Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 33

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 33
33 bókasafnið 34. árg. 2010 vefsafn.is Íslenska vefsafnið, vefsafn.is, inniheldur vefsíður og önnur gögn, sem birt eru eða gerð aðgengileg almenningi á hinum íslenska hluta veraldarvefsins, þ.e. þjóðarléninu .is, svo og efni sem birt er á öðrum lénum á íslensku eða af íslenskum aðilum. Lbs-Hbs hóf reglulega söfnun og varðveislu þessa efnis haustið 2004 en það á sér langa forsögu því árið 1997 ákváðu þjóðbókasöfn Norðurlanda að vinna saman að varðveislu Veraldarvefsins til framtíðar. Það leiddi meðal annars til þess að þegar lög um skylduskil til safna (nr. 20/2002) voru endurskoðuð, var þess gætt að skilgreina hvernig háttað skuli söfnun og varðveislu íslenskra vefsíðna. Í 8. gr. laganna er kveðið á um að sá sem birtir verk á rafrænu formi á almennu tölvuneti skuli veita móttökusafni aðgang að verkinu. Í 6. gr. reglugerðar um skylduskil til safna nr. 982/2003 er svo tilgreint að Lbs-Hbs sé móttökusafn þessa efnis og skuli jafnframt varðveita það. Árið 2003 gerðist safnið stofnaðili að alþjóðlegu samstarfi IIPC – International Internet Preservation Consortium um vefsöfnun. Þar er unnið að skilgreiningu á stöðlum um vefsöfnun, þróun vefsafnara, gerð efnisyfirlits yfir vefsöfn og gerð aðgangsforrita fyrir vefsöfn. Safnið hefur frá upphafi átt sæti í stjórn samtakanna og lagt sitt af mörkum með formennsku í vinnuhópum, hugmyndavinnu og vinnuframlagi við þróun hugbúnaðar til vefsöfnunar sem kallast Heritrix. Árlega eru gerðar þrjár heildarsafnanir af þjóðarléninu .is á vegum Lbs-Hbs. Þessu má líkja við að tekin sé mynd af íslenska vefnum eins og hann er hverju sinni. Til að ná betur til þess efnis sem breytist mjög ört er jafnhliða heildarsöfnunum stöðugt safnað sérstökum völdum vefsíðum sem geyma efni sem telst áhugavert í þjóðfélagslegri umræðu. Þegar sérstakir merkisviðburðir eiga sér stað í þjóðfélaginu, t.d. kosningar á landsvísu er framkvæmd samfelld söfnun á lénum sem varða slíka viðburði. Til viðbótar íslenska vefnum er einnig safnað efni sem varðar Ísland eða Íslendinga og er til á öðrum lénum en .is. Stöðugt er unnið að því að finna þessar síður og þær sem taldar eru skipta máli eru afritaðar og settar í vefsafnið. Vefsafnið var opnað 29. september 2009. Nú eru í safninu um 16 terabyte af efni og um einn milljarður URL-a eða vefslóða. Aðgangur er opinn öllum en þess er gætt að það komi ekki niður á eða skaði hagsmuni þeirra sem eiga efni á raunvefnum. Nú er hægt að fletta upp efni eftir vefslóðum en unnið er að því að gera safnið leitarbært í textaleit, að minnsta kosti að hluta. Efnið er vistað í tveimur eintökum á seguldiskum og er annað eintakið vistað hjá Skýrr. Einnig eru sett tvö afrit á segulbönd. Þorsteinn Hallgrímsson timarit.is Á vefnum timarit.is er aðgengi að stafrænni endurgerð prentaðra blaða og tímarita frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi, Kanada og Danmörku. Nú eru um 10 ár síðan stafræn myndun blaða og tímarita hófst í Lbs-Hbs í samvinnu við Landsbókasöfnin í Færeyjum og Grænlandi. Örn Hrafnkelsson sem var verkefnastjóri gerði ítarlega grein fyrir verkefninu í grein í Bókasafninu árið 2003 og verður því ekki fjallað frekar um upphaf og sögu þess hér. Blöðin og tímaritin hafa að geyma, auk almenns fréttaefnis og auglýsinga, mikið efni á sviði bókmennta, sagnfræði, ættfræði, þjóðlífs, menningar, atvinnuvega og viðskipta. Notendur geta leitað að  efni á ýmsan hátt, svo sem eftir löndum og titlum, eða að völdu orði í öllum texta ritanna. Þeir geta einnig blaðað í gegnum efnið og prentað út valdar blaðsíður. Jafnt og þétt bætast við safnið fleiri titlar frá öllum þátttökuþjóðunum. Upphaflega var ákveðið að setja inn öll íslensk tímarit fram til 1920, en það ártal var valið m.a. vegna höfundaréttarmála. Síðan var samið við  Árvakur hf. um að mynda Morgunblaðið og 365 miðla ehf. um að mynda dagblöð í þeirra eigu og í framhaldi fékk safnið styrk frá Alþingi til að setja inn önnur íslensk dagblöð frá 20. öld. Þessum áföngum báðum er nú nær lokið og í bígerð er að taka fyrir tímarit gefin út  1920-1930. Þá hafa verið gerðir samningar við einstaka útgefendur eða hagsmunaaðila sem vilja að þeirra efni verði myndað og gert aðgengilegt á vefnum. Vefurinn hefur gengið í gegnum nokkra þróun í áranna rás og nýjustu gerð hans var hleypt af stokkunum síðla hausts 2008. Unnið er að ljóslestri á texta ritanna eða OCR lestri (Optical Character Reading) en þessi vinnsla hefur gert innihald safnsins aðgengilegra þar sem nú er hægt að leita að efni eða einstökum orðum í meginhluta textans. Þá er verið að færa efnið í pdf-snið til að auðvelda notkun. Síðasta nýjungin er leit að einstökum greinum eftir titli, höfundi og efnisorði. Notaðar eru greinifærslur úr Gegni, en enn sem komið er aðeins lítill hluti ritanna á vefnum greiniskráður. Jafnframt eru tengingar úr Gegni í timarit.is. Notkun á vefnum er geysimikil og er hann vinsælasti vefur safnsins eins og sjá má á mynd 1. Það sýnir að hann er auðveldur í notkun og hefur í raun gjörbreytt aðstæðum manna í mörgum fræðigreinum, aðgengi þeirra að heimildum hefur verið stórbætt. Mestur áhugi er á 20. aldar dagblöðunum enda er það stærsti hluti efnisins. Því ætti það að vera fagnaðarefni að myndun blaða frá þeirri öld er að ljúka og brátt verður hægt að leita í texta þeirra allra. Í árslok 2009 voru um þrjár og hálf milljón blaðsíðna komin inn á vefinn og heildarfjöldi ljóslesinna blaðsíðna var um þrjár milljónir. Helstu tilvísanir á vefinn eru frá Wikipediu og mbl.is. Kristín Bragadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.