Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 18
Þar sem lífið snýst um íshokkí N ágrannar okkar í vestri, Kanadamenn, eru skemmtilegur þjóð- flokkur og virðast stundum nær okkur Íslendingum í fasi en Bandaríkjamenn. Er ekki erfitt að ímynda sér að ef sex milljóna manna stórborg myndi verða til á Íslandi myndi hún minna um margt á Toronto. Sumum þykir borgarbragurinn ekki svo ósvipaður New York, en samt er borgin einhvern veginn snyrtilegri, minna kraðak á götum, og öðruvísi stemning í mannlífinu. Á toppi tilverunnar Byrja má dvölina í Toronto á því að leita uppi CN-turninn, sem gnæfir yfir borgina. Þessi himinháa spíra er með stóran útsýnispall nærri toppinum og þeir sem vilja finna hárin rísa geta gengið á gler- gólfi með 342 metra niður á fast land. Smærri útsýnispallur er í 447 metra hæð og þaðan á að vera hægt að sjá allt að 160 km í allar áttir við kjöraðstæður. Eins og vera ber er veitinga- staður í turninum, 360 kallast hann og er verð nokkuð hóflegt miðað við aðra útsýnisveitingastaði. Sam- settur matseðill kostar frá 65 kan- adadölum. Í stuttu göngufæri frá turninum er Frægðarsalur hokkísins, Hockey Hall of Fame. Þökk sé köldum og löngum vetrum hafa Kanadabúar skipað sér í röð með fremstu hokkíþjóðum og landsmenn eru hugfangnir af íþróttinni. Hockey Hall of Fame segir sögu íþrótt- arinnar og setur stærstu hetjurnar á stall. Ef heppnin er með má jafnvel skella sér á leik með borgarliðinu, Toronto Maple Leafs, en heima- leikirnir fara fram í Air Canada Centre. Hokkíleikjunum er hins vegar ekki til að dreifa á sumrin, en þá er kannski hafnabolta- eða ruðn- ingsleikur í gangi í hinum risa- vaxna Rogers Centre-leikvangi sem skartar opnanlegu þaki. Af öðrum áfangastöðum má nefna Royal Ontario Museum, al- hliða safn sem sýnir allt frá risa- eðlubeinum til listmuna frá fram- andi heimshlutum. Þeir sem vilja nota ferðina til innkaupa ættu ekki að verða fyrir vonbriðgum í Eaton Centre, í hjarta borgarinnar, með 175 verslanir undir einu þaki. Draumahús auðmannsins Einn af óvenjulegri áfangastöðum Toronto er svo óðalið Casa Loma. Húsið var byggt snemma á síðustu öld af auðjöfrinum Henry Pellatt, en hann hafði auðgast á rafmagns- sölu og lestarrekstri. Svo tók að síga á ógæfuhliðina, Pellatt sat uppi með risavaxnar skuldir og varð að selja bæði óðalið og innbú- ið fyrir slikk á uppboði. Casa Loma er sannkallaður kast- ali, fallegt dæmi um nýgotneskan stíl og íburðurinn mikill jafnt að utan sem innan. Ljósmynd / Wikipedia - Wladyslaw (CC) ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: TORONTO FJÖLMENNASTA BORG KANADA HEFUR Á SÉR AFSLAPPAÐ OG VIÐKUNNANLEGT YFIRBRAGÐ. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is CN-turninn er helsta kenni- leiti Toronto. Ekki er hægt að sleppa því að taka lyftuna upp á útsýnispallinn. Casa Loma er ævintýralegur kastali, byggður af litríkum auðmanni, en lenti á endanum á uppboði. Ljósmynd / Wikipedia - InSapphoWeTrust (CC) Ferðalög og flakk *Icelandair flýg til Toronto yfir sumartímann, frá 14. maítil 28. september. Er flogið tvisvar á dag til borgarinnar,á mánudögum, fimmtudögum, föstudögum og laug-ardögum. Lent er á Pearson-flugvelli og í augnablikinufáir góðir kostir til að komast þaðan inn í bæinn, nemataka leigubíl eða strætó (sem tekur 60-90 mínútur).Þetta breytist þegar Union Pearson Express-lestin byrjar ferðir í vor og mun fara beint niður í miðbæ á 25 mínútum. Lestartenging opnuð fljótlega Kanadísk matargerðarlist leynir á sér. Kanadamenn eiga sína ein- kennisrétti og margir þeirra end- urspegla skemmtilegan bræðing ólíkra menningarheima. Óformlegur þjóðarréttur Kan- adabúa er poutine, sem finna má til sölu víða í Toronto-borg. Rétt- urinn er bráðeinfaldur og saman- stendur af frönskum kartöflum sem drekkt er í brúnni gravy-sósu og svo osti eða ystingi stráð yfir. Poutine er hreinræktaður skyndibiti og hægt að finna hjá grill- búllum, söluvögnum og einnig hjá kanadískum útibúum alþjóðlegra skyndibitastaða. Þannig er t.d. McDonalds-útgáfan af poutine ekki af- leit, þó matgæðingar vilji kannski frekar leita uppi staði eins og Pout- ini’s House of Poutine sem sérhæfir sig í réttinum. EXTRA BRASAÐAR FRANSKAR Fáðu smá poutine í mallakútinn Ljósmynd / Wikipedia -Hannahrjones (PD)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.