Bókasafnið - 01.10.2008, Qupperneq 25
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 23
þróast annars staðar og hvaða hugmyndir innlendir
og erlendir frumkvöðlar um kennslu og stefnumótun
hafa um þróun þjóðfélagsins og hvernig bregðast má
við í starfi, menntun og endurmenntun stéttarinnar.
Eins og áður segir hafði verið ákveðið að hápunkt-
ur afmælishaldanna yrði ráðstefna um þróun í
kennslu og framtíðarhorfur greinarinnar. Undirbún-
ingsnefnd afmælisráðstefnunnar var skipuð þeim dr.
Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, þáverandi landsbóka-
verði, Guðrúnu Pálsdóttur, fulltrúa Upplýsingar –
Félags bókasafns- og upplýsingafræða, og dr. Ágústu
Pálsdóttur, dósent í bókasafns- og upplýsingafræði.
Nefndin fékk einnig til liðs við sig stóran og öflugan
hóp af starfandi bókasafns- og upplýsingafræðingum
sem komu að undirbúningi ráðstefnunnar og afmælis-
dagskrárinnar um kvöldið með einum eða öðrum
hætti. Fljótlega kom upp sú hugmynd að skipa
sérstaka skemmtinefnd til að undirbúa dagskrána
um kvöldið og að fá í hana bókasafns- og upplýs-
ingafræðinga sem hafa útskrifast með 10 ára milli-
bili. Í skemmtinefndinni sátu þær Anna Torfadóttir
(1976), Rósa Traustadóttir (1986), Hrafnhildur
Þorgrímsdóttir (1996) og Hrafnhildur Tryggvadóttir
(2006). Ragnhildur Bragadóttir var einnig með í
nefndinni en hún tók meðal annars að sér að semja
og flytja skemmtiatriði.
Auk ráðstefnunefndar og skemmtinefndar lögðu
fjölmargir aðilar undirbúningi ráðstefnunnar lið. Má
þar nefna að Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýs-
ingafræða lánaði aðgang að forriti til að halda utan um
skráningar á ráðstefnuna og Vala Nönn Gautsdóttir
sá um vefsíðugerð fyrir hana. Einnig lagði Háskólinn
til aðstoð við bókhaldsumsjón. Jafnframt fengust
rausnarlegir fjárstyrkir frá menntamálaráðuneyti,
Háskólasjóði Háskóla Íslands, félagsvísindadeild og
Upplýsingu.
Ráðstefnan Frumkvæði og fagmennska. 50 ára
afmæli kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði,
sem haldin var í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands
föstudaginn 23. mars 2007, var fjölsótt en rúmlega eitt
hundrað manns sóttu hana. Ráðstefnan var sett af dr.
Ágústu Pálsdóttur sem bauð gesti hennar velkomna
og því næst fluttu dr. Kristín Ingólfsdóttir háskóla-
rektor og dr. Ólafur Þ. Harðarson, forseti félags-
vísindadeildar, ávörp. Fengnir voru tveir erlendir
aðalfyrirlesarar sem eru frumkvöðlar í kennslu og
stefnumótun, hvor í sinni heimsálfunni, til að fjalla
um þróun fagsins, möguleika þess og framtíðarsýn.
Dr. Ken Haycock prófessor, sem er yfirmaður School
of Library and Information Science, San José State
University í Kaliforníu, fjallaði um þróun í bókasafns-
og upplýsingafræði á 21. öldinni í sínu erindi. Og
Gitte Larsen frá Danmarks biblioteksskole fjallaði
um breytingar á hlutverki bókasafns- og upplýs-
ingafræðinga og tengsl símenntunar og faglegrar
þróunar. Aðrir fyrirlesarar voru dr. Sigrún Klara
Hannesdóttir sem hélt erindi þar sem hún rakti hvað
áunnist hefði á þeim 50 árum síðan námið hófst og
hver framtíðarsýn þess er. Ágústa Pálsdóttir kynnti
starfsemi Norslis sem er norrænn rannsóknarskóli
um doktorsnám í bókasafns- og upplýsingafræði.
Einnig fjölluðu þrír íslenskir bókasafns- og upplýs-
ingafræðingar, Þorsteinn G. Jónsson, dr. Guðrún
Rósa Þórsteinsdóttir og Ingibjörg Sverrisdóttir, um
það hvernig menntunin hefur nýst þeim í starfi
og áframhaldandi námi. Í lok ráðstefnunnar fjallaði
Ágústa Pálsdóttir um uppbyggingarstarf Sigrúnar
Klöru Hannesdóttur við bókasafns- og upplýsinga-
fræðiskor og þakkaði henni fyrir hennar mikla og góða
frumkvöðlastarf í þágu greinarinnar. Fundarstjórar á
ráðstefnunni voru þær Sólveig Þorsteinsdóttir og
Gunnhildur Manfreðsdóttir.
Að ráðstefnunni lokinni bauð Landsbókasafn
Íslands-Háskólabókasafn til móttöku í Þjóðarbók-
hlöðu en því næst var gengið yfir á Hótel Sögu til
hátíðarkvöldverðar í Ársal þar sem snædd var dýr-
indis máltíð sem var krydduð með tónlist, söng og
gamanmálum. Veislugestir fóru meðal annars í hlát-
Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar, Ken Haycock og Gitte Larsen,
skemmtu sér vel á hátíðarkvöldverðinum. Mynd: Heiðrún Dóra
Eyvindardóttir.