Morgunblaðið - 10.04.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Malín Brand
malin@mbl.is
Þær eru einstaklega fljótar að læra, for-
vitnar, snyrtilegar og harðar af sér. Þetta er
á meðal þess sem fram kemur í lýsingu
hinnar bandarísku Amy Fewell á íslensku
landnámshænunni. Umfjöllun hennar um
landnemann í Bandaríkjunum birtist á vefn-
um www.mothernaturenews.com og lýsir
hún þar fyrstu fimm mánuðum ræktunar
landnámshæna í Virginíu.
Íslenska landnámshænan nýtur eindæma
vinsælda í Bandaríkjunum og eftir að grein-
ar um ágæti hennar birtust í tímaritum og
vefmiðlum ætlaði allt um koll að keyra hjá
ræktendum. Slík er eftirspurnin að víða
hafa orðið til langir biðlistar eftir ungum.
Til að mynda hafa bændurnir á Whippoor-
will Farm í Winsconsin ekki annað eftir-
spurninni og er biðlisti ársins 2017 að fyllast
og verðið hækkar í takt við eftirspurnina.
Auk þess þarf að greiða 25 dollara til að
komast á biðlistann og er gjaldið óaftur-
kræft. En af hverju stafa þessar miklu vin-
sældir?
Hænur víkinganna
Fewell skrifar í grein sinni að landnáms-
hænan sé af einstökum ævafornum stofni og
mikilvægt sé að halda hreinleika stofnsins
eins og hægt er. Landnámshænan er ýmist
kölluð „Icelandic Chicken“ eða „Viking
Chicken“ í Bandaríkjunum og þykir mörg-
um hún standa fyrir sama styrk og hinir
fornu víkingar, þó hún virðist betri í skap-
inu en þeir. Segir ennfremur að samkvæmt
blóðsýnarannsókn frá 2004 séu 78% erfða-
efnis landnámshænunnar algjörlega einstök
og fyrirfinnist ekki í öðrum stofnum í víðri
veröld.
Virðast flestir metnaðarfullir ræktendur
þar ytra sammála um að mikil ábyrgð sé
lögð á herðar hvers sem ætlar sér að hefja
ræktun á landnámshænum því ekki megi
undir nokkrum kringumstæðum leyfa blönd-
un stofnsins við aðra, heldur þurfi að hlúa
vel að stofninum, enda hafi Íslendingar tak-
markað mjög innflutning á dýrum til eyj-
arinnar í norðri og þannig tekist að varð-
veita einstakan stofn hinnar fróðleiksfúsu
og forvitnu landnámshænu.
Landnámshænan vappar um Bandaríkin
Biðlistar eftir íslensk-
um landnámshænum ytra
vegna vaxandi vinsælda
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hænuungar Íslensku landnámshænurnar
þykja fróðleiksfúsar og forvitnar.
Guðmundur Jóhannesson, deildar-
stjóri veiðieftirlits Fiskistofu, segist
undrandi á yfirlýsingum Sigurðar
Inga Jóhannssonar sjávarútvegs-
ráðherra hér í Morgunblaðinu í
fyrradag, ekki síst vegna þess að
starfsmenn Fiskistofu hafi ekki
heyrt frá ráðherranum síðan í des-
embermánuði í fyrra.
Fram kom í hádegisfréttum RÚV
í gær að sjávarútvegsráðherra hefði
haft samband við fiskistofustjóra í
gærmorgun og sagst mundu leggja
áherslu á að frumvarpið um flutning
Fiskistofu yrði að lögum á þessu
þingi.
„Ennþá stendur bréfið, sem ráð-
herra sendi okkur starfsfólkinu í
fyrra þar sem hann útlistaði sína
ákvörðun og hvernig staðið yrði að
flutningi Fiskistofu, óhaggað,“ sagði
Guðmundur í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Einstakir þættir gefa eftir
Að sögn Guðmundar voru fáir
starfsmenn Fiskistofu við störf í gær
vegna verkfalls BHM.
Guðmundur segir að fjöldi fólks
hafi látið af störfum, þótt aðeins hafi
hluti þeirra starfsmanna verið í
störfum sem átti að flytja norður.
Fækkað hafi um 12 til 15 manns og
lausráðið hafi verið í nokkrar stöður
og ráðið í tvær til þrjár stöður.
„Það hefur ekki verið ráðið í líkt
því öll þessi störf ennþá. Jafnframt
veit ég um fjölda starfsmanna, sem
sáu fram á að flytja ætti störf þeirra
norður, sem eru í virkri atvinnuleit
nú þegar, þannig að öll starfsemi
Fiskistofu hefur laskast,“ sagði Guð-
mundur. Hann telur að það hafi ekk-
ert verið ofsagt í frétt Morgun-
blaðsins í gær, þar sem haft var eftir
fiskistofustjóra að stofnunin stæði
höllum fæti og einstakir þættir í
starfseminni væru byrjaðir að gefa
eftir. agnes@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fiskistofa Frá starfsmannafundi
um flutning Fiskistofu í fyrrasumar.
