Bókasafnið - 01.10.2008, Side 30

Bókasafnið - 01.10.2008, Side 30
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200828 ir. Þessa samskiptaörðugleika kallaði Kuhn kreppu (Kuhn, 1970 og 1994). Um miðja 20. öld setti Vínarheimspekingurinn Karl. R. Popper fram kenningu sína um afsönnun í vísindum. Þar sýnir hann fram á hvernig vísindin þróast með því að nýjar og betri kenningar velta þeim eldri og úreltu úr sessi. Hann hélt því fram að aldrei væri hægt að setja fram endanleg sannindi, allar kenningar yrðu með tímanum ófullnægjandi og þá yrði að setja fram nýjar. Kenningar væri þannig aldrei hægt að sanna en hins vegar ætti að leitast við að afsanna þær. Samkvæmt kenningum Poppers er gagnrýni besta leiðin til að tryggja framfarir í vísind- um og í þjóðfélaginu öllu. Verkefni mannsins er að takast á við stöðugar breytingar og setja fram nýjar hugmyndir (Magee, 2002 og Popper, 1994). Richard Whitley, félagsfræðingur á sviði viðskipta, höfundur bókarinnar The Intellectual and Social Organization of the Sciences, sem kom fyrst út árið 1984, hefur greint fræðasamfélög eftir því hve fræði- lega háð þau eru öðrum og eftir því hve vinnuferlið í þeim er óformlegt. Hann flokkar þau niður eftir því hvernig þessir þættir fléttast saman. Í fyrra hugtakinu, þ.e. hve greinar eru fræðilega háðar hver annarri, felst að þær eru annars vegar virkniháðar, þ.e. varðandi aðferðir og tækni, og hins vegar matsháðar, þ.e. hvað varðar mælikvarða sem eru notaðir til að meta mikilvægi rannsókna. Venjulega fylgist þetta að þannig að grein sem er tæknilega háð annarri þarf að nota svipaða mælikvarða á rannsókn- irnar. Greinar, sem nota svipaða mælikvarða, þurfa hins vegar ekki í eins miklum mæli að vera tæknilega háðar hvor annarri. Mikill munur getur verið á greinum að þessu leyti því sumar þróa með sér mjög sérhæfðar aðferðir, sem eru illskiljanlegar í öðrum fræðasamfélögum, en aðrar nota mjög svipuð kenningakerfi. Ef greinar eru mjög virkniháðar öðrum greinum er innra kerfi þeirra veik- ara og það hvetur til þverfaglegri tækni og aðferða. Ef þær eru matsháðar öðrum greinum hvetur það til samræmingar mælikvarða, markmiða og skipulags við lausnir vandamála. Þá skiptir vísindasamfélagið sem heild meira máli og forgangsröðun greina og umbun verða mikilvægari (Whitley, 2000). Í seinna hugtakinu, verkóvissuþættinum, felst annars vegar tæknileg eða aðferðafræðileg óvissa og skipulagsleg óvissa hins vegar. Tæknilegi óvissuþátturinn fer eftir því hve fast- mótuð bakgrunnsþekking er í fræðigreinum, hve skipulagt rannsóknarferlið er og hversu ljóst mik- ilvægi árangurs og nýnæmis er í rannsóknum. Þar sem þessi óvissuþáttur er mikill verða oft deilur um túlkun niðurstaðna og aðferðafræðin fljótandi og persónuleg. Skipulagslegi óvissuþátturinn snýst um viljann til að íhuga vandamál af ýmsum toga og forgangsröðun á þeim og til að leyfa eða þola aðra nálgun en þá sem er ríkjandi eða hefðbundin. Mikil óvissa í þessu efni veldur óstöðugleika og markmiðin vilja stundum verða óljós (Whitley, 2000). Túlkunarfræðin hefur haft mikil áhrif í hugvísind- um og er einkum mikilvægt sjónarhorn við rannsókn- ir á fræðasamfélögum sem stunda textarannsóknir. Á þessari öld hafa þeir Heidegger og síðar Gadamer haft mest áhrif. Gadamer lagði áherslu á nauðsyn þess að hafa forsendur til að skilja texta. Hver ný kynslóð túlkar texta á nýjan hátt. Þannig myndast nýr skiln- ingur, spurningar og sjóndeildarhringar. Hann taldi líka að túlkandi gæti aldrei verið hlutlaus, heldur setti svip sinn á túlkunina (Skirbekk og Gilje, 1999). Þegar fjallað er um fræðasamfélög nútímans verð- ur heldur ekki hjá því komist að skoða þau í ljósi póstmódernisma og formgerðarfræða sem komu fram á síðari hluta 20. aldar og hafa haft gífurleg áhrif á afstöðu manna til þekkingar og fræða, jafnt í fræðasamfélögum, eins og bókmenntafræði, sagn- fræði, heimspeki og félagsfræði, og utan þeirra og valda því að það sem áður þótti gott og gilt er tekið til rækilegrar endurskoðunar og nýsköpunar. Í riti sínu Sturlun og óskynsemi. Saga sturlunar á skynsemisöld, sem kom fyrst út árið 1961, benti franski heimspekingurinn og formgerðarsinninn Michel Foucault á nauðsyn þess að þekkja forsend- ur og formgerð þekkingar á hverjum tíma. Hvernig þekking væri alltaf afstæð og aldrei algildur sannleik- ur, heldur mótaðist af orðræðunni og væri ætíð barn síns tíma (Foucault og Matthías Viðar Sæmundsson, 1998). Foucault gerði einnig merkilega úttekt á fræðigreinum sem orðræðusamfélögum í bókinni The Archaeology of knowledge (ísl. Fornminjafræði þekkingarinnar) sem kom út árið 1969 (Foucault, 1989). Í greininni Skipan orðræðunnar talar hann m.a. um sannleiksgildi í vísindum eða fræðigreinum. Hann segir að þær séu myndaðar af sannindum jafnt og ósannindum sem þjóni ákveðnum hlutverkum og hafi sögulegan áhrifamátt. Nýjar stefnur í heimspeki og félagsfræði leiða af sér ný og ný fræðileg sjónarhorn á hverjum tíma og tveir aðrir franskir formgerðarsinnar, Roland Barthes og Jacques Derrida, hafa á síðustu áratugum haft mikil áhrif á viðhorf manna til þekkingar með kenn- ingum sínum um afbyggingu og orðræðugreiningu (Magee, 2002; Derrida, 1991). Ekki verður heldur litið fram hjá hinum feminísku fræðum, sem blómstruðu um og eftir 1970 og settu mark sitt á mörg fræðasamfélög. Í hugvísindum og félagsvísindum hófu konur að kanna fræðin út frá sjónarhornum kvenna og barna og minnihlutahópa

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.