Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 13
13 bókasafnið 34. árg. 2010 vegar og bókasafn hins vegar og eru einingarnar læsanlegar hvor fyrir sig. Með því móti er hægt að hafa eitt geymslurými fyrir bókasafn og skjalasafn og spara kostnað og rými. A-hlutinn: Hér eru geymdar bækur /tímarit bókasafnsins, Haraldssafn, og átthagadeildin, um það bil 600 hillumetrar. Þessi hluti tekur um 35.900 bækur en nú eru um 27.000 safngögn í geymslu. B- og C-hlutinn: Geymslur fyrir héraðsskjalasafn og ljósmyndasafn, um það bil 1200 hillumetrar. C-hlutinn: Þessi hluti er með römmum sem eru sérstaklega gerðir fyrir ljósmyndir í römmum og málverk eða hluti sem þarf að hengja upp. Þessi hluti er 200 hillumetrar. Lofthæð var nýtt eins og hægt var, eða í 2,5 m hæð, og samtals eru skáparnir 2000 hillumetrar og taka um 130 m² gólfpláss. Skjalageymslan er umlukin eldvarnarveggjum og ýtrasta öryggis er gætt. Hitstig er haft um 17°C +/-2 og er sér hitastýring fyrir skjalageymlsu. Tæknirými er fyrir ofan skrifstofur og skjalageymslu. Þar er stýring fyrir vélræna loftræstingu, öryggiskerfi og netþjóna. Öryggiskerfi Í safnahúsnæðinu er innbrota- og brunaviðvörunarkerfi og aðgangsstýrikerfi. Slíkur öryggisbúnaður var ekki í gamla húsnæðinu og var meðal annars ein forsenda þess að söfnin voru flutt. Að lokum Mjög góð aðsókn hefur verið að söfnunum í nýju húsakynnunum og eru útlán Bókasafns Akraness árið 2009 um 4% fleiri en árið áður, þó svo lokað hafið verið í tvo mánuði. Lánuð voru 58.401 safngögn en til samanburðar voru útlán árið 2008 56.156 safngögn. Útlán hafa farið vaxandi síðastliðin þrjú ár og verður fróðlegt að sjá hver framvindan verður í nýjum húsakynnum. Árið 2009 voru að meðaltali 8,9 gögn lánuð til hvers íbúa á Akranesi, árið 2008 8,4 safngögn á íbúa svipað og árið 2007, 8,3 safngögn á íbúa. Lánþegum hefur fjölgað og eru nú 1726 en voru 1472 í árslok 2008. Bókasafnið fagnaði 145 ára afmæli 6. nóvember 2009, eða um það leyti sem starfsemi hófst að Dalbraut 1. Af því tilefni var ný vefsíða tekin í notkun, en hún er að formi til eins og vefsíða Akaneskaupstaðar. Þetta er þriðja útgáfa af vefsíðu Bókasafns Akraness og þar má nálgast ýmsan fróðleik um safnið. Slóðin er www.bokasafn.akranes.is „Illa gengur annars með stjórnina á stiftisbókasafninu“ Illa gengur annars með stjórnina á stiftisbókasafninu. Eg skrifaði stjórnendunum til, mig minnir heldur í marz en apríl í vetur, um að fá nokkrar bækur á safnið, sem þá voru hér á boðstólum fyrir hálfvirði, en hef ekkert svar fengið enn. Þar á meðal var ættartöluhandrit, 2 bindi í 4to, frá síra Sigurði á Útskálum, sem þeir feðgar Espólín höfðu átt og supplerað, og þar á eftir Ó. Snóksdalín. Það átti að kosta 4 rdl, en var orðið nokkuð rotið aftan og framan, en þó læsilegt. Aftur hef eg orðið þess var, að í það vantar á stöku stað blöð. Mig minnir Benedikt lögmaður Þorsteinsson hafi samið þær ættartölur fyrstur. Nú fer ég annars bráðum að knýja á nefndina um skápana, sem hún hefur lofað mér á bókasafnið, og þá gæti eg komið handritunum betur fyrir en áður, ef eg fengi nokkurn styrk, en eg get varla ráðizt í mikið, þó eg fái 30-40 rdl fyrir frammistöðu mína um árið. Úr bréfi Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara og stiftsbókavarðar í Reykjavík til Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn 4. september 1855. Úr fórum Jóns Árnasonar, fyrra bindi, Hlaðbúð, Reykjavík, 1950, bls. 48-49.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.