Morgunblaðið - 10.04.2015, Side 6

Morgunblaðið - 10.04.2015, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 Björk Eiðsdóttir tekur fyrir allt sem varðar konur á ögrandi, áhugaverðan, spennandi, fræðandi og skemmtilegan hátt. KVENNARÁÐ við miðlum af reynslu www.hringbraut.is skólamenn hjá Matvælastofnun og Dýralæknafélag Íslands boðað verk- fall. Verði af öllum þessum verkföllum munu um 120 félagsmenn BHM bæt- ast við þá 580 sem nú þegar eru í ótímabundnu verkfalli. Óvíst með frekari aðgerðir „Það var fín stemning og samstaða á fundinum,“ sagði Páll Halldórsson, formaður BHM, að fundi loknum. „Fólk er ákveðið í að fylgja eftir þeim kröfum sem settar hafa verið fram og stendur þétt á bak við þær. Fyrir okk- ur sem í þessu stöndum er ómetanlegt að fá slík skilaboð.“ Er frekari aðgerða af þessu tagi að vænta? „Það hefur ekkert slíkt verið ákveðið í augnablikinu. En það ræðst allt af því hvað þetta tekur langan tíma og við verðum að sjá til með það.“ Næsti fundur í deilunni hefur verið boðaður í dag – hvað farið þið með inn á fundinn? „Ríkið hefur ekki lagt neitt bitastætt fram ennþá og við munum ítreka enn frekar þær kröfur sem við höfum verið með. Í raun og veru ger- ist lítið fyrr en það fæst meira inn í þetta. Það vantar einfaldlega meiri peninga af hálfu ríkisins.“ Menntun verði metin til launa Tilboð ríkisins hljóðar upp á allt að 3,5% launahækkun. Spurður hversu miklu muni á því tilboði og kröfugerð BHM segist Páll vilja forðast að nefna tölur eða prósentur í þessu samhengi. „Þetta er flókið mál. Við erum t.d. að tala um stofnanir sem hafa verið fjár- sveltar mjög lengi, við erum að fást við almenna launaþróun annarra háskóla- stétta sem hafa verið að semja upp á síðkastið. Það er hægt að benda á læknasamningana sem dæmi um það. Það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á er að menntun verði metin til launa. Hvað við komumst svo langt í því í þessari atrennu er erfitt að segja. Ég á ekkert endilega von á að hægt verði að leysa þetta í einum kjarasamningi.“ Kemur skammtímasamningur til greina? „Það gæti verið tiltekin lausn.“ Páll segist ekki hafa orðið var við annað en að almenningur hafi al- mennt skilning á grunnkröfum BHM. Öðru máli sé að gegna um ráðamenn. „Það virðist vera mikill ótti hjá yfir- völdum um að kröfur okkar ógni verð- stöðugleikanum. Ég segi hinsvegar: ef við byggjum ekki hér samfélag sem nýtir sér menntun til framtíðar, þá er það ógn við almenn lífskjör í landinu.“ Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar rík- isins, segist ekki geta svarað til um hvort á fundinum á morgun verði lagðar fram tillögur sem séu nær kröfugerð BHM en fyrri tilboð rík- isins sem hafa hljóðað upp á allt að 3,5% hækkun. „Það get ég ekki tjáð mig um,“ segir Guðmundur. „Þessi deila er hjá ríkissáttasemjara og þarf að fá að hafa sinn gang þar. Það verð- ur að koma í ljós hvað gerist þar. En ég held að það sé alveg ljóst að þetta er ekki að leysast í augnablikinu, það er næsta víst.“ Skoruðu á ríkið að semja  BHM hélt samstöðufund og afhenti ályktun  Ekki að leysast í augnablikinu, segir varaformaður samninganefndar ríkisins  Það vantar einfaldlega meiri peninga frá ríkinu, segir formaður BHM Morgunblaðið/Golli Hvatning Páll hrópaði hvatningarorð við dyr fjármálaráðuneytisins. Í gær bættust 17 ljósmæður á Sjúkrahúsinu á Akureyri í hóp þeirra 135 ljósmæðra á Landspítalanum sem þegar voru í verkfalli. Hvorugur ljósmæðrahópurinn er þó í verkfalli alla daga vikunnar, þær á Akureyri eru tvo daga í viku og á Landspítala er verkfall þrjá daga í viku. Áslaug Íris Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Ís- lands, segir fyrirkomulagið hafa verið ákveðið af BHM. „Eðli starfsemi þessara tveggja spítala, á Akureyri og Landspítala, er gjörólíkt og verkföllin taka því mið af því,“ segir Áslaug. Hún segir nokkuð hafa borið á mis- skilningi varðandi verkfallsvörslu og hvað megi og megi ekki gera. „En ég legg áherslu á að allir eru tilbúnir til að gera sitt besta á meðan við erum í þessum aðgerðum. Verkfall er aldrei kjöraðstæður.