Morgunblaðið - 10.04.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 10.04.2015, Síða 2
Malín Brand malin@mbl.is Yfirlýsing frá OECD var birt í gær þar sem vakin er athygli á að vinnuhópur OECD um mútu- greiðslur telur að Ísland hafi ekki með fullnægjandi hætti innleitt samning OECD um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opin- berra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Ísland fær frest fram í október til að skila skýrslu um innleiðingu ábendinga hópsins, sem alls eru sautján talsins. Aðeins tvær þeirra hafa þegar verið innleiddar og var það gert árið 2012. Ráðherranefnd var stofnuð til að innleiða það sem út af stendur. Innanríkisráðuneytið svaraði fyr- irspurn blaðamanns um seinagang- inn skriflega og þar segir eftirfar- andi: „Innanríkisráðuneytið vill taka fram að ýmsar ástæður eru fyrir því að innleiðing framan- greindra aðgerða er ekki lengra komin en raun ber vitni. Ástæðan er einkum sú að vegna efnahags- ástands hefur ekki verið unnt að setja nægilegt fé og mannafla til að sinna þessu verkefni og það því ekki hlotið forgang.“ Ófullnægjandi svör Ennfremur kemur fram í svari ráðuneytisins að innanríkisráðu- neytið hafi í síðasta mánuði sent OECD upplýsingar um hvernig brugðist yrði við tilmælunum. „Vinnuhópur OECD taldi svörin ekki fullnægjandi og samþykkti að gefa út fyrrnefnda yfirlýsingu þar sem Ísland er hvatt til að innleiða Ísland hefur ekki orðið við óskum OECD um hert eftirlit  Barátta gegn mútugreiðslum stutt komin að mati OECD Á meðal verkefna » Setja þarf upp þjálfun fyrir saksóknara varðandi upptöku á hagnaði vegna mútu- greiðslna og að gerð sé krafa um upptöku fjár í málum er tengjast erlendum mútubrot- um. » Löggæsla og saksóknarar þurfa að fá þjálfun varðandi rannsókn og saksókn erlendra mútubrota. Sérstök rannsókn- arúrræði lögreglu þurfa einnig að ná til rannsóknar á erlend- um mútubrotum. » Endurskoðendur og skatt- rannsóknarsérfræðingar eiga að fá viðeigandi þjálfun varð- andi erlend mútubrot. að fullu tilmæli OECD og er veittur til þess frestur fram í október.“ Norðurlönd taki sig á Alls tekur fjörutíu og eitt land þátt í baráttunni gegn mútu- greiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskipt- um. Þar á meðal eru nágrannalönd- in Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Finnland. Athugasemdir hafa verið gerðar við framvindu innleiðingar tilmæla OECD hjá þeim öllum eins og lesa má um á vef OECD, www.oecd.org. Svo virðist sem Danmörk og Ísland séu seinni til að ná markmiðunum en Finnland og Svíþjóð. Bestur hef- ur árangurinn verið í Svíþjóð þar sem stór skref hafa verið tekin, að því er fram kemur í skýrslu vinnu- hóps OECD. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Verkfræðinemar við Háskóla Íslands afhjúpuðu í gær nýjan kappakstursbíl, TS15. Liðið, Team Spark, fer svo með bílinn í alþjóðlegu kappakst- urs- og hönnunarkeppnina Formula Student sem haldin verður á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í júlí. Lið HÍ vann einmitt til verðlauna á brautinni í fyrra. „Helsti munurinn á þessum bíl og bílnum í fyrra er að þá bjuggum við til bíl sem hægt væri að keyra. Núna erum við að gera bíl sem hægt er að keyra og er samkeppnishæfur við bestu tækniháskóla í heimi,“ segir Aðalheiður Guðjónsdóttir, liðstjóri Team Spark. Morgunblaðið/Þórður „Samkeppnishæfur við bestu tækniháskóla í heimi“ Verkfræðinemar við HÍ kynntu kappakstursbílinn TS15 til leiks í gær Ríkissaksóknari ætlar að áfrýja sýknudómi lögreglumannsins sem sakaður var um meintar ólögmæt- ar uppflettingar í málaskrárkerfi ríkislögreglustjóra, LÖKE. Þetta staðfestir Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannsins, í samtali við Morgunblaðið. Í héraði var krafa ákæruvaldsins að ákvörðun refsingar væri frestað ef sakfellt yrði og allur málskostn- aður félli á ríkið óháð niðurstöðu. Garðar