Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 18

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 18
18 bókasafnið 34. árg. 2010 grunnþætti þeirra og gæti höfðað til lesenda. Oft stendur einn þáttur upp úr vegna sérkenna. Dæmi: Í einni spennusögu getur aðdráttarafl bókarinnar falist í sterkri, viðkunnanlegri söguhetju. Í annarri gæti það verið framandi sögusvið, hnyttin orðræða eða innsýn í ákveðin vandamál. Ráðgjafinn þarf einnig að vera meðvitaður um einkenni sem mögulega gætu dregið úr aðdráttarafli bóka fyrir suma lesendur, svo sem djarfar kynlífslýsingar, ofbeldi eða viss ritstíll. Með aukinni færni í að greina aðdráttarafl færist ráðgjafinn yfir á stig tvö, að flokka saman titla eða höfunda eftir aðdráttarafli. Þegar leikni í þessu eykst er jafnvel nóg að hafa aðeins lesið ritdóma eða umsagnir. Stig þrjú felur svo í sér að athuga hvaða sagnategund bókin tilheyrir. Það krefst þjálfunar að temja sér þennan hugsunarhátt en sá sem sinnir starfinu þarf einnig að þjálfa sig í að koma hugsunum sínum í orð. Ráðgjafinn þróar með sér skipulagðan lestur, heldur skrá yfir lesnar bækur og skrifar umsagnir. Hann æfir sig í að tala um bækur, aðdráttarafl og sagnategundir við samstarfsfólk og viðskiptavini. Aðferð þessi auðveldar honum að svara spurningum og hjálpa lesendum að skilgreina eigin lessmekk. Um ráðgjafaþjónustuviðtalið sjálft segja Saricks og Brown (1997) að grípa þurfi hvert tækifæri til að bjóða aðstoð. Algengustu fyrirspurnir viðskiptavina séu um ákveðinn höfund en stundum sé spurt um tiltekna sagnategund. Auk þess að svara fyrirspurninni á ráðgjafinn að nota tækifærið til að skapa tengsl og benda á fleiri bækur. Ef viðskiptavinurinn spyr til dæmis um eitthvað eftir rithöfundinn Mary Higgins Clark er upplagt að spyrja hvort hann hafi líka lesið Joy Fielding. Þannig kemst viðskiptavinurinn að því að starfsfólkið getur komið með uppástungur og taki samræðum um bækur fagnandi. Nokkuð algengt er að spurt sé um nýjar metsölubækur. Á almenningsbókasafni er slík bók sjaldnast laus. Þá er upplagt að stinga upp á líkum höfundi sem viðkomandi getur lesið í millitíðinni og spyrjast fyrir um hvað það er sem hann heldur að honum líki við í bókinni sem hann spurði um. Oft þarf ráðgjafinn sjálfur að hafa frumkvæðið að viðtalinu. Hann þarf að vera á röltinu innan um bókahillurnar og spjalla við viðskiptavini. Með þessu brýtur hann ísinn og eykur möguleikana á því að þeir þori að spyrjast fyrir. „Ertu að leita að einhverju sérstöku?“ eða „Má ég stinga upp einhverju að lesa?“ eru t.d. góðar leiðir til að hefja samræður. Ef viðskiptavinurinn vill þiggja aðstoð er reynt að fá hjá honum upplýsingar sem byggja má uppástungurnar á. „Hvað finnst þér gaman að lesa?