Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 48

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 48
48 Borgarbókasafn Reykjavíkur nírætt Anna Torfadóttir Borgarbókasafn Reykjavíkur. Hvað næst? Á íslenskan mælikvarða eru níutíu ár hár aldur menningar- stofnunar sem hefur alla tíð skipt miklu máli í samfélaginu og, sem stærsta almenningsbókasafn landsins, oft varðað veginn. Í níutíu ára sögu Borgarbókasafns hefur margt breyst en síðasta áratuginn hefur mesta breytingin falist í stór - bættu húsnæði. Í byrjun ársins 1997 skrifaði ég loka- kafl ann, „Framtíðarsýn“, í grein Þórdísar Þorvaldsdóttur um Borgar bókasafn sem birtist í ritinu „Sál aldanna“. Mesta tilhlökkunarefnið í þeirri framtíðarsýn var að ljóst var að aðal- safn flytti í nýtt húsnæði innan fárra ára, það er árið 2000. Sá flutningur reyndist vera bylting í starfsemi safnsins. Þá hafa Kringlusafn og Ársafn ásamt nýjum bókabíl og sögubíl bæst við á síðasta áratug og vonandi er þess ekki langt að bíða að Grafarvogsbúar fái nýtt bókasafn. Stórbætt aðstaða fyrir gesti og starfsmenn þýðir betri samastaður og tækifæri til að fjölga viðburðum af ýmsu tagi. Ekki aðeins hefur vinnuaðstaða starfsmanna breyst til hins betra heldur einnig aðstaða til símenntunar og starfsþróunar. Sjálfsafgreiðsla var tekin upp árið 2007. Sú breyting minnkaði vinnuálag á starfsmenn og gaf þeim svigrúm til að sinna fjölbreyttari verkefnum og þjóna gestum á annan hátt. Þegar litið er til baka tel ég að auk stærra og betra hús- næðis hafi kannanir haft mikil áhrif á starfsemi safnsins. Könnunum þessum má skipta í þrennt, þjónustukannanir meðal borgarbúa og meðal gesta og starfsmannakannanir. Safnið gerði sína fyrstu þjónustukönnun meðal borgarbúa árið 1996 með 1200 manna slembiúrtaki úr þjóðskrá. Þátttakendur voru spurðir 17 spurninga. Niðurstöður þessarar viðamiklu könnunar komu að miklu gagni næstu misserin. Árið 1998 var gerð starfsmannakönnun innan Borgarbókasafns. Fyrsta þjónustukönnun Reykjavíkurborgar, að minnsta kosti á síðari árum, var gerð rétt fyrir aldamótin og hafa þær verið gerðar af og til síðan. Starfsmannakannanir hafa verið gerðar reglulega undanfarin ár. Þessar kannanir eru mikill styrkur við að meta stöðuna og móta stefnu safnsins. Það er sérstaða almenningsbókasafna nútímans, sem eru rekin af almannafé, að þar getur hver sem er fengið bækur og annað útgefið efni að láni án endurgjalds eða með því að greiða lágt árgjald. Vitaskuld er starfsemi almenningsbókasafna nútímans miklu fjölbreyttari en þetta og eru áratugir síðan menn fóru að tala um að hugtakið „bókasafn“ væri alltof þröngt og ekki nógu lýsandi fyrir alla þá menningarstarfsemi sem þar fer fram. Útlán hafa samt sem áður hingað til verið grundvöllur starfseminnar og fjölbreyttur og vandaður safnkostur verið aðalsmerki góðra almenningsbókasafna. Nú eru miklar breytingar hafnar með tilkomu rafbóka og annars efnis sem menn geta nálgast og notið án aðkomu bókasafna. Snjóboltinn er farinn af stað með æ meira framboði á efni og nú með notendavænum og þægilegum lestöflum. Menn lesa nú æ meira af skjá í stað pappírs. Í mörg ár hefur fólk vanist því að lesa tímaritsgreinar, dagblöð og kennsluefni rafrænt. Nú býðst skáldskapur og fræðirit (heilu bækurnar) í vaxandi mæli á rafrænu formi. Fólki yngra en 40 ára þykir Borgarbókasafn Reykjavíkur er nírætt um þessar mundir. Landsstjórnin ákvað árið 1919 að stofnað yrði alþýðubókasafn í Reykjavík. Það var stofnað 18. nóvember 1920 en hóf starfsemi 19. apríl 1923. Í grundvallaratriðum er starfsemi almenningsbókasafna hin sama og fyrir 90 árum, en margt hefur þó breyst og ef til vill stöndum við frammi fyrir enn meiri breytingum á komandi árum. Nýr safnkostur hefur bæst við, svo sem tónlist, kvikmyndir og myndasögur, og að undanförnu hefur hefur ýmisleg starfsemi færst í vöxt önnur en bein útlán safnkosts, svo sem allskyns menningartengdir viðburðir. Í tilefni afmælisins lítur Anna Torfadóttir borgarbókavörður fram á veginn, við lítum inn í myndasögudeild safnsins, sem fagnar tíu ára afmæli sínu, og fáum yfirlit yfir fjölmenningarlegt starf sem hefur blómstrað á safninu að undanförnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.