Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 62
62
bókasafnið 34. árg. 2010
Höfundar efnis
Anna Torfadóttir er BA í bókasafnsfræði og bókmenntafræði frá H.Í. 1976, lauk masterspróf í stjórnun frá University of
Wales 1995, borgarbókavörður í Reykjavík frá 1998.
Arngrímur Vídalín er nemi í íslenskum fræðum og bókavörður við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Hann hefur gefið út þrjár
ljóðabækur, síðast Úr skilvindu drauma 2009. Á vordögum 2010 kemur út í hans umsjá bókin Meistarar og lærisveinar eftir
óútgefnu handriti Þórbergs Þórðarsonar.
Áslaug Agnarsdóttir er MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði og starfar sem sviðsstjóri þjónustusviðs, Landsbókasafni
Íslands – Háskólabókasafni.
Berglind Gunnarsdóttir hefur gefið út ljóðabækur og skáldsögur auk ævisögu Sveinbjarnar Beinteinssonar.
Ljóðaþýðingarnar Bragð af eilífð komu út 1995 en nýjasta bók hennar er ljóðabókin Ljóðleg sem kom út árið 2008.
Berglind er starfsmaður Landbókasafns-Háskólabókasafns.
Birta Björnsdóttir er sagnfræðingur.
César Vallejo var ljóðskáld frá Perú, fæddur 1892, dáinn 1938.
Edda Bryndís Ármannsdóttir útskrifaðist úr BA-námi í bókasafns- og upplýsingafræði vorið 2009. Að því loknu hóf hún
störf við minjaskráningarverkefni hjá Landsvirkjun.
Einar G. Pétursson er cand.mag í íslenskum fræðum frá H.Í. 1970, tók einnig 2 stig í bókasafnsfræðum, lauk doktorsprófi
frá sama skóla 1998. Starfsmaður við Stofnun Árna Magnússonar frá 1972, ennfremur deildarstjóri þjóðdeildar
Landsbókasafns Íslands 1984 til 1988.
Eva Sóley Sigurðardóttir er BA í bókasafns-og upplýsingafræði og MA í útgáfufræðum. Hún er forstöðumaður
skjalastöðvar Seðlabanka Íslands.
Eydís Hörn Hermannsdóttir er grunnskólakennari.
Guðrún Geirsdóttir er háskólakennari.
Guðrún Jónsdóttir er BA í íslensku og forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar.
Halldóra Jónsdóttir er BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá H.Í. 1980 og lauk diplómapróf í opinberri stjórnsýslu
frá Háskóla Íslands 2009. Hún er bæjarbókavörður Bókasafns Akraness.
Hildur Gunnlaugsdóttir er BA í bókasafns- og upplýsingafræði og starfar sem gæðastjóri skráningar á Landsbókasafni
Íslands - Háskólabókasafni.
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur MA, stjórnsýslufræðingur MPA og er
landsbókavörður frá 2007.
Kristín Bragadóttir er BA í bókasafnsfræði, bókmenntasögu og sagnfræði frá HÍ 1977, cand.mag. í íslenskum
bókmenntum 1992. Deildarstjóri á Háskólabókasafni frá 1993, síðar forstöðumaður þjóðdeildar Landsbókasafns Íslands –
Háskólabókasafns, nú sviðsstjóri varðveislusviðs.
Kristín R. Vilhjálmsdóttir lauk kennaraprófi í Silkeborg í Danmörku 1998, starfaði þar sem kennari en hefur verið
verkefnastjóri fjölmenningar við Borgarbókasafn Reykjavíkur frá byrjun árs 2008.
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir er fyrrverandi landsbókavörður og prófessor í bókasafns- og upplýsingafræði
við Háskóla Íslands.
Sigrún Hauksdóttir er MLS í bókasafns- og upplýsingafræði og starfar sem þróunarstjóri hjá Landskerfi bókasafna.
Sigurður Jón Ólafsson er með BA-prófî íslensku og bókasafns- og upplýsingafræði. Hann starfar við
Borgarbókasafn Reykjavíkur.
Sævar Ingi Jónsson er BA í íslensku og héraðsbókavörður í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Úlfhildur Dagsdóttir er bókmenntafræðingur og verkefnastýra á Borgarbókasafni Reykjavíkur.
Þorsteinn Hallgrímsson er byggingarverkfræðingur (Msc) frá Danmarks Tekniske Höjskole árið 1968. Hann vann síðan
hjá IBM á Íslandi og víðar við forritun, kerfisfræði, innleiðingu tölvukerfa o.fl. en hóf störf hjá Háskólabókasafni árið
1993, aðstoðarlandsbókavörður frá 1998. Hann hefur m.a haft yfirumsjón með upplýsingatækniverkefnum safnsins,
átt samskipti við erlenda aðila um landssamninga og samstarfsverkefni og setið í stjórn IIPC (International Internet
Preservation Consortion).
Þórdís T. Þórarinsdóttir er bókasafns- og upplýsingafræðingur, MLS. Forstöðumaður bókasafns og
upplýsingamiðstöðvar Menntaskólans við Sund. Í Efnisorðaráði Gegnis frá stofnun þess 2004. Fulltrúi í fastanefnd
IFLA um flokkun og lyklun (IFLA Classification and Indexing Section) 2003-2011.