Steinn fékk það staðfest í dag að ríkissaksóknari héldi sig við eigin kröfugerð um málskostnað í héraði en endanleg kröfugerð komi svo fram í greinargerð. Garðar segir ákvörðun ríkis- saksóknara koma sér á óvart, en þó ekki í opna skjöldu. „Lögfræðilega er þetta alveg óskiljanlegt en ríkissaksóknari var búinn að koma með sínar yfirlýs- ingar í fjölmiðla og það var emb- ættinu ekki til framdráttar að hún væri að gera sig digra því emb- ættið kemur ekki vel út úr þessu máli. Því miður kemur þetta ekki nægilega mikið á óvart,“ segir Garðar. Margt undarlegt Hann segir ekkert benda til þess að þetta mál hafi yfirleitt átt að fara af stað og margt undarlegt við rannsókn þess. „Það er mjög undarlegt að stofn- un sem nú liggur fyrir að geti ekki, samkvæmt Ríkisendurskoðun, sinnt lögboðnum skyldum sínum, sé að eyða tíma og peningum í að eltast við eitthvað sem embættið sjálft viðurkennir að varði ekki refsingu.“ malin@mbl.is Saksóknari áfrýjar LÖKE-máli Fólksbifreið valt á Biskupstungna- braut vestan við Sogið í gærkvöldi. Tveir voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík, annar þeirra með þyrlu, og eru þeir báðir alvarlega slasaðir. Alls voru sex manns í bifreiðinni en hinir fjórir voru fluttir á Sjúkra- húsið á Selfossi og eru meiðsl þeirra minniháttar. Lögreglan á Suðurlandi greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. Slysið varð klukkan 20:30 og voru lögreglu- og sjúkraflutn- ingamenn frá Hvolsvelli og Reykja- vík fengnir til aðstoðar auk slökkvi- liðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu. Lögreglumenn voru að störfum á Biskupstungnabraut í gærkvöldi og var veginum lokað um hríð á meðan sú vinna fór fram. Mikil hálka var á vettvangi þar sem slysið varð. Tveir alvarlega slas- aðir eftir bílveltu „Þetta er allt í lagi ennþá, enda hef- ur aðallega verið kalt hingað til,“ segir Þórólfur Jónsson, garðyrkju- stjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu gróðursins í borginni eftir umhleyp- inga síðustu daga og vikur. „Það sem getur verið slæmt á þessum árstíma er ef það er frost á nóttunni og sól yfir daginn í lengri tíma og gróðurinn nær að hitna. Sí- græni gróðurinn þolir það mjög illa því þá hitna nálarnar yfir daginn og þorna svo,“ segir Þórólfur en tekur fram að engin hætta sé á slíku enn. „Þetta er þó tíminn sem svoleiðis skilyrði gætu orðið,“ bætir hann við. Hlýnar um miðja næstu viku Aðspurður segir Einar Svein- björnsson veðurfræðingur ekkert óeðlilegt við veðrið undanfarið. „Ís- lenska vorið höktir alltaf í gang. Hér erum við á mörkum hlýrra og kaldra loftstrauma þannig að stundum dembist yfir okkur kalt loft úr norðri og svo aftur mildara loft úr suðri þar sem farið er að hlýna,“ segir Einar. Þá gerir hann ráð fyrir miklu hreti um helgina um land allt en um miðja næstu viku muni koma betri tíð með blóm í haga. „Þá hækkar loftþrýstingurinn og loftið sem verð- ur yfir okkur verður suðlægara,“ segir Einar og bætir við að hlýnunin muni ekki fara fram hjá neinum. Varðandi afdrif gróðursins í þessum ætluðu veðurbrigðum segir Þórólfur það ekki koma að sök nema hlýjinda- skeiðið reynist langt og á eftir því komi annað kuldaskeið. „Við fengum góðan kafla um páskana en svo hrukkum við strax til baka, vorið tekur stundum eitt skref áfram og tvö til baka.“ Ómögulegt er þó að spá um hvort þessi hlýindi haldist hér á landi, að mati Einars en langtímaspár á þessum árstíma séu ekki áreiðanlegar. „Íslenska vorið höktir alltaf í gang“  Mikið hret verður um helgina  Veður hlýnar um miðja næstu viku  Gróðurinn heldur velli þrátt fyrir kulda á nóttu og sól á daginn  Langtímaspár í veðri óáreiðanlegar á þessum árstíma Ljósmynd/Malín Brand Vetrarlegt Gróðurinn hefur ekki farið varhluta af vetrarlegu vori þessa árs en ber sig þó vel. Von er þó á að hlýni í veðri um miðja næstu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.