Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 35

Bókasafnið - 01.10.2008, Síða 35
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 33 Endurreisn Alþingis árið 1845 er einn af merk is viðburðum sjálfstæðisbaráttunnar. Þegar undir búningur var hafinn að endurreisn þingsins á fjórða áratug 19. aldar var litið til Bessastaða, Þingvalla og Reykjavíkur sem mögulegs þingstaðar. Aðgangur þingmanna að skjala- og bókasöfnum var meðal þeirra ástæðna að Reykjavík varð fyrir valinu. Embættismannanefndin 1841 Í júlí 1841 kom saman í Reykjavík nefnd tíu helstu embættismanna landsins. Nefndin hafði áður komið saman árið 1839, en henni var ætlað að fjalla um innlend málefni og vera þinginu í Hróárskeldu til ráðgjafar. Á fundinum 1841 var helsta umræðuefnið úrskurður konungs frá 20. maí 1840 þar sem var ákveðið að leita álits nefndarinnar um mögulega endurreisn Alþingis sem ráðgjafarþings.1 Nefndin átti að fjalla um fyrirkomulag þingsins og hvort ekki færi vel á því að kalla þingið Alþingi, halda það á Þingvöllum og sníða það sem mest eftir Alþingi til forna.2 Nefndin hóf störf 5. júlí og fjallaði m.a. um starfhætti þingsins, kosningarétt og kjörgengi, og var sammála um að setja ætti á fót innlent ráðgjafarþing og kalla það Alþingi, en taldi að best væri að starfshættir þess væru með nútímalegra sniði heldur en á tímum þjóðveldisins. Nefndarmenn voru hins vegar ekki sammála um hvar Alþingi hið nýja ætti að vera, en hugmyndir voru um að þingið ætti að vera á Bessastöðum, Þingvöllum eða í Reykjavík. Meirihluti nefndarinnar var fylgjandi því að Alþingi yrði í Reykjavík, en um það urðu nokkrar deilur, enda var andúð á Reykjavík nokkuð almenn á þessum tíma. Bærinn var álitinn hálfdanskur verslunarstaður, en hinn sanni þjóðarandi var talinn vera í sveitum landsins. Helstu rök þeirra sem vildu hafa Alþingi í Reykjavík voru þau að þingið gæti fengið húsnæði 1 Sjá um endurreisn Alþingis: Aðalgeir Kristjánsson, Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn (Reykjavík, 1993). 2 Lovsamling for Island XI. bindi (Kaupmannahöfn, 1863), bls. 614- 628; Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróárskeldu 1840 (Kaupmannahöfn, 1840), bls. 72. í skólahúsi Lærða skólans sem fyrirhugað var að reisa nálægt tjörninni og þar væri hægt að hafa skrifstofu þingins og geyma ýmis skjöl og bækur. Í Reykjavík var einnig hægt að bjóða upp á sæmilega gistiaðstöðu í stað þess að láta þingfulltrúa búa í tjöldum á Þingvöllum á meðan á þinghaldi stæði og að auki var dvöl í tjaldbúðum talin óholl fyrir eldri menn og ekki væri hægt að bjóða upp á fullnægjandi eldunaraðstöðu fyrir mat sem þeir væru vanir að heiman. Þá var nauðsynlegt að þingfulltrúar gætu rekið ýmis erindi í Reykjavík samhliða þingstörfunum og sinnt embættisskyldum sínum. Jafnframt var bent á að konungur hefði aðeins beðið nefndina að íhuga að hafa þingið á Þingvöllum, en ekki sett nein skilyrði þar að lútandi.3 Loks kom fram að það væri nauðsynlegt fyrir störf þingsins að þingfulltrúar gætu nálgast „allar þær upplýsingar og áhöld, er þyrftu við til meðferðar þeirra málefna, er krefðu djúpsærrar og glöggrar yfirvegunar“ og það væri að finna í Reykjavík.4 Þar væru skjalasöfn stiftamtsins, biskupsstólsins, landsyfirréttarins og landfógetans. Að auki væri þar stiptisbókasafnið (Landsbókasafn) sem þá var á lofti Dómkirkjunnar og taldi þá um 7.000 bindi5, bókasafn Lærða skólans (sem fylgja átti skólanum við flutning hans frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846) og bókakostur ýmissa góðra manna sem vildu ugglaust lána þingmönnum til afnota um skeið. Meirihlutinn benti á þá staðreynd að ef Alþingi ætti að vera á Þingvöllum yrði tímafrekt að leita til Reykjavíkur í bækur og skjöl, og tefja og flækja ýmis mál sem krefðust úrlausnar. Þá var talið varhugavert að senda menn eftir upplýsingum til Reykjavíkur og „trúa öðrum fyrir að leita upplýsinga þeirra, er mjög væru áríðandi“.6 Fylgismenn Þingvalla gáfu lítið fyrir þessi 3 Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík árin 1839 og 1841. Síðari deild (Kaupmannahöfn, 1842), bls. 20-35. 4 Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík, bls. 21. 5 Landsbókasafn Íslands 1818­1918. Minningarrit (Reykjavík, 1920), bls. 51. 6 Tíðindi frá nefndarfundum íslenzkra embættismanna í Reykjavík, bls. 22. Bragi Þorgrímur Ólafsson Endurreisn Alþingis 1845 og aðgangur að skjala- og bókasöfnum

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.