Bókasafnið

Tölublað

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 17

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 17
17 Á síðustu tveimur áratugum hefur mikið verið skrifað erlendis um readerś advisory service eða það sem hér verður kallað ráðgjafaþjónusta við lesendur. Skrifin byggjast mest á reynslu sérfræðinga af þessari þjónustu almenningsbókasafna en minna á rannsóknum og snúast að mestu um framkvæmd sjálfrar þjónustunnar, hvernig megi bæta hana og færni þeirra sem hana veita. Lítið hefur farið fyrir umræðu og rannsóknum hérlendis. Grein þessi byggist á lokaverkefni mínu í BA námi í bókasafns- og upplýsingafræði (Edda Bryndís Ármannsdóttir, 2009). Verkefnið var heimildaritgerð um ráðgjafaþjónustu við fullorðna lesendur skáldsagna eða dægurbókmennta með sérstakri áherslu á samskipti starfsmanns og viðskiptavinar safnsins eða það sem á ensku kallast readerś advisory interview. Hér verður heitið ráðgjafaþjónustuviðtal notað yfir þessi samskipti hvort sem þau eiga sér stað augliti til auglitis á sjálfu safninu eða eftir öðrum leiðum. Ástæðan fyrir þessari áherslu er að í ráðgjafaþjónustuviðtalinu kristallast aðalatriði þjónustunnar og út frá því má skilgreina grunnmarkmið hennar og meginþætti. Ákveðið var að einblína á fullorðna lesendur og skáldsögur, en flestar rannsóknir tengdar ráðgjafaþjónustu við lesendur hafa fjallað um börn og unglinga með uppeldislegt, fræðslulegt og þroskatengt gildi lesturs í huga. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að athyglin er farin að beinast að skáldsögum, fullorðnum lesendum og gildi afþreyingar- og yndislesturs fyrir velferð þeirra (Ross, 1999; Bradshaw og Nichols, 2004; Charlton, Pette og Burbaum, 2004; M. C. Smith, 2000). Önnur ástæða var sú að fullorðnir mynda stærsta hóp viðskiptavina almenningsbókasafna og skáldsögur eru vinsælasta útlánaefnið (Ross, 1991; Shearer, 1996). Þriðja ástæðan er sú sérstaða skáldsagna sem safnefnis að erfitt getur verið fyrir viðskiptavini að finna „góða bók“ eftir hefðbundnum leiðum. Vegna huglægni skáldsagna er efnisorðagjöf og flokkun þeirra nokkuð flókin og þær því ekki eins aðgengilegar í hillum og bókaskrám og annar safnkostur. Í sjálfri ritgerðinni má finna umfjöllun um sögu og þróun þjónustunnar, en í þessari grein er ætlunin að stikla á stóru annars vegar um það sem kallað er ráðgjafaþjónustuviðtal og hins vegar um hjálpartæki þjónustunnar. Ráðgjafaþjónustuviðtalið Ráðgjafaþjónusta við lesendur er yfirgripsmikil þjónusta og í mörg horn að líta. En segja má að tilgangur hennar og markmið speglist í sjálfu ráðgjafaþjónustuviðtalinu. Í því reynir á alla þá fagþekkingu, færni og þjálfun sem góður ráðgjafi þarf að búa yfir. Leiðbeiningarreglur Samkvæmt tillögum þeirra Joyce G. Saricks og Nancy Brown (1997) þarf ráðgjafinn að tileinka sér sérstaka aðferð við að hugsa um bækur. Ferlið við það skiptist í þrjú stig: 1) Greina aðdráttarafl (e: appeal) bókar. 2) Flokka bókina með titlum og höfundum sem hafa svipað aðdráttarafl. 3) Skoða hvernig höfundarnir og titlarnir passa innan sagnategundar (e: genre). Hugtakið aðdráttarafl var fyrst kynnt í fyrstu útgáfu frumkvöðlaverks Saricks og Brown, Readers’ advisory services in the public library, árið 1989. Orðið vísar til þeirra einkenna bókar sem höfða til tiltekins lesanda. Reynsla höfundanna sýnir að lesendur eru sjaldnast að leita að ákveðnu efni heldur vilja þeir bók sem snertir þá á ákveðinn hátt. Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að nálgast í efnisorðaforða gagnasafna. Það sem heillar lesendur sé helst að finna í fjórum grunnþáttum: Hraði (e: pace), persónusköpun (e: characterization), söguþráður (e: story-line) og umgjörð (e: frame). Á fyrsta stigi segja Saricks og Brown (1997) að ráðgjafinn þurfi að venja sig á að lesa bækur með það í huga að finna það sem einkennir Edda Bryndís Ármannsdóttir „Geturðu bent mér á góða bók?“ Um ráðgjafaþjónustu við fullorðna lesendur skáldsagna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað: 34. árgangur (01.06.2010)
https://timarit.is/issue/382240

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

34. árgangur (01.06.2010)

Aðgerðir: