Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 20
20 bókasafnið 34. árg. 2010 gífurlega. Auk gagnagrunna sem gerast þarf áskrifandi að er fjöldinn allur af vefsíðum, ókeypis og gegn gjaldi, sem nýtast bæði fagfólki og lesendum. Hjálpartækin eru í hraðri þróun hvað umfang, eiginleika og aðgengi varðar. Dæmi um gagnagrunna sem fagfólk notar og mælir með eru NoveList frá Ebsco, What do I read next? frá Gale, Fiction connection frá Gale og Readers advisor online frá Libraries unlimited (Moyer, 2008; Chelton, 2003; Saricks, 2005; Kuzyk, 2006; Roncevic o.fl., 2008). Af vefsíðum sem bókasafns- og upplýsingafræðingar benda á sem fýsilega kosti fyrir ráðgjafa og lesendur má nefna What should I read next? (www.whatshouldireadnext. com), Booklist online (www.booklistonline.com), What´s next? (ww2.kdl.org/libcat/WhatsNextNEW.asp), Whichbook (www.whichbook.net), Overbooked (www.overbooked. org), Goodreads (www.goodreads.com), Library thing (www. librarything.com) og Shelfari (www.shelfari.com) (Moyer, 2008; Saricks, 2005; Kuzyk, 2006). Bóksöluvefir geta líka verið mjög góðar upplýsingalindir og er Amazon.com eitt besta dæmið um það. Síðast en ekki síst hjálpartækja og gott dæmi um áhrif Internetsins á samskipti bókasafns- og upplýsingafræðinga ber að nefna póstlista, blogg og umræðuvefi. Þekktastur þeirra er líklega Fiction_L. Vefmiðillinn, sem hannaður var 1995 af bókasafns- og upplýsingafræðingum Morton Grove Public Library, er vettvangur ætlaður bókasafns- og upplýsingafræðingum almenningsbókasafna en öðrum áhugasömum bókaunnendum er velkomið að taka þátt (Morton Grove Public Library, 2008). Fiction_L er mikið notaður og telur Saricks (2005) velgengni listans vera lýsandi dæmi um samstarfseðli ráðgjafaþjónustu við lesendur og gagnsemi þess að deila reynslu og þekkingu. Mat á hjálpartækjum En hvernig nýtast hjálpartækin og hvernig er best að nota þau? Hvað þarf að hafa í huga við val á hjálpartækjum fyrir safnið og viðskiptavini þess? Í meistaraprófsritgerð sinni árið 2001 greindi Quillen frá úttekt og samanburði á hjálpartækjum sem notuð eru í ráðgjafaþjónustu við lesendur. Til skoðunar valdi hún fjögur hjálpartæki. Þrjú þeirra voru tölvutæk, Amazon.com, Novelist og What do I read next og eitt þeirra, Now read this, var á prenti. Niðurstöður Quillen (2001) bentu til að allt væru þetta góð hjálpartæki til að aðstoða viðskiptavini með fyrirspurnir en ekkert þeirra væri hinn fullkomni upplýsingabrunnur. Því væri ráðlegt að nota þau öll og það krefðist færni að sjá hvert þeirra hentaði best hverju sinni. Adkins og Bossaller (2007) gerðu úttekt á þremur tegundum tölvutækra hjálpartækja: Bókaverslanir á Internetinu, gagnagrunnar ætlaðir ráðgjafaþjónustu við lesendur og rafrænar bókaskrár tveggja ónefndra safna. Bókaverslanirnar voru Amazon.com og BarnesandNoble.com og gagnagrunnarnir voru NoveList og What do I read next. Niðurstöður sýndu, líkt og niðurstöður úr rannsókn Quillen, að hjálpartækin bæta hvert annað upp. Netverslanir nota fleiri aðgangspunkta (e: access points) og af meiri samkvæmni en hinar tegundirnar og bókasafns- og upplýsingafræðingar telja þær almennt mjög gagnleg hjálpartæki. Sé árangur metin í magni upplýsinga eru hann mjög góður. En sem leitartæki eru þær ekki gallalausar og viðmót þeirra er gjarnan erilsamt og einkennist af ofgnótt upplýsinga og auglýsingum. Vegna efnisorðagjafar og ritdóma gagnagrunnanna veita þeir gjarnan aukaupplýsingar sem ekki er að finna í netverslununum og reynast þeir oft betur til að finna eldri bækur. Til að leita að ákveðnum titlum eða bókum sem upplýsingar liggja þegar fyrir um er tiltölulega hagkvæmt að nota skrár safnanna (Adkins og Bossaller, 2007). Vefsíður bókasafna Umræður fagfólks um upplýsingaþjónustu á vefsíðum safna snúast nú um að móta staðla og reglur um framkvæmd. Í tveim ritum RUSA (2004) eru leiðbeiningarreglur fyrir bókasöfn sem veita þjónustu á Internetinu. Hvorki þar né í öðrum slíkum skrifum um rafræna upplýsingaþjónustu fannst sérstök umfjöllun eða leiðbeiningar um ráðgjafaþjónustu við lesendur. „Í allri þessari mótunarvinnu hefur ráðgjafaþjónustu við lesendur enginn gaumur verið gefin. Hún virðist vera svo til ósýnileg í fagskrifum um rafræna upplýsingaþjónustu.“ (Trott, 2005, bls. 211). Í meistaraprófsritgerð sinni greindi Kelly (2000) frá niður- stöðum rannsóknar sinnar á vefsíðum bandarískra bókasafna. Aðeins rúmlega tíu prósent þeirra 530 vefsíðna sem hann skoðaði buðu upp á raunverulega ráðgjafaþjónustu við lesendur. Átt er við þjónustu eða efni skapað af starfsmönnum safnsins eða viðskiptavinum þess (t.d. bókalistar, umsagnir og gagnrýni) en ekki tengla í aðrar síður og í hjálpartæki á Internetinu. Í eigindlegri rannsókn í Kanada þar sem tekin voru viðtöl við 194 manneskjur sem lögðu mikla stund á yndislestur var meðal annars spurt út í ferlið við að velja sér bækur. Í ljós kom að skáldsagnaunnendur nota handahófsleit og treysta á fundsæld þegar þeir leita að bókum í hillum bókasafna (Ross, 1999). Stiklutexti vefsíðna höfðar til þessara leitaraðferða skáldsagnaunnenda. Það er ekki tilviljun að í ensku eru sömu orðin, að vafra og vafri (e: browse/browser), notuð um leit í bókahillum safna og í stiklutextaumhverfi veraldarvefsins. Vefurinn er því ákjósanlegasta leitarverkfærið fyrir skáldsagnaunnendur (Nielsen, 2005). Bókasöfn geta tekið tillit til þess við skipulagningu og framsetningu efnis fyrir skáldsagnaunnendur á vefsíðum sínum. Önnur kynslóð Internetsins Minnst hefur verið á bókavefsíðurnar LibraryThing og Shelfari. Þær eru svokölluð félagsnet og eru dæmigerðar fyrir aðra kynslóð Internetsins að því leyti að notendur geta tekið virkan þátt og mótað efni síðunnar. Slíkar síður eru vinsælar meðal bókaunnenda og framsýn bókasöfn eru þegar farin að kanna möguleika þeirra (Moyer, 2008). Wyatt (2007) segir þessa möguleika umbreyta ráðgjafaþjónustu við lesendur og skapa úrvals tækifæri til að stefna að æðsta takmarki hennar, þ.e.a.s. að hlúa að lestrarsamfélögum, örva allar samræður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.