Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 7
7 bókasafnið 34. árg. 2010 koma skikki á safnið. En þetta var bara ígripavinna hjá mér í byrjun.“ Svo gerðist það að Björn Sigfússon háskólabókavörður fékk það verkefni að fara í ríkisstofnanir og kanna hvernig ástandið væri á bókasöfnum þeirra. Hann kom á Orkustofnun og var undrandi að Guðrún skyldi nota þetta þýska kerfi og hrósaði henni fyrir að hafa komið því í notkun. Eftir úttekt Björns kom svo að því að ríkisstofnanir voru skyldaðar til að ráða einhverja til starfa til að annast bókasöfnin. Ástandið var með besta móti á Hafrannsóknarstofnun þar sem Óskar Ingimarsson var umsjónarmaður með safninu og á Veðurstofunni þar sem Svanlaug Baldursdóttir vann, auk Orkustofnunar. Eftir þetta var Guðrún ráðin í fasta vinnu við bókasafnið En hvernig stóð á því að þú fórst að læra bókasafnsfræðina? „Þegar ég var komin með bókasafnið á mína ábyrgð var Svanlaug Baldursdóttir nýbúin í náminu en hún var fyrsti útskrifaði bókasafnsfræðingurinn frá Háskóla Íslands 1964. Ég man sérstaklega eftir viðtali við hana sem vakti athygli mína á þessu námi. Mér fannst þetta spennandi og auk þess fannst mér ég þurfa að bæta við þekkingu mína til að sinna starfinu betur. Annað mál var að þegar ég var að byrja með bókasafnið máttu stofnanir ekki borga fólki almennilega sem ekki hafði próf í þeirri grein sem það vann við. Ég var svo heppin að stofnunin var jákvæð í minn garð og óskaði eftir því að ég lærði til starfans. Þar sem þetta nám var samkvæmt beiðni fékk ég að sækja tímana í vinnutímanum. Jakob Björnsson sem þá var orkumálastjóri hvatti mig til þess að fara í skóla og afla mér réttinda. Ég fór því og sat í tímum hjá Birni Sigfússyni og Ólafi Hjartar.“ „Á þessum tíma voru aðalfögin flokkun og skráning. Við lásum Bókasafnsritið sem þeir höfðu samið, Björn og Ólafur. Við fundum okkur auk þess bækur og lásum um prentsögu og annað sem við gátum náð í. Björn var fróður um alla hluti. Hann hafði farið út og skoðað söfn á Norðurlöndunum og hann var mjög vel respekteraður af kollegum sínum á öðrum háskólasöfnum. Ólafur Hjartar hafði lært í Bretlandi og kenndi flokkun og bókfræði. Þegar ég fór í námið taldi Björn að ég þyrfti ekki að fara í námsvinnu því ég ynni á bókasafni, en þetta var ekki rétt hjá honum því ég hefði haft gott af að sjá hvað verið var að gera í öðrum söfnum. Tímarnir voru á eftirmiðdögum og laugardögum svo þetta hentaði vel með vinnu. Kennslan fór fram í Benediktssafni sem var hluti af Háskólabókasafninu. Lokaverkefni mitt í bókasafnsfræðinni var skrá um tímaritakaup í ríkisstofnunum og því lauk ég 1967. Ástandið var mjög bágborið víða og þetta verkefni varð svo grunnur að samskrá um erlend tímarit sem síðan var stækkuð og náði til fleiri stofnana. Eflaust hef ég hrist upp í einhverjum stofnunum með þessari könnun minni.“ Þó Guðrún væri búin að taka þrjú stig í bókasafnsfræðinni var hún samt ekki með tilskilin réttindi því hún þurfti að ljúka formlegu háskólaprófi eða að minnsta kosti B.A.-prófi. Hún skráði sig þá fyrst í dönsku, en þar var skyldumæting svo það gekk ekki. Um þetta leyti, eða 1969, hófst kennsla í jarðfræði og þá lá beint við að hún færi í jarðfræði þar eð kjarni safnsins voru jarðfræðibækur. Guðrún tók því tvö stig í jarðfræði. Aðalkennarinn var á þessum tíma Sigurður Þórarinsson og hún segir að það hafi verið mjög gaman í jarðfræðinni og námið kom sér einnig mjög vel fyrir það verk sem Guðrún var að vinna á Orkustofnun. Á þessum tíma var B.A.-prófið fimm stig en verið var að breyta því þannig að það þurfti sex stig og annað hvort tvær B.A.-ritgerðir eða eitt stig í þriðju greininni. Þórhallur Vilmundarson var þá deildarforseti í heimspekideild og var gamall bekkjarbróðir Guðrúnar. Hún sótti um að fá að ljúka B.A.-prófinu eftir gamla kerfinu og skrifaði deildarforseta bréf um málið enda fannst henni ekki henta sér að skrifa lokaritgerð í jarðfræði. En beiðni hennar fékk neikvæðar undirtektir og þá þurfti hún enn að finna nýja grein til þess að ljúka prófinu. Álfrún Gunnlaugsdóttir var þá að byrja að kenna almenna bókmenntafræði og Guðrún tók þá ákvörðun að skrá sig í bókmenntirnar. Hún segist alltaf haft bækur í kringum sig og þetta nám þótti henni sérstaklega skemmtilegt. B.A- prófinu lauk hún svo 1972 enda þótt B.A.-ritgerðin hafi verið unnin 1967 og því númer tvö af þeim sem útskrifast hafa frá Háskólanum. Hvað vannstu lengi á Orkustofnun? „Það var nú ekki alveg ljóst, því eins og ég sagði þér þá byrjaði ég í lausavinnu við útreikninga á mælingum og síðan teikningar. Þegar farið var að reikna út lífeyrissjóðsréttindi mín Á Bókasafni Orkustofnunar. Guðrún Gísladóttir og Siglinde Sigurbjarnarson bókavörður. Á Bókasafni Orkustofnunar. F.v. Sigríður Valdimarsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Erla Sigþórsdóttir og um öxl lítur Guðmunda Andrésdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.