Morgunblaðið - 10.04.2015, Page 11
Morgunblaðið/Golli
Verkefnastjórarnir Björn Freyr Ingólfsson, Sigurður Bjarnason, Kolbrún S. Ásgeirsdóttir og Eva Kristín Dal. Á
myndina vantar einn fimmmenninganna, Helga Björn Ólafsson.
mótum og hafa æ síðan legið í bókum
og rannsóknum um lestrarvenjur og
allt mögulegt sem tengist lestri
barna. Og hefur ekki verið í kot vísað.
Ekki einkamál skólanna
„Reykjavíkurborg, Miðstöð
skólaþróunar á Akureyri og margar
fleiri stofnanir og fyrirtæki hafa gert
fjölda rannsókna sem gefa athygl-
isverðar vísbendingar um þróunina.
Okkur fannst áhugavert hversu mikil
gróska er í starfsemi sem hefur það
að markmiði að hvetja til aukins
lestrar barna. Hvenær eða hvort
börnin verða læs er ekki einkamál
skólans. Ábyrgðin er líka hjá heim-
ilunum og öllum fyrirmyndunum,“
segir Kolbrún.
Samhliða því að kynna sér rann-
sóknir og lesa sér til um viðfangsefnið
skipulagði hópurinn viðburðinn. Þau
Kolbrún, Sigurður Bjarnason, Björn
Freyr Ingólfsson, Eva Kristín Dal og
Helgi Björn Ólafsson skiptust á að
vera verkefnastjóri, enda hverjum og
einum mikilvægt að öðlast slíka
reynslu fyrir væntanlegt framtíðar-
starf. Þau leituðu samstarfsaðila í
hópi þeirra sem þeim þótti hafa þróað
áhugaverðar aðferðir til að kenna
börnum að lesa og annarra sem þeim
fannst einfaldlega hafa eitthvað
skemmtilegt fram að færa í samheng-
inu.
Leikur, hreyfing og gleði
Afrakstur skipulagsvinnunnar
eru fjölbreyttar smiðjur og skemmti-
atriði sem standa gestum Orðaleik-
anna til boða. „Lestur í gegnum leik,
hreyfingu og gleði verður í öndvegi.
Kannski þykir ekkert voðalega fínt
að lesa Andrés Önd en ef krakkarnir
vilja lesa Andrésblöð er um að gera
að hvetja þau til þess. Svo miklu
betra en að lesa ekki neitt,“ segir Kol-
brún og bætir við að hvorki hún né
nokkur í hópnum gefi sig út fyrir að
vera sérfræðingur í lestrarkennslu.
„Við viljum einfaldlega vekja at-
hygli á því sem er í boði til að auka
lestrarfærni barna og einnig vitund
fólks um mikilvægi læsis.“
Hún segir hópinn afar þakklátan
öllum sem gefa vinnu sína á leikunum
sem og styrktaraðilum eins og Penn-
anum, Ölgerðinni og fleirum.
Spurð hvort eitthvað hafi komið
verkefnastjórnunarnemunum á óvart
í undirbúningsvinnunni stendur
ekki á svari:
„Íslendingar eru ekki alltaf
tilbúnir að skuldbinda sig í
verkefni langt fram í tímann.
Að minnsta kosti var það
okkar reynsla þegar við
höfðum samband við
nokkra aðila um miðjan
febrúar. Stundum þótti
þeim fyrirvarinn allt of
langur.“
Verkefnastj-
órnunarnem-
arnir eiga eftir
að lesa í þá niður-
stöðu.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Dinglaðu þér 600,-
Sirkus Íslands safnar nú fyrir öðru
sirkusferðalagi sínu á Karolinafund.
Þau hafa áður safnað fyrir sirku-
stjaldinu sínu á þessum vettvangi og
nú vilja þau halda áfram sirkusævin-
týrinu sem hófst fyrir alvöru í fyrra.
Þau langar að sýna á fleiri stöðum,
ætla til Vestmannaeyja, Reykjavíkur,
Blönduóss, Fáskrúðsfjarðar og Siglu-
fjarðar. Allir sem styrkja ferðalagið fá
miða á sirkussýningu að eigin vali og
er því um óbeina forsölu að ræða.
Með þessari söfnunarleið fá styrkj-
endur ódýrari miða en í almennri
miðasölu.
Á söfnunarsíðunni segja þau að
vissulega gætu þau farið hefðbundn-
ari leið og tekið lán, en eins og sirkus
hæfi þá finnst þeim gaman að gera
hlutina á óhefðbundinn hátt. Þau
vilja frekar leita til sirkusvina með
stuðning. Ýmis kostnaður fylgir
væntanlegu ferðalagi, t.d. farar-
kostnað, tryggingar, að kaupa búnað
og fleira sem mun koma sirkusnum
til góða til frambúðar.
Sirkus Íslands mun koma fram:
2.-5. júlí: Goslokahátíð í Vest-
mannaeyjum
9.-12. júlí: Reykjavík
16.-19. júlí: Húnavaka á Blönduósi
23.-26. júlí: Franskir dagar á Fá-
skrúðsfirði
30. júlí-3. ágúst: Síldarævintýrið á
Siglufirði
7.-23. ágúst: Reykjavík.
Þeir sem vilja leggja þeim lið og fá
í framhaldinu miða á sýningu, geta
farið inn á karolinafund.com og fund-
ið söfnunina undir nafninu: Sirkus-
ferðalag 2015 - Circus Tour 2015.
Söfnun
Morgunblaðið/Ómar
Húlla Flinkt fólk í Sirkus Íslands.
Sirkus Íslands
fer aftur á stjá
Í smiðjunni Leikur að læra er farið í leiki með áherslu á lestur og
hreyfingu. Leiksmiðjan er einnig fyrir foreldra sem vilja þjálfa og auka
áhuga barna sinna á lestri og úrvinnslu texta.
Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri kynnir fjölskyldu-
verkefnið Fágæti og furðuverk, sem hefur það að markmiði að efla
lestraráhuga 9-11 ára barna, sérstaklega drengja.
Hjá Andrési Önd geta börnin spreytt sig á að semja texta við mynda-
sögur. Besta sagan birtist síðan í brandarabók Andrésar í sumar.
Þýðandi Andrésblaðanna, Jón Stefán Kristjánsson, kennir þeim að
skrifa texta í blöðrur og hið fræga gisp!
Bókabíllinn Höfðingi, stútfullur af bókum, verður við aðal-
innganginn og þar er hægt að skrá sig fyrir bókasafnskorti.
Ólafur Stefánsson, fyrrverandi atvinnumaður í hand-
knattleik, segir krökkunum frá nýju smáforriti sem
hann er að vinna að og ætlað er að
auka gleði og skilning á námsbókum.
Ævar vísindamaður frumflytur
kafla úr óútkominni bók, Risaeðlur í
Reykjavík, sem unnin er upp úr
lestrarátaki hans í vetur.
Orðaleikarnir verða
haldnir kl. 13.00 til
15.00 á morgun,
laugardag, í Sólinni
í Háskólanum í
Reykjavík.
Gagn og gaman – gisp!
DAGSKRÁIN
Ævar Er allt á eina bókina lært?
Blessað góðærið er komiðaftur. Það þarf ekki annaðen að skoða fréttir til aðsjá að árið 2007 er komið
aftur árið 2015. Og það er snilld.
2007 var nefnilega partíár þó
þynnkan sem hafi fylgt hafi verið
heldur mikil. En sem betur fer er
tappinn farinn aftur úr flöskunni og
við farin að rústa efnahag og reynd-
ar landinu öllu á ný. Partíið er sko
byrjað og öllum sem eru í ferðaþjón-
ustu er boðið. Nú er ekki lengur
planið að ræna banka heldur ætlum
við að eyðileggja landið. Sko Ísland.
Ef fréttir eru skoðaðar þá eru ekki
lengur byggð „klikkaðslega“ stór
hús heldur klikkaðslega stór hótel
og alveg ógeðslega mörg. Sala á lúx-
usbílum er á góðu skriði, nú eru
kaupendurnir yfirleitt menn í
66°Norður-úlpum sem
kosta 200 þúsund og
gönguskóm í staðinn
fyrir banka-
spaða sem
var í 200 þús-
und króna jakka-
fötum og spari-
skóm.
Svona mætti áfram
telja. Ferðaþjónustuað-
ilar munu eyðileggja
þetta land áður en langt
um líður. Þetta getur alla-
vega ekki gengið svona.
Á hverjum morgni
mæta manni sex dyra of-
urjeppar á einhverjum
rosalegustu nagladekkj-
um sem til eru og spúa
svo mikilli mengun út að börn í ná-
grenni hósta. Rútur eru út um allt,
leggja þar sem þeim sýnist og ferða-
menn leigja handónýta bíla til að
skoða ósnortnar náttúruperlur.
Ætla mátti árið 2012 að umfang
svartrar starfsemi í ferðaþjón-
ustugeiranum hefði verið um 10-
12 millj-arðar króna á árs-
grundvelli sam-
kvæmt frétt Við-
skiptablaðsins. Ætli
þetta sé ekki komið í 20
milljarða í ár.
Og ekki fer ríkið á eftir
þessum aðilum. Nei, þeir fá
bara að byggja stór hótel,
kaupa rándýra bíla og leika
sér eins og þeir vilja.
Djöfull sem ég væri til í að
skattmaðurinn myndi fara að
fylgjast aðeins með. Það ætti
ekki að vera flókið.
»Ætla mátti árið 2012að umfang svartrar
starfsemi í ferðaþjónustu-
geiranum hefði verið um
10-12 milljarðar króna á
ársgrundvelli samkvæmt
frétt Viðskiptablaðsins.
Ætli þetta sé ekki komið
í 20 milljarða í ár.
HeimurBenedikts
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is