Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 24

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 24
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200822 Bókasafns- og upplýsingafræði átti stórafmæli á síðasta háskólaári en 50 ár voru þá liðin frá því að kennsla hófst í greininni við Háskóla Íslands. Afmælinu var fagnað með margvíslegum hætti en þegar dagskráin fyrir afmælisárið var skipulögð var strax ákveðið að hápunktur afmælishaldanna ætti að vera ráðstefna þar sem fjallað yrði um þróun í kennslu og framtíðarhorfum greinarinnar. Sama kvöld skyldi haldin vegleg afmælishátíð þar sem bókasafns- og upplýsingafræðingar gætu komið saman og glaðst. Kennsla í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands hófst árið 1956 þegar dr. Björn Sigfússon, þáver- andi háskólabókavörður, hóf að kenna greinina við heimspekideild. Upphaflega var námið hugsað sem viðbót við háskólapróf í annarri grein og var þá einkum horft til þeirra sem höfðu lagt stund á nám í íslenskum fræðum og sagnfræði og þóttu á þeim tíma sjálfsagðir starfsmenn stærstu bókasafnanna á Íslandi, Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns. Einnig tók námið mið af því að vöntun var á starfskrafti hjá Háskólabókasafni en nemendur fengu nokkur hundr- uð tíma starfsþjálfun í safninu. Aðrar kennslugreinar voru flokkun og skráning, auk bókfræði og hand- ritalesturs (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997). Til að byrja með voru örfáir nemar skráðir í námið en alls luku 16 nemar B.A. prófi á fyrstu 10 árunum (1964-1973). Fyrsti neminn sem lauk B.A. prófi í greininni, árið 1964, var Svanlaug Baldursdóttir. En smám saman fjölgaði í nemahópnum og árin 1974- 1983 luku 97 nemar prófi, árin 1984-1993 voru þeir orðnir 123 og 1994-2003 útskrifaðist 171 nemi. Árin 2004-2006 luku svo 60 nemar prófi og eru þeir þá alls orðnir 467 talsins (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997; Háskóli Íslands, án árs). Straumhvörf urðu í kennslunni árið 1975 þegar Sigrún Klara Hannesdóttir var ráðin sem fyrsti lekt- orinn í greininni, en hún hafði áður starfað sem stunda- kennari. Ári síðar, þegar félagsvísindadeild Háskóla Íslands var stofnuð, var tekin ákvörðun um að bóka- safnsfræðin yrði ein af greinunum innan hinnar nýju deildar og fluttist hún þá alfarið frá Háskólabókasafni (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1997). Áherslur í kennslunni hafa jafnan tekið mið af þeim breytingum sem hafa átt sér stað í þjóðfélag- inu, einkum hefur tilkoma tölvutækninnar og síðar Internetsins haft þar mikil áhrif. Árið 1986 var ákveð- ið að breyta heiti greinarinnar í bókasafns- og upplýs- ingafræði sem þótti betur lýsa bæði náminu eins og það hafði þá þróast og jafnframt starfi stéttarinnar. Þegar farið var að huga að uppbyggingu framhalds- náms við félagsvísindadeild brást greinin þegar við og hóf árið 1993 að bjóða upp á rannsóknartengt meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði fyrir þá sem höfðu lokið B.A. námi í greininni (Sigrún Klara Hannesdóttir, 1989). Árið 2004 hófst síðan MLIS- nám (Master of Library and Information Science) en það er ætlað fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi í annarri námsgrein en bókasafns- og upplýsingafræði. Einnig stendur doktorsnám til boða í samvinnu við NORSLIS (Nordic Research School in Library and Information Science) (Norslis, 2004). Óhætt er að segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan greinin var að stíga sín fyrstu spor sem háskólagrein. Á þeim tímamótum sem 50 ára afmæli kennslu í greininni er gefst gott tilefni fyrir stéttina til að staldra við, horfa vítt yfir sviðið og velta því fyrir sér hvernig námið hefur þróast hér á landi, en einnig að fræðast um það hvernig áherslur í kennslu hafa Dr. Ágústa Pálsdóttir Frumkvæði og fagmennska Ráðstefna í tilefni af 50 ára afmæli kennslu í bókasafns­ og upplýsingafræði, haldin 23. mars 2007 Gestir á ráðstefnunni nutu góðra fyrirlestra og skemmtu sér líka vel. Mynd: Heiðrún Dóra Eyvindardóttir.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.