Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 16

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 16
16 bókasafnið 34. árg. 2010 eður lífs og ævisögur. Ritið er þýtt úr dönsku af Þorsteini Ketilssyni prófasti í Vaðlaþingi og er prentað á Hólum í Hjaltadal árið 1756. Ýmsar merkar bækur á erlendu máli eru einnig hluti safnsins. Þar má með þeim merkustu telja bók sem ber fangamark Brynjólfs biskups Sveinssonar (1605–1675). Hér er um að ræða Gyðingasögu eftir Josephus Flavius, prentaða í Genf í Sviss árið 1634. Ekki er vitað um sögu eintaksins eftir 1810 uns það kemst í eigu Páls, en á því eru fleiri áritanir en fangamark biskups, sem er táknað með LL (lupus loricatus = brynjaður úlfur). Ártalið 1658 er einnig skrifað á titilblaðið og er talið að þar sé um að ræða árið sem Brynjólfur kaupir bókina. Auk þessa standa stafirnir OI og SS og Thorvaldus Bödvarius við hlið annars ártals: 1732. Ekki er vitað hvað fyrri skammstöfunin táknar, en Páll taldi líkur á því að SS stæði fyrir nafn séra Sigurðar Sigurðssonar, sem var prestur í Holti í Önundarfirði á árunum 1730-1760. Sigurður var sonur Sigurðar Jónssonar prests í Holti sem giftur var Helgu Pálsdóttur, dóttur Páls Björnssonar í Selárdal (1621-1706) sem var einna kunnastur fyrir hlut sinn í galdraofsóknum 17. aldar. Páll var settur prestur í Selárdal árið 1645 af Brynjólfi biskupi og giftist Helgu Halldórsdóttur ári síðar, en Helga var systir Margrétar konu biskups. Páll Jónsson taldi þetta styðja það að bókin hefði á sínum tíma verið flutt frá Selárdal að Holti í Önundarfirði með Helgu Pálsdóttur, en hún var elst barna Páls og Helgu Halldórsdóttur, fædd 1650. Hún giftist (árið 1671) Sigurði Jónssyni (1643-1730) sem var aðstoðarprestur í Holti 1669-1680 og prestur þar frá 1680 til dauðadags. Bókin lendir svo að líkum hjá Sigurði syni hans (1684-1760) sem verður aðstoðarprestur í Holti árin 1709-1730 og prestur þar frá 1730 til dauðadags. Það er síðan vitað um bókina að sr. Þorvaldur Böðvarsson kaupir hana árið 1810, væntanlega af afkomendum sr. Sigurðar Jónssonar og Helgu Pálsdóttur. Sr. Þorvaldur fer síðar að Melum í Melasveit og endar þar sinn prestsskap árið 1836, þá 78 ára gamall. Hvort bókin var þá enn í eigu hans er ekki vitað. Elst bóka í Pálssafni er eitt rita Marteins Lúthers, prentað í Wittenberg árið 1521.  Þar er einnig  Biblia laicorum eða Leikmannabiblía eftir Johann Auman, sem prentuð var á Hólum 1599 í þýðingu Guðbrands biskups. Þetta er elsta íslensk bók í Pálssafni. Af öðrum Íslendingum frá fyrri tíð, sem hafa áritað eintök í Pálssafni, má nefna Skúla Magnússon landfógeta, sr. Þorstein Helgason í Reykholti og skáldin Þorstein Erlingsson og Einar Benediktsson sem áritað hafa eigin verk. Áritaðar bækur frá seinni tíð eru nær óteljandi. Árið 1993 barst bókasafni Páls Jónssonar í Safnahúsi kærkomin sending frá gefanda sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hér var um að ræða elsta og fágætasta tímarit íslenskt, Islandske Maaneds Tidender, sem prentað var í Hrappsey og Kaupmannahöfn á árunum 1773-1776. Þegar þetta er skrifað er enn ekki vitað hver gefandinn er, en tímaritið er vel varðveitt í Pálssafni. Verið er að bæta almennt aðgengi að Pálssafni og kynna bókakost þess fyrir almenningi og fræðimönnum, m.a. með því að skrá bækurnar í Gegni eftir sérhönnuðu kerfi sem hentar safninu. Safnið er deild í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar og er stillt upp í sérstöku rými. Þar hafa fræðimenn aðgengi að bókunum samkvæmt sérstökum reglum, en þær eru ekki til útláns. Sérstök þriggja manna fagstjórn er um málefni Pálssafns og er hún skipuð Ásu Ólafsdóttur systurdóttur Páls, Ólafi Pálmasyni mag.art. og Guðrúnu Jónsdóttur forstöðumanni Safnahúss. Lokaorð Í erindi við opnun Pálssafns árið 1989 líkti Ólafur Pálmason Páli við sveininn í ævintýrinu sem hélt ungur út í heim en galt fósturlaunin með feng sínum við heimkomuna. Páll Jónsson hleypti heimdraganum aðeins 16 ára gamall. Þrátt fyrir að langt væri um liðið hugsaði hann heim þegar að leiðarlokum kom mörgum áratugum síðar. Þá ákvað hann að láta ekki leysa safnið upp heldur gefa það óskipt upp í Borgarnes. Stofnað hefur verið til þessa fágæta og fallega bókasafns af stakri natni og þekkingu. Það gefur dýrmæta innsýn í þann mikla menningararf sem bókakostur landsins er og undirstrikar jafnframt mikilvægi þess að hann sé vel varðveittur fyrir komandi kynslóðir. Safnahúsi Borgarfjarðar er heiður að því að fá að gæta bókasafns Páls Jónssonar, enda ber að líta á safnið sem eina af gersemum þjóðarinnar. Heimildaskrá Bragi Óskarsson. 1983. „Þess svenska Gústavs landkróns og þess engelska Bertolds fábreytilegar Róbinsons eður lífs og ævisögur.“ Rætt við Pál Jónsson. Morgunblaðið, 13. febrúar. Böðvar Kvaran. 1995. Auðlegð Íslendinga. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. Jóhann Gunnar Ólafsson. 1971. Bækur og bókamenn. Almenna bókafélagið, Reykjavík. Morgunblaðið 1999. Hlaut Pálsvörðuna. 1. apríl. Ólafur Pálmason. 1991. Páll Jónsson og bókasafn hans. Sérprentun úr Árbók Landsbókasafns 1989, Reykjavík. Ólafur Pálmason. 2009. Pálssafn. Útg. af höfundi, Kópavogi. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. 1989. Páll Jónsson frá Örnólfsdal. Örn og Örlygur, Reykjavík. Sveinn Níelsson. 1950. Prestatal og prófasta á Íslandi. 2. útgáfa með viðaukum og skýringum eftir dr. Hannes Þorsteinsson. Björn Magnússon sá um útgáfuna. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík. Óprentaðar heimildir Páll Jónsson. Bókarabb (minnisbækur um bækur og bókamenn), skrifaðar 1960 til 1982. Unnar Ingvarsson. 2009. Erindi á málþingi um Pál Jónsson, haldið í Borgarnesi 20. júní 2009. Vefsíður h t t p : / / w w w. s a f n a h u s . i s / d e f a u l t . a s p ? s i d _ i d = 3 1 9 0 1 & t r e _ rod=002|006|&tId=1 Samantekt Sævars Inga Jónssonar héraðs bókavarðar undir heimasíðu Safnahúss Borgarfjarðar, www.safnahus.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.