Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Side 4
Reikningarnir kosta sitt Að fá að borga mánaðarlegareikninga sína fyrir vatnog rafmagn hjá Orkuveitu Reykjavíkur kostar samanlagt 3.888 krónur á ári ef óskað er eftir reikning á pappír inn um lúguna. Gjaldið lækkar sé pappír afþakk- aður og tekið við reikningum raf- rænt en nemur þó 1.854 krónum á ári. Tölurnar segja til um samanlögð seðilgjöld eða þjónustugjöld sem rukkuð eru til að „mæta kostnaði við að prenta og senda greiðslu- seðla eða birta þá með rafrænum hætti“, líkt og fram kemur á vef Orkuveitunnar. Samanlagt rukkaði Orkuveita Reykjavíkur viðskiptavini sína, ein- staklinga og fyrirtæki, um rúmar 180 milljónir króna í seðilgjöld á árinu 2014. Árin tvö þar á undan var upphæðin hærri, eða í kringum 188 milljónir króna. Stærstur hluti þess kostnaðar sem þessum gjöld- um er ætlað að mæta eru þjón- ustugjöld sem Orkuveitan greiðir síðan áfram til bankans. 80% fá reikninga senda rafrænt Á síðasta ári greiddi OR 108,7 milljónir króna í banka- og kröfu- kostnað. Að prenta reikninga og greiða póstburðargjöld kostar í kringum 50 milljónir króna. Fyrir utan þennan beina kostnað stendur seðilgjald undir kostnaði við „hug- búnaðar- og sérfræðivinnu“ en sá hluti kostnaðarins hefur numið frá 7,5% upp í 18% á síðustu þremur árum. Seðilgjöld eru óháð upphæð reiknings sem þýðir að þau leggj- ast jafnt á alla viðskiptavini, alveg sama hversu hár reikningurinn er. Ofan á seðilgjaldið, sem ýmist heit- ir seðilgjald, þjónustugjald eða til- kynningar- og greiðslugjald á reikningi neytenda, leggst virð- isaukaskattur. Orkuveita Reykjavíkur gefur út 350-400 þúsund reikninga að með- altali um hver mánaðamót. Stærst- ur hluti viðskiptavina, eða um 80%, kýs að fá reikninga sína rafrænt en um 20% notenda fá þá senda til sín í pappírsformi. Samkvæmt verðskrá Orkuveit- unnar kostar 193 krónur að fá reikning sendan heim í klassískum gluggapósti. Sé pappír afþakkaður og reikningur aðeins birtur neyt- anda rafrænt lækkar gjaldið niður í 92 krónur. Hver gjalddagi kostar 206 krónur eða 432 krónur Viðskiptavinir fá að jafnaði tvær kröfur í heimabankann frá Orku- veitunni, í stað þriggja áður. Önnur krafan er fyrir rafmagn og heitt vatn, hin fyrir kalt vatn og frá- veitu. Seðilgjald leggst á báðar kröfurnar. Þar sem Reykvíkingar og nærsveitungar búa jafnan í upp- hituðum húsum með raflögn og rennandi vatni má gera ráð fyrir að allir viðskiptavinir OR greiði þessar tvær kröfur og því tvöfalt seðilgjald. Fyrir vatns- og fráveitureikning á pappír þarf að borga 193 krónur í seðilgjald en fyrir rafmagns- og heitavatnsreikninginn 239 krónur. Fyrir gluggapóstshópinn nemur Orkuveita Reykjavíkur er líklega einn stærsti útgefandi reikninga á landinu. KOSTNAÐUR NEYTENDA VIÐ AÐ FÁ AÐ GREIÐA RAFRÆNA REIKNINGA SÍNA HJÁ ORKUVEITU REYKJAVÍKUR NEMUR 1.854 KRÓNUM Á ÁRI EN 3.888KRÓNUM Á ÁRI EF REIKNINGUR ER SENDUR HEIM. ORKUVEITAN STEFNIR AÐ ÞVÍ AÐ LÆKKA SEÐILGJÖLD UM NÆSTU ÁRAMÓT. Á SÍÐASTA ÁRI INNHEIMTI OR 180 MILLJÓNIR KRÓNA Í SEÐILGJÖLD, ÞAR AF FÓRU 108 MILLJÓNIR KRÓNA BEINT TIL BANKANS. samanlagt seðilgjald því 432 krón- um fyrir hvern gjalddaga. Fyrir þann hóp viðskiptavina sem þiggur rafræna birtingu reikninga kostar það samanlagt 206 krónur á hvern gjalddaga að fá að sjá og borga sínar kröfur. Fyrir rafrænan vatns- og fráveitureikning þarf að borga 92 krónur í seðilgjald en fyrir rafrænan rafmagns- og heitavatns- reikning eru greiddar 114 krónur. Ástæða þess að seðilgjöldin eru ólík eftir kröfum er sú að seðil- gjald á kröfunni fyrir rafmagn og heitt vatn ber 24% virðisaukaskatt en á seðilgjaldið sem rukkað er vegna kalda vatnsins og fráveitu leggst ekki virðisaukaskattur. Gjalddagar eru ekki í hverjum mánuði heldur eru níu gjalddagar á ári. Það þýðir að gluggapóstur með hita, rafmagni, vatni og frá- veitu kostar 3.888 krónur á ári fyr- ir hvern viðskiptavin, en sé rafræn birting nægjanleg þarf viðskipta- vinur að greiða 1.854 krónur á ári hverju fyrir að fá að borga reikn- inga sína hjá Orkuveitunni. Upplýsingafulltrúi segir seðilgjöldin ekki tekjupóst Svokölluð seðilgjöld sem eru lögð ofan á upphæð reikninga til að mæta kostnaði við umsýslu reikn- ingagerðar voru talsvert til um- ræðu á Alþingi fyrir nokkru og enn eru í gildi tilmæli sem þáverandi viðskiptaráðherra lét gefa út um seðilgjöld. Í tilmælunum er meðal annars fjallað um raunkostnað, þ.e. að það sem neytendur eru rukkaðir um í seðilgjöld skuli endurspegla þann kostnað sem liggur að baki stofnun kröfu og gerð reikninga. Að sögn Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitu Reykjavíkur, hefur farið talsverð vinna í það að undanförnu hjá fyr- irtækinu að leitast við að lækka kostnað við reikningagerð, meðal annars með því að sameina reikn- inga á kröfur. „Þetta er ekki tekjupóstur hjá Orkuveitunni, heldur á þetta gjald bara að standa undir kostnaði. Við stefnum á frekari lækkun kostn- aðar við gerð reikninga og munum þá lækka þjónustugjöldin um næstu áramót. Það er ekki hægt að segja til um hversu mikil lækkunin verður, en við leggjum mikinn metnað í að rukka ekki hærra en sem nemur kostnaði.“ 2012 187.978.199 11.897.399 34.727.783 127.194.570 14.018.794 187.838.546 Tekjur vegna seðilgjalda Ytri kostnaður við reikningagerð OR Prentun Póstburðargjöld Banka- og kröfukostnaður Annað (hugbúnaðar- og sérfræðivinna) Kostnaður samtals Seðilgjöld OR og skipting kostnaðar sem þau eiga að standa undir Heimild: Orkuveita Reykjavíkur 2013 187.668.192 12.692.729 29.576.290 111.593.280 34.138.231 188.000.530 2014 180.432.131 14.261.790 34.392.041 108.664.314 20.000.000 177.318.145 Morgunblaðið/Árni Sæberg * Við leggjum mikinn metnað í að rukka ekki hærra ensem nemur kostnaði. Eiríkur HjálmarssonÞjóðmálEYRÚN MAGNÚSDÓTTIR eyrun@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.3. 2015

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.