Bókasafnið - 01.10.2008, Side 5
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 3
og fjölmiðla innan ESB, að þjóðbókasöfnum Evrópu
bæri að beita sér í umræðunni um stafræna endurgerð
safnefnis sem aðgengilegt verður um Veraldarvefinn.
CENL brást mjög ákveðið við þessum ummælum og
segja má að EDL project, TELplus og EDLNet verk-
efnin séu ásamt öðrum, svo sem ENRICH sem TEL á
aðild að, beint svar við þessum tilmælum.
Ávinningur
Ávinningur Landsbókasafns Íslands – Háskólabóka-
safns af því að taka þátt í EDL verkefninu, TELplus
og ENRICH verkefnunum felst fyrst og fremst
í því að öll verkefnin byggjast á verkþáttum sem
Landsbókasafn hefur lengi haft á verkefnaáætlun
vegna fyrirhugaðrar þjóðbókagáttar safnsins, en skort
fé og þar með mannafla til að vinna að þeim. Þrátt
fyrir að verkefnin feli í sér ýmsa auka verkþætti, eink-
um þýðingar, kynningarstarfsemi, ferðakostnað og
kostnað við aðild að Evrópubókasafninu, er hlutur
þeirra tiltölulega lítill miðað við hina sem nauðsyn-
legir eru. Því er ekki nema að litlu leyti um að ræða
útgjöld til viðbótar þeim sem ráðgerð hafa verið.
Styrkir til verkefnanna eru 50% af áætluðum
kostnaði og geta þeir fært Landsbókasafni allt að 255
þúsund evrur (um 24 millj. kr. m.v. núverandi gengi)
í tekjur ef safnið skilar vinnuframlagi sem nemur 53
mm, eða um fjórum og hálfu ársverki. Þegar tekið
hefur verið tillit til allra þátta, s.s. þýðinga, kynning-
arstarfsemi, ferðakostnaðar og kostnaðar við aðild að
Evrópubókasafninu, mun Landsbókasafn ekki þurfa
að bæta mjög miklu við og þetta fé nýtist því vonandi
mjög vel til að flýta fyrir því að safnið geti komið á fót
fyrirhugaðri þjóðbókagátt.
EDLNet verkefnið er af allt öðrum toga. Lands-
bókasafn á sæti í stjórnunarhópi verkefnisins (EDL
Management Board) en er ekki beinn þátttakandi við
framkvæmdina og því er ekki gert ráð fyrir vinnu-
framlagi af hálfu safnsins og þess vegna ekki styrkjum
á móti nema vegna ferðakostnaðar.
Sérstaklega verður fjallað um þessi verkefni hvert
fyrir sig en í eftirfarandi er gerð nokkur grein fyrir hvern-
ig aðgangur að safnefni innan Evrópubókasafnsins
virkar en það er um vef Evrópubókasafnsins, svokall-
aða TEL gátt.
Aðgangsleiðir
TEL gáttin veitir aðgang að miklum fjölda gagnasafna
og býður upp á leit í þeim. Notandinn getur valið að
tengjast beint ákveðnu gagnasafni, t.d. Gegni, og fær
hann þá aðgang að því um Vefinn. Meginnotagildi
TEL felst hinsvegar í því að notandinn getur leitað
samtímis í mörgum gagnasöfnum með því að velja
ákveðin gagnasöfn og gefa upp leitarorð. Þá er leitað í
þeim gagnasöfnum sem valin eru og birtar niðurstöð-
ur sem notandinn getur notað til að finna gögnin ef
þau eru á stafrænu formi eða tilvísun í þau, t.d. ef um
bókasafnskerfi er að ræða.
TEL notar tvær aðferðir við leit. Önnur byggist á
notkun svokallaðs Z39.50 staðals til að tengjast bók-
fræðilegum skrám safnanna, leita í þeim, safna nið-
urstöðum og birta í notendaviðmóti TEL. Sendur er
leitarstrengur til þess kerfis sem leita á í, t.d. Gegnis,
og sér þá viðkomandi kerfi um leitina og skilar nið-
urstöðum til baka. Z39.50 staðallinn er orðinn nokk-
uð gamall og ljóst að þetta er ekki vænleg lausn til
frambúðar og dugir alls ekki til að veita góðan aðgang
að stafrænum gögnum.
Hin aðferðin kallast Open Archives Initiative
(OAI) og byggist á því að lýsigögnum hvers gagna-
safns er varpað í staðlað lýsigagnasnið og þau vistuð
á þann veg að hægt er að safna þeim hvaðan sem er.
Þannig verða til OAI lýsigögn í aðildarsöfnunum og
er þeim safnað þaðan í eitt gagnasafn hjá TEL og
gert miðlægt efnisyfirlit yfir efnið, leitað er í því og
niðurstöður birtar notandanum. Það mun t.d. verða
gert fyrir lýsigögn fyrir gagnasöfn Landsbókasafns,
Tímarit.is, Forn Íslandskort og Sagnanetið og vænt-
anlega síðar fyrir Gegni. Meginkosturinn er að leitað
er í stöðluðum gögnum í einu gagnasafni, sem er mun
hraðvirkara en að nota Z39.50 aðferðina. Einnig að sá
sem býr til gögnin er óháður þeim sem safnar þeim,
býr til efnisyfirlitið og aðgangsvefinn. Því stefnir
Evrópubókasafnið að því að fá aðildarsöfnin til að
koma upp OAI lýsigögnum fyrir öll þau gagnasöfn
sem TEL gáttin veitir aðgang að.
Með þessum aðferðum veitir Evrópubókasafns-
vefurinn aðgang um eina gátt að stafrænum gögnum
helstu þjóðbókasafna Evrópu og tengdri þjónustu svo
sem:
• Aðgang að mörgum ólíkum gagnasöfnum um
Netið.
• Samtímaleit í þessum gagnasöfnum.
• Beinan aðgang að stafrænum gögnum.
• Notendaviðmót á mörgum tungumálum.
Þótt TEL gáttin hafi verið í notkun í tvö ár er ýmislegt
sem virkar ekki sem skyldi. Ein ástæðan er sú að
upphaflega var gert ráð fyrir að veita aðgang að til-
tölulega fáum gagnasöfnum en þeim hefur fjölgað
mjög. Áætlað er að nýtt notendaviðmót verði innleitt
í maí 2008.
Tengillinn http://www.theeuropeanlibrary.org/por
tal/index.html veitir aðgang að TEL gáttinni og þar er
hægt að fá allar upplýsingar um Evrópubókasafnið og
aðgang að þeim gagnasöfnum sem í boði eru.