblaðið. Ljósmynd/Vienna Press Glaðbeitt Þórsteinn með Amadeus-verðlaunin í hendi ásamt meðhöfundum sínum að laginu, þeim Lukas Hillebrand, Noa Ben-Gur og Alex Pohn. Á miðvikudag Norðan og norðvestan 8-15 m/s. Bjartviðri sunnan- og vestanlands, annars snjókoma eða él. Dregur úr vindi og ofan- komu síðdegis. Frost 2-12 stig, mildast við suðausturströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Gengur í norðvestan 10-20 m/s norðaust- antil síðdegis með snjókomu eða éljum, hvassast á annesjum. Ann- ars mun hægari vindur. Léttskýjað syðra, en stöku él norðvestantil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.