Bókasafnið - 01.10.2008, Side 4

Bókasafnið - 01.10.2008, Side 4
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 20082 Rétt upp úr síðustu aldamótum ákváðu níu evr-ópsk þjóðbókasöfn ásamt Samtökum evrópskra þjóðbókavarða, The Conference of European National Librarians (CENL), að vinna saman að metn- aðarfullu verkefni sem nefndist Evrópubókasafnið. Verkefnið var styrkt af ESB og upphaflegt markmið var að veita aðgang að þjóðbókaskrám og samskrám safnanna um eina gátt, þ.e. gera notendum kleift að leita samtímis í bókfræðigrunnum allra safnanna. Fljótlega breyttust markmiðin á þann veg að meiri áhersla var lögð á að veita aðgang að stafrænum safnkosti og að víkka Evrópubókasafnið út þannig að það næði til sem flestra Evrópulanda. Fyrsta skrefið var TEL­ME­MOR verkefnið sem lauk í ársbyrjun 2007, en þar bættust við þjóðbókasöfn níu nýrra aðildarríkja ESB. Umsýslan var einnig styrkt með því að fela CENL ábyrgð á henni og var sett upp sérstök skrifstofa í Haag. Næsta skref var svokallað EDL (European Digital Library Project) verkefni en að því standa þjóðbókasöfn níu landa sem þar með gerðust aðilar að Evrópubókasafninu. Einnig hafa nokkur lönd orðið aðilar utan þessara verkefna og í ársbyrj- un 2008 eru fullgildir aðilar að Evrópubókasafninu alls 32. Innan vébanda CENL eru 47 þjóðbókasöfn og 15 þeirra eru nú aukaaðilar, en gert er ráð fyrir Evrópuverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns TEL – EDL – ENRICH – EDLNet – TELplus að þau muni flest verða fullgildir aðilar að TEL, t.d. Búlgaría og Rúmenía í TELplus verkefninu. Í árs- byrjun 2008 hófst nýtt átján mánaða verkefni sem miðar að því að gera átta þjóðbókasöfn (Albaníu, Armeníu, Aserbaijan, Bosníu – Hersegóvínu, Georgíu, Makedóníu, Moldavíu og Úkraínu) fullgilda með- limi að TEL. Þetta verkefni hefur hið skondna nafn FUMAGABA og er styrkt af Svissnesku þróunarstofn- uninni en er í umsýslu Svissneska þjóðbókasafnsins. Að öllu óbreyttu verða 42 þjóðbókasöfn orðin fullgild- ir aðilar að Evrópubókasafninu um mitt ár 2009. Talsverð breyting varð á viðhorfi margra áhrifa- manna í þjóðbókasöfnum og menningarráðuneytum ESB landanna í árslok 2004 þegar Google kynnti áform um að vinna með nokkrum stórum háskóla- bókasöfnum að því að yfirfæra gríðarlegan fjölda bóka á stafrænt form og veita aðgang að þeim um Vefinn. Þeir óttuðust að með þessu yrðu áhrif ensku og enskra bókmennta í vefheimum enn meiri en þegar var raunin. Þá hófst mikil umræða innan ESB land- anna og víðar um hvort þörf væri á aðgerðum og ef svo væri, hverjar væru best til þess fallnar að vega upp á móti þeim áhrifum sem talið er að leiði af áformum Google. Á ársfundi CENL í Luxemborg haustið 2005 sagði Viviane Reding, stjórnandi málefna upplýsinga Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn tekur nú beint eða óbeint þátt í fjórum Evrópuverkefnum vegna aðildar safnsins að Evrópubókasafninu (The European Library, skammstafað TEL). EDL verk- efnið hófst í september 2006, TELplus í október 2007, ENRICH í desember 2007 og EDLNet í júlí 2007. Öll verkefnin nema EDLNet eru styrkt af Evrópusambandinu (ESB) á þann veg að ESB greiðir helming áætlaðs kostnaðar og þátttakendur helming. Í eftirfarandi samantekt verður gerð grein fyrir Evrópubókasafninu og þessum verkefnum. Þorsteinn Hallgrímsson Evrópubókasafnið – TEL

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.