“ Hún segist ekki hafa orðið vör við annað en að verkfallsaðgerðir ljós- mæðra mæti skilningi í samfélaginu. „Engum er stefnt í voða og allir fá þá þjónustu sem þeir þurfa. Auðvitað eru af þessu óþægindi, t.d. fyrir fólk sem hefur beðið í margar vikur eftir að fara í sónarskoðun og hlakkað mikið til þess. En ég hef ekki heyrt annað en að fólk hafi almennt skilning á þessu.“ „Verkfall er aldrei kjöraðstæður“ Flóabandalagið, sem samanstendur af Eflingu, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur, er enn í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Nýr fundur í deilunni hefur ekki verið boðaður, en Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segist eiga von á að hann verði hald- inn um miðja næstu viku. Flóabandalagið hefur lagt áherslu á að semja til eins árs, ekki sé nægilegt traust til staðar gagnvart ríkisvaldinu að semja til lengri tíma. Við- ræðum hefur ekki verið vísað til ríkissáttasemjara. „Við höfum verið að vinna með einstaka samninga inni í fyrirtækjunum. En við eigum aðalkjarasamninginn alveg ókláraðan,“ segir Sigurður. Hann segir að í þessum fyrirtækjasamningum, sem eru samhliða almennum kjarasamningi Flóabandalagsins, felist ýmis atriði sem tengist viðkomandi vinnustöðum. „Allt sem lýtur að peningahlutanum, þessum beinu launahækkunum, bíður þar til aðalkjarasamningnum verður lokið.“ Flóabandalagið og SA deila enn „Við vorum að ganga frá kjörgögnum og allt er að verða tilbúið fyrir atkvæðagreiðsluna okkar sem byrjar klukk- an átta á mánudaginn,“ sagði Björn Snæbjörnsson, for- maður Starfsgreinasambandsins, SGS, í samtali við Morgunblaðið í gær. SGS tilkynnti í gær víðtækar verk- fallsaðgerðir sem bresta munu á í lok apríl og í maí, ná- ist samningar ekki fyrir þann tíma. Um er að ræða alls- herjarverkfall sem ná myndi til tíu þúsund félagsmanna SGS. Ástæðan er að mati SGS m.a. tilraunir SA til að tefja fyrir atkvæðagreiðslum, en Félagsdómur dæmdi fyrri atkvæðagreiðslu SGS um verkfallsboðun ólögmæta. Þessi síðari at- kvæðagreiðsla mun standa í viku, til mánudagsins 20. apríl. Meginkrafa SGS hefur verið að lágmarkslaun hækki í 300 þúsund krón- ur innan þriggja ára. Næsti fundur í kjaradeilu félagsins og Samtaka at- vinnulífsins hefur verið boðaður klukkan 11 í dag og segist Björn vera hóf- lega bjartsýnn á að hann beri árangur. Hinn 30. apríl verður fyrsta allsherjar vinnustöðvun aðildarfélaga SGS frá kl. 12.00 til miðnættis. Næst verður vinnustöðvun dagana 6-7. maí og 19-20. maí og hinn 26. maí hefst svo ótímabundin vinnustöðvun. SGS boðar víðtækar aðgerðir Morgunblaðið/Golli Samstaða Félagar í BHM báru kröfuspjöld þar sem lögð var áhersla á að menntun yrði metin til launa. Eftir hádegið í gær voru rúmlega 3.000 BHM-félagar ekki við vinnu, SVIÐSLJÓS Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Rúmlega 2.300 félagsmenn BHM lögðu niður störf á hádegi í gær og kom hluti þeirra saman á samstöðu- fundi á Lækjartorgi. Þaðan var geng- ið fylktu liði að efnahags- og fjármála- ráðuneytinu þar sem afhent var áskorun til ráðherra um að stjórnvöld forgangsröðuðu í þágu þekkingar og að menntun yrði metin til launa. „Menntun kostar, laun þurfa að fela í sér hvata til menntunar. Ísland verð- ur að vera samkeppnisfært um há- skólamenntað starfsfólk,“ er meðal þess sem kemur fram í áskoruninni þar sem skorað er á stjórnvöld að ganga til samninga hið fyrsta. Eftir hádegið í gær voru því rúm- lega 3.000 BHM-félagar ekki við vinnu, því 560 félagsmenn í fimm fé- lögum BHM hafa verið í verkfalli frá 7. apríl og í gær hófst ótímabundið verkfall 17 ljósmæðra á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vinnustöðvunin í gær hafði áhrif víða í samfélaginu, m.a. á ýmsa stoð- og félagsþjónustu. Félag háskólamenntaðra starfs- manna Stjórnarráðsins hefur boðað tímabundið verkfall frá 20. apríl, semjist ekki fyrir þann tíma og sama dag hafa náttúrufræðingar og há-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.