Starfsemi
Fiskistofu
laskast
Deildarstjóri á
Fiskistofu undrandi
Þrátt fyrir að vel megi finna kalda vinda blása og vorið virki fjarri létu
þessar stöllur sér fátt um finnast og fengu sér ís á Lækjartorgi. Eins og sjá
má líta þær til sólar. Engu líkara er en að þær sjái sumarið í fjarska og er
það ekki verri ástæða en hver önnur til þess að gæða sér á ís, enda bragð-
ast hann ekkert verr í kuldanum. Nú eru tæpar tvær vikur í sumardaginn
fyrsta og því er um að gera að fara að pressa stuttbuxurnar. vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Ísinn bragðast ekki verr í kuldanum
Dregið hefur úr hraðri aukningu á
lungnakrabbameini hjá báðum kynj-
um hér á landi en konur hafa tekið
fram úr karlmönnum hvað varðar ný-
gengi sjúkdómsins og greinast nú
hlutfallslega fleiri konur með sjúk-
dóminn. Starfshópur um lunga-
krabbamein á Íslandi kynnti í gær
nýjan bækling um lungnakrabbamein
fyrir sjúklinga og aðstandendur.
Lungnakrabbamein er annað algeng-
asta krabbameinið sem greinist hér-
lendis, bæði hjá körlum og konum.
Árlega greinast um 160 Íslendingar
með lungnakrabbamein en rekja má
90% tilfella þess
beint eða óbeint til
reykinga.
Tómas Guð-
bjartsson, hjarta-
skurðlæknir og
yfirlæknir á
Landspítalanum,
segir að mjög
óvenjulegt sé í al-
þjóðlegu sam-
hengi að tíðni
sjúkdómsins sé hærri hjá konum en
körlum. Hann bendir á að íslenskar
konur hafi reykt mikið eftir seinni
heimsstyrjöld og reykingar algengari
hér en hjá konum í nágrannalöndun-
um. „Það er sennilega þannig að sum-
ar konur sem eru að greinast í dag
eru að borga fyrir þessar reykingar,“
segir Tómas og bætir við að hugsan-
lega séu konur einnig viðkvæmari
fyrir einhverjum af þeim krabba-
meinsvaldandi efnum sem er að finna
í sígarettum.
Senda þarf fólk úr landi
Aðspurður segir Tómas að erfitt sé
að segja til um hvort kynið leiti frekar
eða fyrr til læknis vegna einkenna
lungnakrabbameins. „Það eru aðrar
jákvæðar fréttir, svo virðist sem lifun
sjúklinga sem fara í skurðaðgerð, sem
er um þriðjungur sjúklinga, sé heldur
að vænkast á Íslandi,“ segir hann og
telur ástæðuna hugsanlega vera þá að
fólk leiti fyrr til lækna en áður og
læknar átti sig fyrr á einkennunum.
Enn þarf að senda krabbameins-
sjúklinga á hverju ári til Kaupmanna-
hafnar í svokallaðan jáeindaskanna
(e. PET scanner) en um 100 sjúkling-
ar voru sendir þangað í fyrra. Í ár
hafa verið sendir helmingi fleiri en á
sama tíma í fyrra.
Fleiri konur en karlar greinast
nú með lungnakrabbamein
Óvenjulegt í alþjóðlegu samhengi Lífslíkur heldur að vænkast hér á landi
Tómas
Guðbjartsson
„We Are Getting Serious About the Ice-
landics!“ segir á vefsíðu eins ræktanda
sem hefur ekki undan við að svara fyrir-
spurnum um íslensku landnámshænuna.
Hjónin á Fayrehale Farm í Massachu-
setts stofnuðu Facebook-síðu til að geta
miðlað upplýsingum um landnámshæn-
urnar því ekki geta þau sinnt ræktuninni,
sölunni og upplýsingagjöfinni á sama
tíma.
Svo virðist sem nokkurs konar æði hafi
gripið um sig og eru landnámshænuegg til
útungunar seld nokkuð dýrt í samanburði
við aðra stofna. Fyrir 6 egg eru greiddir á
bilinu 25-35 dollarar en raunar er allur
gangur á því hve hátt verðið er, en hjá
mörgum ræktendum eru ekki seld færri
egg en tuttugu og fimm í einu.
6 egg á 25 dollara
SLÆR Í GEGN YTRA