Bókasafnið - 01.10.2008, Page 8
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 20086
un eftir árum eða tímabilum er einungis hægt að miða
leit þar við titla tímaritanna.
Á vefsíðu Evrópubókasafnsins eru samtals fjögur
gagnasöfn undir hatti Íslands. Beinn aðgangur er að
tveimur gagnasöfnum Landsbókasafns, auk þeirra
tveggja fyrrnefndu sem falla undir sameiginlegu vef-
gáttina. Þetta eru kortavefurinn Forn Íslandskort
http://kort.bok.hi.is/ og Sagnanet http://sagnanet.is/.
Þessir vefir eru ekki leitarbærir um vefgátt Evrópu-
bókasafnsins en hægt að komast beint í þá um tengil
í vefslóðina. Á þann hátt er einnig beinn aðgangur að
Gegni og Tímarit.is.
Meginstefna Evrópubókasafnsins er að bjóða
fjöltyngt notendaviðmót. Samt er talið viðunandi að
á sömu síðu geti birst texti á tveimur tungumálum.
Þetta táknar í stórum dráttum að efstu lög vefsins
og leitarumhverfi má þýða á hvaða tungumál þátt-
tökusafnanna sem er. Að öðru leyti ríkja þrjú tungu-
mál, enska, franska og þýska. Tungumálablandan
kemur spánskt fyrir sjónir og hlýtur að teljast lýti á
vefnum. Það er umhugsunarefni hvort gagnasöfn-
unum í íslenska framlaginu sé betur borgið með eða
án þeirrar íslensku þýðingar sem nú birtist á hluta
vefviðmótsins.
Hvað er þarna að finna?
Evrópubókasafnið er samlag fjörutíu og sjö þjóð-
bókasafna. Samlagið inniheldur ríflega 270 gagnasöfn,
misjöfn að stærð og gerð. Hartnær 180 gagnasöfn
eru leitarbær gegnum vefgátt Evrópubókasafnsins
og jafnframt er vísað á eigin vefslóð hvers og eins.
Tæplega hundrað gagnasöfn eru einungis leitarbær
um eigin vefslóð. Stutt umfangslýsing er gefin fyrir
hvert gagnasafn. Þar kemur fram hvort gagnasafnið
er leitarbært gegnum vefgátt Evrópubókasafnsins og
jafnframt birt eigin vefslóð gagnasafnsins.
Á forsíðu vefs Evrópubókasafnsins er mögulegt
að takmarka leitina við flokk gagnasafna með hlið-
stæðu innihaldi. Þar raðast saman bókfræðiskrár
þjóðbókasafna, stafræn gagnasöfn, hljóðrit og nótur,
myndir, handrit, kort, tímarit, barnaefni og síðasti
flokkurinn er lokaritgerðir og doktorsritgerðir. Þessi
flokkun gefur yfirlit um eðli og innihald gagnasafn-
anna en mismörg gagnasöfn tilheyra hverjum flokki.
Leit í tveimur fyrstnefndu flokkunum getur skilað
niðurstöðum úr upp undir fimmtíu gagnasöfnum en
fimm gagnasöfn falla undir barnaefni, svo að dæmi
séu tekin. Þegar leit er takmörkuð við lokaritgerðir
og doktorsritgerðir skila sér niðurstöður úr einungis
einu gagnasafni.
Leitarkerfi Evrópubókasafnsins er hægfara og
þunglamalegt. Ekki er í boði að leita í öllum gagna-
söfnunum samtímis enda reynir bið eftir niðurstöðum
á þolinmæðina þótt minna sé lagt undir. Á vefnum er
varað við að leita í fleiri en fimmtán gagnasöfnum í
einu. Á yfirlitssíðu um gagnasöfnin er úr nokkrum
möguleikum að spila við að velja gagnasöfn til að leita
í samtímis.
Val eftir löndum gefur kost á að velja í einu lagi öll
gagnasöfn viðkomandi lands eða merkja við einstök
P
L
Á
N
E
T
A
N
2
0
0
7
Gullbrá og birnirnir þrír. Myndin er úr bók í stafrænu serbnesku
barnabókasafni. Í þessu gagnasafni er hægt að komast í 127
barnabækur. Stafræna serbneska barnabókasafnið var upphaflega
liður í alþjóðlegu verkefni sem unnið var á árunum 2002–2007.
Afrakstur þess er alþjóðlegt stafrænt barnabókasafn http://
www.childrenslibrary.org/ og serbneska framlagið birtist líka í
Evrópubókasafninu.