Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 7

Bókasafnið - 01.10.2008, Blaðsíða 7
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 5 EDL verkefnið (European Digital Library) snýst um að stækka Evrópubókasafnið (The European Library http://www.theeuropeanli­ brary.org), þróa fjöltyngt notendaviðmót og efla vef- gátt þess. Níu þjóðbókasöfn taka þátt í verkefninu og er Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn eitt þeirra. Þetta eru þjóðbókasöfn ríkja sem eiga það sam- eiginlegt að vera annaðhvort í Evrópusambandinu eða Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Verkefninu lýkur á fyrri hluta árs 2008. Framlag Landsbókasafns felst fyrst og fremst í því að gera tvö gagnasöfn leit- arbær gegnum vefgátt Evrópubókasafnsins. Annars vegar er hér um að ræða Gegni, samskrá íslenskra bókasafna http://www.gegnir.is/ og hins vegar titla þeirra blaða og tímarita sem birtast í stafrænni end- urgerð á vefnum Tímarit.is http://www.timarit.is/. Að EDL verkefninu loknu eru nálægt hundrað og áttatíu gagnasöfn leitarbær á vefgátt Evrópubókasafnsins. Til viðbótar er beinn aðgangur að tæplega hundrað gagnasöfnum um vefslóð hvers og eins. Samtals gefur Evrópubókasafnið þannig yfirlit um hátt í þrjú hundr- uð gagnasöfn á snærum þátttökusafnanna. Kostnaður, fjármögnun og verkþættir Áætlaður heildarkostnaður við EDL verkefnið var 2,1 milljón evra. Verktíminn var í upphafi áætlaður 18 mánuðir, frá byrjun september 2006 til febrúarloka 2008. Evrópusambandið stendur straum af helmingi kostnaðarins en þátttökusöfnin leggja jafnt á móti. Styrkur Evrópusambandsins til Landsbókasafns var áætlaður um 55.400 evrur. Meginhluti þess fjár fer í kostnað við aðild safnsins að Evrópubókasafninu fyrstu tvö árin, um 30.000 evrur. Eftirstöðvarnar mæta helmingshlut af vinnuframlagi starfsmanna safnsins, þremur og hálfum mannmánuði og hlut- deild í ferðakostnaði vegna verkefnisins. Samtals er reiknað með að hlutdeild Landsbókasafns nemi sjö mannmánuðum. Verkefnið skiptist í fimm verkþætti. Landsbókasafn tekur þátt í fjórum þeirra: 1) að þróa og útvíkka sam- lagið sem felst í samtengingu evrópskra þjóðbóka- safna; 2) að efla Evrópubókasafnið með því að bjóða not endaviðmót á mörgum tungumálum; 3) að þróa stafrænt bókasafn innan Evrópubókasafnsins; 4) að kynna verkefnið og sjá til þess að afraksturinn verði sem sýnilegastur. Sá verkþáttur sem Landsbókasafn á ekki aðild að snýst um stjórnun verkefnisins, utan- umhald og eftirlit. Leitaraðgangur að Gegni um vefgátt Evrópu- bókasafnsins er í gegnum Z39.50 samskiptastað- alinn. Það er í raun bráðabirgðalausn sem verður við lýði þar til bókfræðigögnunum verður varpað yfir í MARC-XML snið. Sú vinna tilheyrir EDLplus verk- efninu og er forsenda þess að hægt sé að sækja gögnin sem OAI lýsigögn. Svíar reiddu sig til dæmis ekki á Z39.50 og vörpuðu sínum bókfræðigögnum beint á MARC-XML en Regina, skrá þjóðbókasafns Svía, byggist á Aleph bókasafnskerfinu eins og Gegnir. Önnur leið er farin við að gera titlana á Tímarit. is leitarbæra. Þar liggur til grundvallar heimatilbúið skráningarkerfi. Tilteknum upplýsingum úr því er varpað yfir í Dublin Core lýsigagnasniðið og þaðan í OAI safnara. Textaleitin (OCR) á Tímarit.is nýt- ist ekki í vefgátt Evrópubókasafnsins. Titlarnir á Tímarit.is eru 261; dagblöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Grunnurinn inniheldur um það bil 1,8 milljónir blaðsíðna en vegna þess að leit- arkerfi Evrópubókasafnsins gefur ekki kost á afmörk- Hildur Gunnlaugsdóttir Stafræna Evrópubókasafnið Á vef Evrópubókasafnsins eru sýndar 300 myndir frá þátttöku­ söfnunum 47. Að vonum er arkitektúrinn fjölbreyttur. Hér er líkan að nýju þjóðbókasafni Tékka í Prag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.