Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 42
42
bókasafnið 34. árg. 2010
Tafl a 1 – Greining á nýskráningum fyrir árin 2007,
2008 og 2009, námsritgerðir og greinifærslur eru
undanskildar
Ár Nýtt efni Eldra efni
2007 14.307 24.270
2008 14.494 25.250
2009 11.556 19.479
Samkvæmt mynd 7 og töfl u 1 er ljóst að u.þ.b. 60% af
árlegum viðbótum í Gegni er efni sem er gefi ð út meira en
þremur árum áður en það er skráð. Þetta vísar fyrst og fremst
til þess að afturvirk skráning er enn í gangi hjá aðildarsöfnum
Gegnis þó vissulega sé útgáfuár nýrra aðfanga mismunandi.
Efnahagskreppan hefur haft umtalsverð áhrif á fj ölda
skráninga í Gegni, óháð því hvort litið er til heildarfj ölda
skráninga, skráningar nýs eða eldra efnis. Samdráttur í
skráningu á milli áranna 2008 og 2009 er í heild 19%, skráning
á nýlega útgefnu efni samkvæmt skilgreiningu (mynd 7) hefur
dregist saman um 20% og skráning á eldra efni um 23%. Það
kemur á óvart að skráning á eldra efni hefur dregist enn meira
saman en skráning á nýlegu efni. Í megindráttum eru áhrif
efnahagskreppunnar mikill samdráttur í skráningu óháð því
hvort horft er á nýtt eða eldra efni.
0
5,000
10,000
15,000
20,000
25,000
30,000
2007 2008 2009
Árleg viðbót
greind e8ir aldri gagna
Ný< efni
Eldra efni
Mynd 7: Árleg viðbót, greind eftir aldri gagna. Þessi mynd sýnir
útgáfualdur nýskráðra gagna í Gegni árin 2007, 2008 og 2009.
Gögnunum er skipt í nýtt og eldra efni. Undir nýtt efni falla hér gögn
sem komu út innan næstliðinna þriggja ára. Eldra efni er gefi ð út meira
en þremur árum áður en skráð er. Hér er verið að skoða útgáfuefni,
það er ekki verið að greina hluta af útgáfu, eins og tímaritsgreinar,
bókarkafl a, lög eða stök tónlistarverk (greinifærslur). Námsritgerðir
háskólanna eru einnig undanskildar. Á myndinni sést að nýskráning
útgefi ns efnis í Gegni var svipuð árin 2007 og 2008 en fj öldi skráninga
dregst mikið saman árið 2009.
Niðurlag
Í þessari samantekt hefur verið reynt að varpa ljósi á nokkrar
tölur úr bókfræðigrunni Gegnis. Bókfræðigrunnurinn var bæði
greindur sem heild og einnig voru árlegar viðbætur greindar.
Eftirfarandi tölur úr bókfræðigrunninum voru settar fram:
bókfræðifærslur í Gegni eftir skráningartíma, greining eftir
útgáfuformi í árslok 2009, greining í barna- og fullorðinsefni
og eftir tungumálum fyrir bókfræðigrunninn sem heild og
einnig viðbótina fyrir 2009. Ennfremur voru árlegar viðbætur
þriggja ára greindar eftir aldri gagna.
Samanburður á upplýsingum úr bókfræðigrunni Gegnis
getur verið varasamur en kóðun bókfræðifærslna hefur
bæði batnað og breyst seinustu árin með samræmdum
reglum og fræðslu. Þegar rýnt er í gögnin má sjá að ákveðnir
efnisfl okkar geta drukknað í heildinni. Þetta á t.d. við um efni
ætlað börnum sem er lítt áberandi í Gegni eða um 40.000
titlar og einungis um 4% af heildinni. Af þessu er greinilegt að
nauðsynlegt er að leita leiða til þess að auðvelda börnum að
notfæra sér Gegni.
Aðföng bókasafna á ensku hafa aukist mjög síðustu árin
á kostnað annarra erlendra tungumála. Norðurlandamál
láta stöðugt undan síga og voru gögn á þeim tungumálum
árið 2009 8% nýskráninga í kerfi ð. Þegar á heildina er litið er
tæplega þriðjungur efnis í Gegni á íslensku. Árlegar viðbætur
íslensks efnis eru hlutfallslega minni en það, jafnvel þótt
íslenskan haldi betur hlut sínum í nýskráningum en gögn á
erlendum tungumálum.
Árlegar viðbætur í bókfræðigrunn Gegnis tengjast
efnahagsástandinu. Umtalsverður samdráttur varð á árlegri
viðbót við bókfræðigrunninn í efnahagskreppunni árið 2009.
Samdrátturinn á jafnt við um skráningu eldra og nýrra efnis.
Heimildir um tölulegar upplýsingar:
Hildur Gunnlaugsdóttir, Sigrún Hauksdóttir (2009). Tölur úr
bókfræðigrunni Gegnis : greinargerð um söfnun og úrvinnslu
tölulegra upplýsinga. Skýrsla, birt á vef Landskerfi s bókasafna
http://www.landskerfi .is undir yfi rskriftinni Tölfræði Gegnis
Hildur Gunnlaugsdóttir, Sigrún Hauksdóttir (2010). Tölur
úr bókfræðigrunni Gegnis : greinargerð um söfnun og
úrvinnslu tölulegra upplýsinga til ársloka 2009. Skýrsla, birt
á vef Landskerfi s bókasafna http://www.landskerfi .is undir
yfi rskriftinni Tölfræði Gegnis.
Abstract
The heart of Gegnir
Gegnir, www.gegnir.is, is the union catalog of Icelandic
libraries. The purpose of this article is to refl ect in numbers
on the union catalog. The statistical analysis is a cooperative
project between the Consortium of Icelandic Libraries,
the National and University Library of Iceland and the
Reykjavík City Library. The goal is to gather information on
the bibliographic database in order to determine factors like
the number of active titles, how many titles are for children,
which languages are presented etc.
The union catalog is the heart of the unifi ed Icelandic library
system. The setup is a single bibliographic database which all
participating libraries either catalog into or connect holdings
to the existing bibliographic records. The catalog is a shared
responsibility of the libraries. The adminstrative body is the
Cataloging Council and its’ purpose is to control the quality of
the database by deciding on rules and regulations.
For comparison the statistical analysis is based on the whole
database and yearly additions. The following fi gures were