Bókasafnið - 01.10.2008, Qupperneq 14

Bókasafnið - 01.10.2008, Qupperneq 14
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200812 T3.4 Lagfæring og meðferð á UNICODE stafatöfl- unni í Manuscriptorium Samkvæmt verklýsingu er Landsbókasafn ekki beinn aðili að þessum verkþætti en hann er mjög mik- ilvægur fyrir safnið. Í fyrsta verkhluta er lagt til að búið verði til tól er breytir skráningarfærslum sem eru á TEI P4 yfir í TEI P5 – er hér um að ræða tvær mismunandi gerðir af sama staðli sem er notaður til að lýsa handritum. Jafnframt þarf að búa til tól sem breytir skráningarfærslum sem eru á MARC21 sniði yfir í TEI P5. Þegar því er lokið verða til skrán- ingarfærslur yfir handrit Landsbókasafns á TEI P5 og þannig mögulegt að búa til samskrá yfir handrit þriggja stofnana: Landsbókasafns, Stofnunar Árna Magnússonar og Den Arnamagnæanske Samling. 4. Viðmót notenda (WP4) Fjórði verkþátturinn er að þróa notendaviðmót. Markmiðið er að kanna möguleikann á því að búa til nokkurs konar sérsöfn eða efnisflokka innan stafræna handritasafnsins. Þetta er gert með það í huga að fullnægja þörfum notenda, að bæta aðgengi þeirra, að þeir geti dregið efni í flokka til frekari úrvinnslu. Einnig skal kannað með hvaða hætti er hægt að koma á gagnvirkni á milli gagnasafnsins, þ.e. uppsetningar og framsetningar þess, og notandans. Í þessum þætti eru fimm verkhlutar og á Landsbókasafn aðild að þremur þeirra og skal skila af sér vinnu sem nemur 4 mm. T4.1 Greining á þörfum notenda með það í huga að skipta upp efni gagnasafnsins T4.2 Búa til sérsöfn innan safnsins fyrir notendur T4.3 Búa til sýndarskjöl til kennslu og rannsókna T4.4 Mat á leitum innan gagnasafnsins T4.5 Innleiðing á flóknum samsettum leitum í gagnasafni Ávinningurinn fyrir Landsbókasafn er sá að nú stend- ur fyrir dyrum endurhögun og uppbygging á Sagna- netinu og vafalaust mun eitthvað af þessari vinnu gagnast safninu. 5. Viðmót fyrir þá sem leggja til efni (WP5) Fimmti verkþátturinn felur í sér þróun og innleiðingu á tækjum til að vinna frekar með lýsigögn sem eru til staðar og stafrænar endurgerðir, þ.e. með hvaða hætti þeim verði komið fyrir í Manuscriptorium. Þetta felur í sér nánari úrvinnslu á því sem fer fram í þriðja verkþætti – Stöðlun lýsiganga. Landsbókasafn er aðili að öllum verkhlutum og skal skila af sér vinnu sem nemur 3 mm. T5.1 Veftól til að forma lýsigögn og gögn sem eru tengd handritum T5.2 Greining og þróun á tólum til að vinna með stór útvær (global) gagnasöfn T5.3 Tilraunainnleiðing á stórum gagnasöfnum frá völdum þátttakendum T5.4 Samþætting eða innsetning á gögnum inn í Manuscriptorium Innan verkefnisins verður komið upp nauðsynlegum samskiptaleiðum og þær sérsniðnar að þörfum hvers þátttakanda. Þróaðar verða sérhæfðar lausnir til gera þeim, sem ekki hafa yfir að ráða eigin vefviðmóti, kleift að opna aðgang að sínum gögnum. 6. Aðgengi fyrir notendur og fjöltyngi (WP6) Sjötti verkþáttur felur í sér innleiðingu leitarvélar sem leitar samtímis í gagnasafninu á mörgum tungumálum, t.d. dönsku, tékknesku, pólsku, þýsku, portúgölsku, ungversku og rússnesku. Samkvæmt verklýsingu á Landsbókasafn ekki aðild að þessum verkþætti og er það skiljanlegt því ekki hafa enn verið búin til hér á landi tól sem eru líkleg til að gagnast á þessu sviði. 7. Prófun og mat (WP7) Í sjöunda verkþætti – er varir allt verkefnið – skal meta hvernig hefur tekist til varðandi þau forrit eða tæki sem búin hafa verið til. Þar er verið að draga saman og meta allt sem hefur verið unnið í öðrum verkþáttum og skal Landsbókasafn skila af sér vinnu er samsvarar 7 mm. 7.1 Skilgreining á mati 7.2 Prófun og mat á aðgengi og notum, aðlögun tækja og tóla 8. Kynning og not (WP8) Áttundi og síðasti verkþátturinn felur í sér kynningu á því með hvaða hætti ENRICH verkefnið kunni að gagnast notendum, í sem víðustum skilningi þess orðs. Ennfremur að kynna með hvaða hætti væri hægt að halda áfram með verkefnið. Einn þátturinn er að halda ráðstefnu fyrir hugsanlega notendur og fá við- brögð þeirra við framtakinu. Þessi verkþáttur skiptist upp í fimm verkhluta og á Landsbókasafn aðild að tveimur þeirra og skal skila af sér vinnu sem nemur 2,5 mm. T8.1 Kynningaráætlun búin til T8.2 Kynningarefni búið til T8.3 Vefsetur sett upp og viðhaldið T8.4 Notkunaráætlun T8.5 Skipulag á ráðstefnu Þátttaka Landsbókasafns Ein meginástæða þess að Landsbókasafn tekur þátt í ENRICH verkefninu, fyrir utan það að leggja til
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.