Bókasafnið - 01.10.2008, Page 13

Bókasafnið - 01.10.2008, Page 13
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 11 er skipt upp í fimm verkhluta og á safnið aðild að fjórum þeirra. Hér skal safnið skila af sér vinnu sem nemur 1,5 mm. Verkhlutarnir eru þessir: T1.1 Tæknileg leiðbeining T1.2 Stjórnun verkefnis og eftirlit með styrk T1.3 Fjárhagsleg samhæfing T1.4 Samhæfing stjórnunar T1.5 Trygging á gæðum Þessi verkþáttur er hefðbundinn. Tilgangurinn er að gæta þess að allt það sem lagt er upp með í verklýs- ingu (description of work) sé leyst af hendi. 2. Undirbúningur fyrir innleiðingu og lagfæring gagna (WP2) Með réttu má segja að þessi verkþáttur sé mjög mik- ilvægur fyrir framgang verkefnisins. Hér bera þátt- takendur kennsl á gögn sem eru til staðar hjá þeim, þ.e. skráningarfærslur þar sem handritum er lýst og stafrænar myndir af þeim, og meta umfang þess að breyta þeim og laga svo þau komist fyrir í sam- eiginlegu rými – Manuscriptorium. Einnig fer fram athugun og greining á þeim lýsigögnum og stöðlum sem eru nauðsynlegir til að koma gögnum fyrir á einum stað og búa til gagnaveitu. Í þessum verkþætti eru fjórir verkhlutar. Landsbókasafn á aðild að þeim öllum og skal skila af sér vinnu sem nemur 8 mm. Verkhlutarnir eru þessir: T2.1 Könnun á aðgengi að gögnum sem eru á stafrænu formi. Er hér um að ræða frek- ari úrvinnslu á fyrirspurnum sem voru lagð- ar fyrir þátttakendur við gerð umsóknar til Evrópusambandsins T2.2 Málstofa tæknimanna og þeirra sem leggja til efni en þar verður farið yfir niðurstöður í T2.1. Rætt um hvernig skuli leysa úr því sem könn- unin leiðir í ljós T2.3 Samræða til undirbúnings á tæknilegum skil- yrðum fyrir innri samskipti, þ.e. skil á gögnum í sameiginlega gagnaveitu T2.4 Skilgreining á stöðlum og þróun á lýsigögnum til að koma upplýsingum um gögn til skila Hlutverk Landsbókasafn, eins og annarra í þessum verkþætti, er að greina frá gögnum sem eru í þeirra fórum og með hvaða hætti verður hægt að nálgast þau. Í tilfelli Landsbókasafns er þetta tvíþætt, í fyrsta lagi eru það skráningarfærslur yfir handrit og prent- aðar bækur og í öðru lagi stafrænar myndir af fyrr- nefndum gögnum; hvort tveggja á Sagnaneti. 3. Stöðlun lýsigagna (WP3) Þriðji verkþátturinn, sem hefur yfirskriftina stöðlun lýsigagna, hefur það að markmiði að tryggja gagn- virkni þeirra lýsigagna sem verða lögð í púkkið. Vandinn er að skráningarfærslur sem eru lagðar til eru á mismunandi formi. Í fyrsta lagi hefur sumt verið skráð samkvæmt MASTER staðli (Manuscript Access through Standards for Electronic Records), annað eftir MARC staðli – og það á m.a. við um gögn á Sagnaneti, í þriðja lagi eftir TEI staðli (Text Encoding Initiative) og í fjórða lagi er ýmislegt á ann- ars konar gagnaformi sem fellur ekki undir neitt af ofangreindu. Úr þessum skráningarfærslum þarf að búa til lýsigögn sem verða nothæf og leitarbær í sam- eiginlegum gagnagrunni. Til fróðleiks eru hér verk- hlutarnir sem þarf að leysa: T3.1 Tól til að breyta skráningarfærslum handrita úr TEI P4 yfir í TEI P5 T3.2 Innleiðing á OAI safnara fyrir Manuscriptori­ um T3.3 Lagfæring og innleiðing á METS til að stjórna högun gagna í Manuscriptorium

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.