Bókasafnið - 01.10.2008, Page 59

Bókasafnið - 01.10.2008, Page 59
BÓKASAFNIÐ 32. ÁRG. 2008 57 áhugaverðar bækur eftir að verða á vegi mínum og ég vona að þær verði margar, bækurnar á náttborðinu mínu, sem eiga eftir að hrífa mig og leiða um víða veröld í skemmtilegum ferðalögum hugans. Hilmar Gunnþór Garðarsson Draumaland Andri Snær Magnason: Drauma­ landið – Sjálfshjálpar bók handa hræddri þjóð. Rv. 2006. Draumalandið er að mínu mati merkasta bók sem komið hefur út á Íslandi í langan tíma. Hún fjallar um mikið hitamál í samtímanum á hispurslausan hátt og af mikilli hugmyndaauðgi. Höfundur rekur umræður um virkjunar- og stóriðjumál á undanförnum árum. Hann gagnrýnir málflutning virkjunar- og stóriðjusinna og sér í lagi ráðamanna þjóðarinnar og segir hann einkennast af fullyrðingum sem ekki standast við nánari skoðun, hálfsannleik og hreinum rangfærslum þegar verst lætur. Klifað er á því að á Íslandi sé nær óþrjótandi vatnsorka sem hægt sé að virkja án teljandi umhverfisspjalla og látið eins og það sé heilög skylda okkar að virkja þessa „umhverfisvænu“ orku svo að hægt sé að draga úr notkun mengandi orkugjafa. Höfundur sýnir fram á að þessi málflutningur fær ekki staðist nánari skoðun. Hræðsluáróðurinn finnst höfundi þó sýnu verstur. Honum finnst viðhorf þjóðarinnar til virkjana og stóriðju mótast af ótta við framtíðina. Hann skilur ekki hvernig þjóð, sem lifir við auðsæld og ætti að geta ráðið örlögum sínum sjálf, óttast svo mjög að glata auðlegð sinni nema hún fórni náttúru landsins og taki erlendum stórfyrirtækjum opnum örmun. Höfundur átelur ráðamenn þjóðarinnar fyrir að ala á þessum ótta og telja þjóðinni trú um að allt fari á verri veg ef ekki verði haldið áfram að virkja og reisa stóriðjuver. Hefur höfundur meiri trú á löndum sínum en svo að þeir þurfi að láta misheppnaða stjórnmálamenn hræða sig til fylgis við þessa 19. aldar atvinnugrein. Hann segir að íslenska þjóðin sé duleg, hugmyndarík og framtakssöm og hvetur landa sína til að láta ekki ráðamenn kúga úr sér fjörið. Það er sennilega rétt sem segir á bókarkápu að svona bók hefur ekki verið skrifuð á Íslandi áður enda ekki mikil hefð fyrir því að helstu deilumál samtímans séu tekin til jafn rækilegrar umfjöllunar og gert er í bók Andra. Það er einmitt helsti kostur bókarinnar að öll ummæli sem fallið hafa um virkjunar- og stóriðjumál á undanförnum árum eru hér saman komin. Lesandinn getur því gert sér góða grein fyrir heildarmyndinni sem ella væri brotakenndari. Höfundur hefur dregið saman mikið magn heimilda og er skilmerkilega til þeirar vitnað og eykur það gildi bókarinnar. Bókin er vel skrifuð og þægileg aflestrar, frásögnin lifandi og spennandi. Ég las hana eins og reyfara í fyrsta skipti og síðan hef ég lesið hana aftur og aftur mér til fróðleiks og ánægju. Bókin vakti mikla athygli og deilur þegar hún kom út og hún seldist vel eins og títt er um góðar bækur. Hún lætur engan ósnortinn, vekur lesandann til umhugsunar og áleitnar spurningar vakna. Þetta er sterk bók sem breytir viðhorfum. Nú er mikið talað um kreppu í efnahagsmálum þjóðarinnar. Menn spryja hver annan; verður lendingin mjúk eða hörð? Eða verður kannski bara algert hrun? Jarðvegurinn er frjór fyrir hræðsluáróður. Misheppnaðir stjórnmálamenn segja að allt fari fjandans til nema reist verði álver í Helguvík, á Bakka og olíuhreinsunarstöð í Dýrafirði. Og ætli þurfi ekki bara kjarnorkuendurvinnslustöð líka? Einn þingmaðurinn sagði að við yrðum að reisa álver til þess að hægt væri að borga kennurum hærra kaup. En til hvers var reist álver á Reyðarfirði? Nú er það farið að „mala gull“ en samt höfum við ekki efni á að borga kennurum vel. Við þurfum sennilega eitt eða tvö álver, kannski þrjú, til þess að geta það. Umræðan um Kárahnjúkavirkjun og álver á Reyðarfirði endurtekur sig. Hún einkennist af sömu vantrú ráðamanna á getu þjóðarinnar til þess að ráða fram úr vandanum á eigin spýtur, sömu vantrúnni á atvinnulífinu. Eina bjargræðið sem þeir sjá er að erlendir auðhringar með vafasamt orðspor færi okkur auðlegð. Í þessu svartnætti á sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð brýnt erindi við þjóðina. Hún telur kjark í fólk, bendir á leiðir og hvetur fólk til að treysta á sköpunarkrafta sína, atorku og dugnað.

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.