Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 33

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 33
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 31 Samantekt Ýmsar kenningar í vísindaheimspeki, þekkingarfræði og félagsfræði þekkingar eru mikilvægar við rann- sóknir á þekkingar- og fræðasamfélögum. Skilningur á því hvernig fólk skynjar og túlkar upplýsingar og um táknbundin samskipti eru þar nauðsynlegar for- sendur. Merkar kenningar um framþróun þekkingar og vísinda, sem komu fram á 20. öld, má einnig nýta sér. Straumar og stefnur í heimspeki og félagsfræði, eins og feminismi, formgerðarstefna og postmodern- ismi hafa haft mikil áhrif í fræðasamfélögum og er nauðsynlegt að skoða þau með tilliti til þess. Þekkingar- eða fræðasamfélög er hægt að skil- greina útfrá ákveðnum forsendum en þau eru hvorki föst né óbreytanleg stærð heldur eitthvað sem þarf að skilgreina hverju sinni. Við greiningu á þeim er hægt að fara ýmsar leiðir og kanna ýmsa þætti þeirra til að fá heildarmynd. Beita má mismunandi aðferðum, eftir því hvaða þætti verið er að athuga. Það er þó óhjákvæmilegt að líta á þau útfrá félagslegu sjón- arhorni, þar sem hver einstaklingur er hluti af félags- legu rými og þekkingin innan þess myndast og mótast af áhrifum og samskiptum við aðra. Heimildaskrá Barthes, R. (1991 a). Dauði höfundarins. Spor í bókmenntafræði 20. aldar. (bls. 173-180). Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Barthes, R. (1991 b). Frá verki til texta. Spor í bókmenntafræði 20. aldar. (bls. 181-190). Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands. Barthes, R. (2004). Criticism and truth. London: Continuum. Budd, J.M. (2005). Phenomenology and information studies. Journal of Documentation, 61(1), 44-59. Creswell, J.W. (1998). Qualitative inquiry and research design. Choosing among five traditions. London: Sage. Derrida, J. (1991). Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna. Spor í bókmenntafræði 20. aldar. (bls. 129-152). Reykjavík: Bókmennta- fræðistofnun Háskóla Íslands. Foucault, M. (1989). The Archaeology of knowledge. London: Routledge. Foucault, M. (1991). Skipan orðræðunnar. Spor í bókmenntafræði 20. aldar. (bls. 191-226). Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.