“ er ekki gagnleg spurning því yfirleitt á fólk erfitt með að svara því fyrirvaralaust. Betra er að biðja viðskiptavininn að segja frá bók sem hann naut þess að lesa. Eftir að hafa hlustað og safnað þannig upplýsingum um smekk viðskiptavinarins og hvað honum hugnast þá stundina er hægt að benda honum á nokkrar bækur og lýsa í stuttu máli efni þeirra og aðdráttafli. Þannig ætti viðskiptavinurinn að vera komin með nægar upplýsingar til að geta valið. Samtalinu er svo slitið með því að hvetja viðskiptavininn til að koma aftur, láta vita hvernig honum líkaði lesturinn og fá fleiri uppástungur að bókum (Saricks og Brown, 1997). Tillögur annarra sérfræðinga eru misjafnlega yfirgrips- miklar en nokkuð samhljóma: Viðtalið er í raun fyrirvaralausar, óformlegar samræður milli viðskiptavinar safnsins og starfsmanns, augliti til auglitis. Starfsmaðurinn þarf að vera vel að sér í sagnategundum og aðdráttarafli bóka og nota hjálpartæki, svo sem uppflettirit og bókalista. Mikilvægi þess að orða spurningar þannig að svarið gefi sem gagnlegastar upplýsingar og að inna lesanda eftir því hvað það er við bók sem höfðar til hans kemur fram hjá öllum sérfræðingunum. Hugmyndir þeirra speglast í skilgreiningu Saricks (2005) á ráðgjafaþjónustuviðtalinu: Það er ólíkt öðrum upplýsingaþjónustuviðtölum að því leyti að það snýst ekki um svör við spurningum. Það er samtal þar sem lesandinn segir frá bókasmekk sínum og ráðgjafinn bendir á mögulega bókatitla og hvetur til áframhaldandi samskipta. Mælikvarði á árangur er hvort viðskiptavinurinn kemur aftur til að tala um bækur og fá uppástungur og efni sem fullnægir lesþörfum hans og viðvarandi samskipti verða til. Leiðbeiningarreglurnar endurskoðaðar En hvernig gengur bókasafnsstarfsfólki að aðstoða viðskipta- vini að finna „góða bók“? Í grein May, Olesh, Miltenberg og Lackner, A look at readerś advisory services, sem birtist í Library Journal árið 2000, er greint frá rannsókn þeirra á ráðgjafaþjónustu við lesendur á almenningsbókasöfnum í Nassau í Bandaríkjunum. Niðurstöður sýndu að í engum af 54 tilfellum átti hið ítarlega ráðgjafaþjónustuviðtal sér stað og aðferðum fyrrnefndra sérfræðinga var sjaldan beitt. Í 98 prósentum tilfella eða á öllum söfnum nema einu þurfti viðskiptavinurinn sjálfur að leita sér aðstoðar. Viðbrögð starfsfólks við fyrirspurnum um aðstoð voru allt frá því að bjóða fólk velkomið og til þess að vera fáskiptin og í nokkrum tilfellum brást það ergilegt við. Starfsfólki þótti beiðni um leiðsögn auðsýnilega óþægileg. Bókaábendingar byggðust oft á persónulegum smekk og reynslu en fagleg hjálpartæki voru sjaldan notuð og þá helst rafræn bókaskrá. Eftirfylgni var næstum aldrei í boði (May o.fl. 2000). Rannsóknir May og félaga og svipaðar athuganir Chelton (2003) benda til þess að þrátt fyrir leiðbeiningarreglur sérfræðinga virðist markviss, formleg ráðgjafaþjónusta við lesendur ekki vera fyrir hendi og venjan virðist vera að veita ófagleg, óformleg, handahófskennd svör við fyrirspurnum. Fagskrif sérfræðinganna nýtast því starfsfólki bókasafnanna ekki sem skyldi. En hvað getur starfsfólk bókasafna gert til að bæta fagmennsku sína? Er starfið jafnvel of erfitt í framkvæmd til þess að vera á allra færi? Duncan Smith (2000) telur að skýringuna megi rekja til þriggja mikilvægra breyta: Viðhorfa, skorts á hjálpartækjum og vöntun á yfirfærslu þekkingar í skipulagða framkvæmd. Hann bendir á að til að bæta ráðgjafaþjónustu við lesendur þurfi meira til en útgáfu leiðbeininga. Smith hófst því handa við að brúa bilið milli þekkingar og framkvæmdar. Það fólst í að skilgreina hlutverk ráðgjafaþjónustu við lesendur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.