Bókasafnið - 01.10.2008, Side 42

Bókasafnið - 01.10.2008, Side 42
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200840 helsta fræðsla til starfsmanna væri maður á mann og væri það mest í kringum tiltektardaginn sem er einu sinni á ári hjá stofnuninni. Ösp taldi að stofnunin stæði sig bara vel viðvíkjandi varðveislu tölvupósts. „Auðvitað má alltaf gera betur en ég tel okkur vera á góðri siglingu. Málafjöldi í skjalakerfinu hjá okkur fer stöðugt vaxandi, en það er ekki þar með sagt að við séum að fá inn fleiri erindi heldur er starfsfólk að verða meðvitaðra um hvað á að skrá og hvað ekki.“ Eru starfsmenn vel upplýstir um skyldur sínar varðandi varðveislu tölvupósts og hverjir eiga að upplýsa þá? Allir þátttakendur voru sammála um að það væru skjalastjórar eða ábyrgðarmenn skjalamála sem ættu að upplýsa starfsmenn um skyldur sínar varðandi varðveislu tölvupósts. Þrír þátttakendur töldu að starfsmenn væru vel upplýstir um skyldur sína í þessu sambandi, einn þátttakandi taldi að starfsmenn væru svona í meðallagi upplýstir en tveir þátttakendur töldu hins vegar að starfsmenn væru ekki vel upplýstir. Þegar Hekla var spurð hvað væri gert til þess að upplýsa starfsmenn sagði hún: „Það eru haldin námskeið, fræðsla og svo er maður náttúrulega bara leiðbeinandi. Það er náttúrulega bara stór hluti af starfinu að vera bara innan handar og leiðbeina og fræða starfsmenn.“ Ösp sagði að starfsmenn skjalasafns sæju um að upplýsa starfsmenn og Sigrún sagði að öllum nýjum starfsmönnum væri leiðbeint um hvernig þeir ættu að nota skjalakerfið og svo leituðu starfsmenn til hennar ef þeir þyrftu aðstoð. Erla sagði að starfsmenn ættu að vera vel upplýstir þar sem það væri margbúið að segja þeim til hvers væri ætlast af þeim í starfi en það væri bara eins og þeir gleymdu þessu jafnóðum. Hildur sagði að starfsmenn væru ekki vel upplýstir. Hún sagði að það væri ábyrgðarmaður skjalamála sem ætti að upplýsa starfsmenn en það þyrfti að koma frá yfirmönnum stofnunarinnar. Hún sagði: „Þetta verður allt að koma ofan frá.“ Birna sagði að það hefði verið reynt að upplýsa starfsmenn en það væri bara eins og að tala fyrir daufum eyrum. Hvernig standa stjórnendur sig sem ábyrgðaraðilar og hvað geta þeir gert til þess að hvetja starfsmenn? Tveir þátttakendur sögðu stjórnendur standa sig vel sem ábyrgðaraðilar gagnvart því að farið væri að lög- um um varðveislu tölvupósts. Þeir voru sammála um að stjórnendur stofnana þyrftu ekkert að gera til þess að hvetja starfsmenn til að varðveita tölvupóst, það væri hlutverk ábyrgðarmanns skjalamála að tryggja að starfsmenn færu að lögum. Fjórir þátttakendur voru hins vegar sammála um að æðstu yfirmenn stæðu sig ágætlega en millistjórnendur væru mjög misjafnir og oft erfitt við þá að eiga. Þeir töldu að stjórnendur þyrftu að vera fyrirmynd annarra starfsmanna og þeir þyrftu að fylgja því betur eftir að millistjórnendur og undirmenn þeirra færu að lögum. Hildur sagði að stjórnendur stæðu sig ekki vel við að tryggja að farið væri að lögum um varðveislu tölvupósts. Æðsti yfirmaður stofnunarinnar væri mjög meðvitaður um þessi mál og það væri ekkert yfir honum að kvarta en hann gæfi sér bara ekki tíma til þess að hafa þetta í lagi. Deildarstjórar væru mjög misjafnir og sumir hverjir teldu varðveislu tölvupósts ekki skipta neinu máli. Erla var sammála Hildi og sagði það vera mjög misjafnt hvernig millistjórnendur stæðu sig sem ábyrgðarmenn skjalamála, það færi alveg eftir hverjum og einum yfirmanni. Ösp sagði yfirmenn sýna skjalamálum mikinn áhuga: „Þeir styðja vel við skjalastjórn og það sem starfsmenn skjalamála eru í rauninni að gera. Þannig sjá starfsmenn að það er stuðningur við þessi málefni hjá stofnuninni og að þetta er eitthvað sem þeir ættu að sinna líka. Hekla sagði að yfirmenn þyrftu auðvitað að vera fyrirmynd en þeir gætu ekki verið í öllum störfum sjálfir. „Þeir ráða starfsmann til þess að sinna ákveðnum verkefnum og mér var falið að sjá um skjalastjórn. Þar af leiðandi er það mitt verkefni að tryggja að starfsmenn fari að lögum varðandi varðveislu tölvupósts.“ Þátttakendur voru einnig spurðir hvort ábyrgðarmaður skjalamála hefði mikið vægi innan stofnunarinnar. Hjá ríkisstofnunum tveimur, B og C, kom fram að ábyrgðarmenn skjalamála hefðu mikið vægi og stjórnendur sýndu skjalamálum mikinn stuðn- ing. Í ríkisstofnun A og borgarstofnunum D, E og F kom hins vegar fram að ábyrgðarmenn skjalamála hefðu ekki mikið vægi innan stofnunarinnar. Hverjar eru kröfur stjórnenda um varðveislu tölvupósts og er kröfunum fullnægt? Það kom fram hjá öllum þátttakendum að kröfur stjórnenda um varðveislu tölvupósts væru þær sömu og gagnvart öðrum skjölum sem ber að varðveita. Stjórnendur gera kröfur um að skjalakerfið sé notað og að öll lagaleg skilyrði séu uppfyllt. Hjá þremur stofnunum kom það fram að þessum kröfum væri ekki fullnægt. Hjá einni stofnun kom það fram að kröfunum væri nokkurn veginn fullnægt og hjá tveimur stofnunum kom það fram að kröfunum væri fullnægt að mestu. Hildur sagði að hún væri alveg viss um að þessum kröfum væri ekki fullnægt. „Það eru enn svo margir starfsmenn hérna sem líta ekki á tölvupóst eins og bréf.“ Erla sagðist vera hrædd um að þessum kröfum væri ekki fullnægt hjá stofnuninni. Hún sagði að það

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.