Bókasafnið - 01.10.2008, Page 50
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 200848
bókasafns- og upplýsingafræðinganna nauðsynlegt
að auka tæknikunnáttu sína til að geta betur sinnt
efnisleit og alhliða upplýsingaöflun og -miðlun fyrir
sérfræðinga.
Þá virðist þurfa að auka kynningar- og leiðbeiningar-
starf, sem e.t.v. kallar á meiri menntun bókasafns- og
upplýsingafræðinga í kennslufræði til að geta útbúið
hvers kyns leiðbeiningar og kennsluefni og hreinlega
lært að markaðssetja bókasöfnin og upplýsingamið-
stöðvarnar. Allir virtust bókasafns- og upplýsinga-
fræðingarnir gera ráð fyrir að rafræna efnið muni
aukast og að bókasöfn framtíðarinnar verði meira
upplýsingamiðstöðvar. Þeir gera þó allir ráð fyrir „að
áfram þurfi að halda utanum og matreiða upplýsingar
til handa sérfræðingunum, á hvaða vettvangi sem það
verður gert“ eins og einn sagði.
Þjónusta sérfræðibókasafna og
bókasafns- og upplýsingafræðinga
Klugkist (2001) segir bókasafns- og upplýsingafræðinga
eiga að bjóða upp á hágæðaþjónustu og að nýta
hvert tækifæri til að auglýsa hvaða efni, þjónustu og
aðstoð sem sérfræðibókasöfn bjóða upp á. Cotta-
Schønberg (2005) leggur einnig mikla áherslu á
þjónustuhlutverkið. Niðurstöður rannsóknarinnar
benda líka til að þótt ýmiss konar færni, góð fagleg
menntun og tæknikunnátta sé nauðsynleg fyrir
bókasafns- og upplýsingafræðinga til að geta sinnt
starfi sínu sem best virðist viðmótið og þjónustulundin
skipta notendur miklu máli. Það að vera alltaf til staðar
til að aðstoða sérfræðinga, kennara, stúdenta eða
hvern þann hóp, sem viðkomandi sérfræðibókasafn
eða upplýsingamiðstöð á að þjóna og vill þjóna, er
mjög mikilvægt. Og hugsanlega að finnast ekkert
erindi svo ómerkilegt að ekki eigi að sinna því með
bros á vör. Ef sérfræðingum mæti slæmt viðmót, þótt
ekki sé nema í eitt skipti, þá geti það orðið til þess að
þeir hætti að nota bókasafnið og neyðist til að fara
lengri leið við heimildaöflun.
Á a.m.k. einni af þeim stofnunum sem rannsóknin
náði til virtist sérfræðingum fjárhagssjónarmið um
of vera farin að stjórna rekstri bókasafnsins eða
upplýsingamiðstöðvarinnar. Þetta töldu þeir slæma
þróun því að ef stjórnvöld teldu nauðsynlegt að
stunda rannsóknir á einhverju sviði þá væri rekstur
bókasafns þjónusta sem ætti að vera hafin yfir kröfuna
um að standa undir sér. Meirihluti viðmælenda
óttaðist skilningsleysi stjórnenda stofnana á starfsemi
bókasafna og upplýsingamiðstöðva og að viðhorf
þeirra væru of neikvæð. Það virðist því mikilvægt
að kynna þjónustuna, láta verkin tala og sýna hvers
bókasafns- og upplýsingafræðingar eru megnugir.
Erlendar rannsóknir sýna að það gæti verið
æskilegt að bókasafns- og upplýsingafræðingar
gegndu stærra hlutverki sem aðstoðarfólk við
rannsóknarvinnu og að gæði háskóla og það hve
eftirsóttir þeir séu geti jafnvel ráðist af hæfni
bókasafns- og upplýsingafræðinga sem þar starfa.
Þetta má t.d. sjá hjá Petersen (2006) og Wakeham
og Garfield (2005) og Cotta-Schønberg telur þá
eiga að vera „i brændpunktet mellem universitet og
biblioteket“ (Cotta-Schønberg, 2005, bls. 18). Einn
sérfræðinganna, sem inntur var eftir þessu, taldi á
hinn bóginn bókasafns- og upplýsingafræðinga ekki
æskilegasta kostinn til að setja í einhverja „púlvinnu“
við rannsóknir eins og hann sagði og hinir höfðu ekki
beina skoðun á málinu.
Þörf fyrir meiri fagmenntun
á sviði náttúrufræða?
Talsverð umræða á sér nú einnig stað um menntun
bókasafns- og upplýsingafræðinga; hvort ástæða
sé að breyta um áherslur þannig að fólk bæti
bókasafns- og upplýsingafræðinámi ofan á einhverja
faggrein. Þeir bókasafns- og upplýsingafræðingar
sem talað var við og einhvern bakgrunn hafa í
náttúrufræði töldu hana hafa nýst sér afar vel í
störfum á náttúruvísindabókasöfnum. Þeim fannst
þó tæplega ástæða til að breyta námi í bókasafns-
og upplýsingafræði þannig að það yrði skylda að
taka einhverja faggrein og bæta bókasafns- og
upplýsingafræði ofan á. Til þess sé starfsvettvangur
sérfræðibókasafna og upplýsingamiðstöðva varla
nógu stór og fjölbreytilegur. Svipuð afstaða kom fram
hjá þeim sem ekki höfðu bakgrunn í náttúrufræði;
þeir töldu sig þó, sérstaklega í upphafi starfsferils,
stundum hafa saknað þess.
Lokaorð
Hér hefur verið fjallað um hvaða áhrif Landsaðgangur
og annað rafrænt efni hefur haft á sérfræðibókasöfn
og upplýsingamiðstöðvar á fjórum náttúruvísinda-
stofnunum. Niðurstöður benda til að þótt rafræna
efnið sé farið að hafa umtalsverð áhrif á störf og
hlutverk bókasafns- og upplýsingafræðinga þá
verði áfram þörf fyrir þjónustu þeirra. Þrátt fyrir að
sérfræðingar finni orðið sjálfir talsverðan hluta þeirra
upplýsinga og heimilda sem þeir þurfa á að halda
á rafrænu formi og slíkt efni muni aukast þá verða
alltaf einhverjir sem ekki nýta rafræna efnið sem
skyldi og þá þurfa bókasafns- og upplýsingafræðingar
að aðstoða. Náttúrufræðingar virðast einnig töluvert
háðir eldra efni til samanburðar við nýrri rannsóknir.
Og það efni verður áfram einungis að finna á bóka-
söfnum og upplýsingamiðstöðvum. Leiðbeiningar- og
kennsluhlutverki þarf að gefa meiri gaum. Meirihluti
sérfræðinga kvartaði undan skorti á leiðbeiningum
við leitir og notkun rafræns efnis.