Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 7
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 5
EDL verkefnið (European Digital Library) snýst um að stækka Evrópubókasafnið (The European Library http://www.theeuropeanli
brary.org), þróa fjöltyngt notendaviðmót og efla vef-
gátt þess. Níu þjóðbókasöfn taka þátt í verkefninu
og er Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn eitt
þeirra. Þetta eru þjóðbókasöfn ríkja sem eiga það sam-
eiginlegt að vera annaðhvort í Evrópusambandinu eða
Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Verkefninu
lýkur á fyrri hluta árs 2008. Framlag Landsbókasafns
felst fyrst og fremst í því að gera tvö gagnasöfn leit-
arbær gegnum vefgátt Evrópubókasafnsins. Annars
vegar er hér um að ræða Gegni, samskrá íslenskra
bókasafna http://www.gegnir.is/ og hins vegar titla
þeirra blaða og tímarita sem birtast í stafrænni end-
urgerð á vefnum Tímarit.is http://www.timarit.is/. Að
EDL verkefninu loknu eru nálægt hundrað og áttatíu
gagnasöfn leitarbær á vefgátt Evrópubókasafnsins.
Til viðbótar er beinn aðgangur að tæplega hundrað
gagnasöfnum um vefslóð hvers og eins. Samtals gefur
Evrópubókasafnið þannig yfirlit um hátt í þrjú hundr-
uð gagnasöfn á snærum þátttökusafnanna.
Kostnaður, fjármögnun og verkþættir
Áætlaður heildarkostnaður við EDL verkefnið var
2,1 milljón evra. Verktíminn var í upphafi áætlaður 18
mánuðir, frá byrjun september 2006 til febrúarloka
2008. Evrópusambandið stendur straum af helmingi
kostnaðarins en þátttökusöfnin leggja jafnt á móti.
Styrkur Evrópusambandsins til Landsbókasafns var
áætlaður um 55.400 evrur. Meginhluti þess fjár fer
í kostnað við aðild safnsins að Evrópubókasafninu
fyrstu tvö árin, um 30.000 evrur. Eftirstöðvarnar
mæta helmingshlut af vinnuframlagi starfsmanna
safnsins, þremur og hálfum mannmánuði og hlut-
deild í ferðakostnaði vegna verkefnisins. Samtals er
reiknað með að hlutdeild Landsbókasafns nemi sjö
mannmánuðum.
Verkefnið skiptist í fimm verkþætti. Landsbókasafn
tekur þátt í fjórum þeirra: 1) að þróa og útvíkka sam-
lagið sem felst í samtengingu evrópskra þjóðbóka-
safna; 2) að efla Evrópubókasafnið með því að bjóða
not endaviðmót á mörgum tungumálum; 3) að þróa
stafrænt bókasafn innan Evrópubókasafnsins; 4) að
kynna verkefnið og sjá til þess að afraksturinn verði
sem sýnilegastur. Sá verkþáttur sem Landsbókasafn
á ekki aðild að snýst um stjórnun verkefnisins, utan-
umhald og eftirlit.
Leitaraðgangur að Gegni um vefgátt Evrópu-
bókasafnsins er í gegnum Z39.50 samskiptastað-
alinn. Það er í raun bráðabirgðalausn sem verður við
lýði þar til bókfræðigögnunum verður varpað yfir í
MARC-XML snið. Sú vinna tilheyrir EDLplus verk-
efninu og er forsenda þess að hægt sé að sækja gögnin
sem OAI lýsigögn. Svíar reiddu sig til dæmis ekki á
Z39.50 og vörpuðu sínum bókfræðigögnum beint á
MARC-XML en Regina, skrá þjóðbókasafns Svía,
byggist á Aleph bókasafnskerfinu eins og Gegnir.
Önnur leið er farin við að gera titlana á Tímarit.
is leitarbæra. Þar liggur til grundvallar heimatilbúið
skráningarkerfi. Tilteknum upplýsingum úr því er
varpað yfir í Dublin Core lýsigagnasniðið og þaðan
í OAI safnara. Textaleitin (OCR) á Tímarit.is nýt-
ist ekki í vefgátt Evrópubókasafnsins. Titlarnir á
Tímarit.is eru 261; dagblöð og tímarit frá Íslandi,
Færeyjum og Grænlandi. Grunnurinn inniheldur um
það bil 1,8 milljónir blaðsíðna en vegna þess að leit-
arkerfi Evrópubókasafnsins gefur ekki kost á afmörk-
Hildur Gunnlaugsdóttir
Stafræna Evrópubókasafnið
Á vef Evrópubókasafnsins eru sýndar 300 myndir frá þátttöku
söfnunum 47. Að vonum er arkitektúrinn fjölbreyttur. Hér er líkan
að nýju þjóðbókasafni Tékka í Prag.