Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.03.2015, Blaðsíða 41
C laire Underwood birtist aftur á skjánum á mánudags- kvöldið á RÚV þegar þriðja serían af House of Cards fór í loftið. Stíllinn á frúnni er eitt- hvað svo áreynslulaus en á sama tíma elegant og vandaður. Fyrirferðarmiklir skartgripir eru ekki að þvælast fyrir, ekkert skraut og lítið um pallíettur. Eini skartgrip- urinn er oft bara dökku gleraugun eða kannski úr, en svona dagsdaglega er bara unnið með vönduð ullarefni og silki – mínimalískt hefðarkattarlúkk með miklum krafti. Það sem einkennir fataskáp frú Un- derwood eru án efa klassískir og vandaðir hnésíðir kjólar. Þeir eru vel sniðnir, ekki of þröngir yfir mjaðmirnar og ekki víðir yfir magann … og kiprast ekki á óheppilegum stöð- um. Íslenskar konur mættu taka frú Underwood til fyrirmyndar og klæðast oftar kjólum í henn- ar stíl. Að eiga tvo kjóla sinn í hvorum litnum getur aldeilis gert mikið fyrir heildarmyndina. Það að vera í kjól undir jakka er mun klæðilegra en að vera í pilsi og bol undir jakka. Með því að vera í kjól erum við ekkert að kötta líkamann niður með óþarfa skiptingum. Allir smáhestar ættu að vera meðvitaðir um þetta. Með því að vera í einu stykki undir jakka sýnumst við örlít- ið hávaxnari … (sumar þurfa einfaldlega á því að halda). Í allri víðu tískunni sem er að gera allt band- vitlaust þetta misserið, eins og víðar kápur og stór og mikil ponsjó yfir axlirnar, er svo gott að eiga einfalda kjóla í anda Underwo- od í fataskápnum og nota þá sem grunn. Þannig getum við algerlega náð fram því besta í eigin fari, verið með puttana á tískupúlsinum en samt ekki eins og einhver tískufórn- arlömb. Þroskaðar konur gera nefni- lega ekki slík byrjendamistök að vera þrælar tískunnar. Nú svo er það þetta þverrönd- ótta sem verður svo ógurlega mikið málið í sumar. Þverröndótt er reyndar alltaf inn hjá ákveðnum hópi sem kýs að fara sigl- andi á milli staða. En nú er það málið þvert yfir, hjá ungum og öldnum. Þverröndótt er pínulítið Underwood, eða allavega þegar afslapp- aða týpan af henni er í forgrunni. Mér finnst mikilvægt að koma því á framfæri að það er ekki bara „heilarmyndin“ á frú Underwood og allur hennar lekkeri fataskápur sem heillar. Krafturinn sem fylgir þessum karakter er einstakur og þegar við erum eitthvað litlar í okk- ur eða á röngunni og finnst heim- urinn eitthvað ósanngjarn ættum við að bæta smá Underwood í lífið. Konur þurfa að taka hana sér til fyrirmyndar. Þær eiga að hugsa stórt og ekki láta neitt stoppa sig. Það er nefnilega allt í lagi að vera svolítið eins og hún; með vandað yfirbragð en samt smádólgur undir niðri. Sagan sýnir það nefnilega að of prúðar konur hafa sjaldnast náð langt í lífinu … martamaria@mbl.is 8.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 Fatastíll óþekkra kvenna Þessir bolir fást í Vero Moda. Þessi kjóll er úr Zöru. Röndóttur kjóll úr Lindex. Kápa frá Malene Birger fæst í Evu á Laugavegi. Kjólasafn Underwood er áberandii fallegt. Sokkastuð Spariföt fyrir fætur Kastaðu af þér skónum og haltu partý í gólfhæð með doppóttum, munstruðum og vorlegum sok- kum á 600 kall parið. Sendum í póstkröfu. S: 528 8200 Villidýr á verði tiger.is · facebook.com/tigericeland Morgunblaðið gefur út þann 12. mars glæsilegt sérblað um HönnunarMars –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12, mánudaginn 9. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Hátíðin verður haldin víðs vegar um Reykjavík þar sem saman koma íslenskir hönnuðir og sýna fjölbreytt úrval nýrrar íslenskrar hönn-unar og arkitektúrs af margvíslegu tagi. HönnunarMars DesignMarch Reykjavík 12.-15.03.2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.