Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 29

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 29
29 bókasafnið 34. árg. 2010 Þeir sem flokka á bókasöfnum með aðild að Gegni verða að hafa í huga að mismunandi flokkunarkerfi eru lögð til grundvallar við flokkun efnis sem skráð er í Gegni. Jafnvel þó notuð sé sama útgáfan af Dewey-kerfinu þá geta söfn beitt henni á mismunandi hátt. Samt má búast við að með aukinni notkun Gegnis verði óhjákvæmilega með tímanum nokkur samræming í flokkuninni við það að flokkarar skoði færslur hjá öðrum söfnum til viðmiðunar fyrir flokkun í eigin safni. Íslenskar hefðir í flokkun Í tímans rás hafa skapast ýmsar hefðir hér á landi í beitingu Dewey-kerfisins. Skáldrit Aðalregla Dewey-kerfisins er að flokka bókmenntaverk eftir upprunamáli. Þeirri aðferð er meðal annars beitt á Lands- bókasafni Íslands – Háskólabókasafni og í nokkrum öðrum söfnum. Einn af valkostum Dewey-kerfisins er að flokka skáldrit ekki eftir upprunamáli heldur tungumáli ritsins. Þeirri aðferð er einkum beitt á almenningsbókasöfnum og grunnskólasöfnum. Á sumum söfnum tíðkast að flokka allar skáldsögur í einn flokk (S) og er það einkum hjá almenningsbókasöfnum og grunnskólasöfnum sem þeirri aðferð er beitt. Einnig þekkist að gefa skáldritum ekkert flokksmerki. Þó notað sé eitt og sama kerfið má þannig beita því á ýmsa mismunandi vegu. Ævisögur Meginregla Dewey-kerfisins nú er að flokka ævisögur með þeirri fræðigrein sem viðkomandi persóna tengist sterkast. Valkostur er að flokka allar ævisögur saman í 920 flokkinn og skipta þeim nánar eftir ævistarfi. Þessari aðferð er til dæmis beitt á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Á mörgum íslenskum bókasöfnum skapaðist sú sérstaka hefð að flokka ævisagnasöfn í 920 og ævisögur einstaklinga í 921. Flokkstalan 921 er séríslensk afbrigði sem er ekki í bandarísku útgáfunni (sbr. Dewey, 1970, 111; Dewey, 1987, 333). Helgaðist þetta af því að oft var erfitt að ákvarða í hvaða flokki viðkomandi ævisaga ætti best heima því margir tilheyrðu fleiri en einni starfsstétt. Þessari aðferð er beitt víða á söfnum hér á landi og hefur hún gefist vel. Innan flokksins er raðað eftir nöfnum þeirra sem skrifað er um. Efnisgreining: Flokkun vs. Lyklun Fyrir tölvuvæðingu bókasafna var flokkun jafnan eina efnisgreiningin. Beitt var fínflokkun og hver bók fékk fleiri en eina flokkstölu (aukamarktölu, plúsmarktölu) ef efni hennar gaf tilefni til. Á þeim tíma var íslenskan ekki talin henta til lyklunar því hún væri beygingamál. Bókasöfn héldu þá spjaldskrár, það er stafrófsskrá og flokkaða skrá, sem notaðar voru við að finna efni safnanna, hvort tiltekið efni væri til og hvar það stæði í hillu væri það til. Gegndu skrárnar sama hlutverki og tölvuvæddar skrár gera nú. Reynt var að gera efni safnanna eins aðgengilegt og kostur var. Spjöldum fyrir flokkstölur var síðan raðað í flokkuðu skrána. Framan við aukamarktölu var + (plús) merki sem sýndi að talan var ekki staðsetningartákn og fyrir neðan þá tölu á spjaldinu var flokkstalan sem sýndi staðsetningu safngagnsins í hillu. Með lyklun gagna samfara tölvuvæðingu bókasafna upp úr 1990 minnkaði þörfin fyrir fínflokkun og aukamarktölur því efnisorðin komu í staðinn. Árið 1992 kom fyrsta útgáfa Kerfisbundins efnisorðalykils fyrir bókasöfn og upplýsingam- iðstöðvar út, 2. útgáfa 1996 og sú þriðja 2001 (Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir, 2001) með því markmiði að stuðla að samræmingu í efnisorðagjöf. Þáttur miðlægrar skráningar í flokkun Árið 1974 var hafið að gefa út spjaldskrárspjöld sem bókasöfn gátu keypt og var flokkstala bókanna prentuð á spjöldin. Þjónustumiðstöð bókasafna tók við útgáfu og sölu spjalda þegar hún var stofnuð árið 1978 en jafnframt samtímaskrán- ingu voru spjöld gefin út fyrir bækur gefnar út á árunum 1944- 73 (Regína Eiríksdóttir, 1997). Spjaldaútgáfan stuðlaði vafa- laust að samræmingu í flokkun á íslenskum bókasöfnum. Með tölvuvæðingu bókasafna minnkaði eftirspurnin og árið 1997 var þjónustunni hætt (Regína Eiríksdóttir, tölvupóstur, 17. apríl 2009). Þess má geta að frá árinu 1973 hefur Skólasafnamiðstöð Reykjavíkur flokkað og skráð efni skólasafna í grunnskólum í Reykjavík og þannig unnið mikið samræmingarstarf á sviði flokkunar. Fyrst var efnið skráð á spjaldskrárspjöld sem send voru út í söfnin en frá 1994 hefur allt efni verið tölvuskráð (Margrét Björnsdóttir, 1997). Framtíð Dewey hér á landi Einsýnt er að íslensk bókasöfn munu áfram nota Dewey-kerfið um ófyrirsjáanlega framtíð til að skipa safnefni í hillur burtséð frá útgáfuformi. Ný þýðing af Dewey er æskileg. Þýðingin frá 2002 er einkum byggð á útgáfu frá 1997 en ný útgáfa kom út 2003 og enn er ný útgáfa kerfisins, 23. óstytta útgáfan og 15. stytta, í undirbúningi. Blönduð vefútgáfa gæti verið fýsilegur kostur hér á landi, þannig að stytta útgáfan væri á íslensku en þar sem henni sleppti væri hægt að fara beint inn í óstyttu bandarísku útgáfuna. Slík útgáfa gæti verið ódýrari þar sem ekki væri um prentkostnað að ræða. Einnig gæti hún stytt þýðingartímann og veitt aðgang að styttri og óstyttri útgáfu samtímis. Slík útgáfa er í undirbúningi í Svíþjóð og í skoðun í Noregi (Mitchell, Rype, Svanberg, 2009). Eins og áður getur er nú engin markviss samræming í flokkun á íslenskum söfnum. Með tilkomu aukinnar efnis- orðagjafar hefur hlutverk flokkunar í flestum tilfellum breyst frá því að vera efnisgreiningar- og staðsetningarkerfi í að vera nær eingöngu staðsetningarkerfi. En með aukinni alþjóðavæðingu hefur mikilvægi flokkunar sem efnisgrein- ingar aftur aukist. Dewey-kerfið hefur verið þýtt á fjölmörg tungumál og gætu marktökur þess því þjónað eins og nokkurs konar alheimsmál á sviði efnisflokkunar í rafrænum gagnaskrám. Í auknum mæli hefur verið fallið frá að nota staðfæringar og breytingar við flokkun til að skapa þjóðtungu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.