Morgunblaðið - 10.04.2015, Side 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Héraðsdómur Reykjavíkur Þungra
fangelsisdóma er krafist í héraði.
Farið er fram á þunga fangelsisdóma
yfir þremur karlmönnum sem ákærð-
ir eru í Héraðsdómi Reykjavíkur fyr-
ir að beita annan mann sérstaklega
hættulegri líkamsárás, hótunum og
frelsissviptingu. Ákæruvaldið fer
fram á þriggja og hálfs árs fangelsi í
tilfelli tveggja manna og hálfs árs
fangelsi í tilfelli þess þriðja.
Fram kom m.a. í máli saksóknara
að tilgangurinn með ofbeldinu hafi
verið að þvinga fjármuni út úr brota-
þolanum en faðir brotaþolans greiddi
að lokum eina milljón króna inn á
reikning eins mannanna í lausnar-
gjald samkvæmt ákæru. Þá lagði sak-
sóknari áherslu á að framburður
brotaþolans væri skýr og stöðugur
um málsatvik.
Réttargæslumaður brotaþola fór
fram á samtals 5,1 milljón króna með
vöxtum í bætur fyrir skjólstæðing
sinn. Líkamsárásin hefði verið með
öllu tilefnislaus. Hann sagði að hugs-
anlega hljómaði krafan há en hafa
yrði í huga að málið varðaði fleiri ein-
staklinga en brotaþola þar sem hótað
hefði verið að skaða ættingja hans. Þá
færi faðir brotaþola fram á 2,5 millj-
ónir króna, þar af eina milljón í end-
urgreiðslu.
Verjendur fóru fram á að skjól-
stæðingar þeirra yrðu sýknaðir og
bótakröfum vísað frá en til vara að
þeir væru dæmdir til vægustu mögu-
legu refsingar og kröfur verulega
lækkaðar. Lögðu þeir áherslu á að
engin vitni væru í raun að meintum
brotum ákærðu.. Ennfremur að
áverkavottorð daginn sem brotaþola
var sleppt úr haldi samkvæmt eigin
framburði stemmdi ekki við það grófa
ofbeldi sem hann segðist hafa orðið
fyrir, m.a. með hafnaboltakylfu og
hnúajárnum. Samkvæmt áverkavott-
orðinu hefði brotaþolinn aðeins orðið
fyrir mari, yfirborðsáverkum og
brunasárum. Saksóknari benti á að
markmið mannanna hefði ekki verið
að drepa brotaþola heldur hafa af
honum fé. Því hefðu þeir eðlilega ekki
beitt hann ofbeldi af öllu afli.
Þungra fangelsisdóma krafist
Frelsissvipting, hótanir og beiting ofbeldis í sólarhring samkvæmt ákæru
Grásleppuver-
tíðin hefur farið
óvenjuvel af
stað, að því er
segir á heima-
síðu Lands-
sambands smá-
bátaeigenda.
Tveir bátar eru
komnir með yfir
40 tonn, Sæborg NS á Vopnafirði
42,842 tonn og Finni NS Bakkafirði
41,969 tonn. Það sem af er vertíð
hefur grásleppu verið landað á 25
stöðum og skráður afli er hjá 120
bátum.
Veiðin nú jafngildir um 2.600
tunnum af hrognum, sem er um
23% þess magns sem leyfilegt er að
veiða á vertíðinni. Aflinn er mestur
hjá vopnfirskum grásleppubátum,
350 tunnur. Húsavík og Siglu-
fjörður koma í næstu sætum með
um 100 tunnum minna. Samanborið
við sama tíma í fyrra er veiðin nú
rúmlega helmingi meiri en þá.
Óvenjugóð byrjun
á grásleppuvertíð
Uppselt er í ferðir
Herjólfs frá Vest-
mannaeyjum til
Landeyjahafnar
mánudaginn eftir
verslunarmanna-
helgi, samkvæmt
upplýsingum á
bókunarvef Eim-
skips. Um er að
ræða miða í tíu
ferðir sem seldir
eru gegnum vefsíðu fyrirtækisins.
Fyrsta ferðin er frá Vestmannaeyjum
kl. 2 um nóttina og síðasta ferð kl.
22.30 um kvöldið.
Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun.
Um klukkan 22 í gærkvöldi var
einungis laust í ferð frá Landeyja-
höfn til Eyja klukkan 7.30 á föstu-
dagsmorgni.
Enn var hægt að fá miða til og frá
Vestmannaeyjum á laugardegi og
sunnudegi. Nóg er til af miðum frá
Vestmannaeyjum á þriðjudeginum
eftir verslunarmannahelgina.
Samkvæmt ábendingu frá þjóðhá-
tíðarnefnd er enn hægt að kaupa
miða í ferðir með Herjólfi þessa daga
gegn því að kaupa einnig miða á
Þjóðhátíð og er það gert í gegnum
vefsíðuna dalurinn.is.
Uppselt í ferðir Eim-
skips á mánudegi
Bókað Uppbókað er
í Herjólf á mánudegi.
Karlmaður sem handtekinn var á
Ísafirði í desember 2013 ásamt fjór-
um öðrum mönnum, grunaður um
kynferðisbrot, fékk í síðustu viku
greiddar miskabætur. Þetta kemur
fram á vef BB.is. Krafðist maðurinn
bóta vegna handtöku, farbanns, lík-
amsrannsóknar og húsleitar.
Var maðurinn eftir handtökuna
úrskurðaður í farbann ásamt öðr-
um karlmanni. Lögreglan rannsak-
aði málið en felldi niður í kjölfarið.
Fær maðurinn greiddar 250 þúsund
krónur í miskabætur auk máls-
kostnaðar að upphæð 300 þúsund
krónur, alls um 550 þúsund krónur.
Fær miskabætur
vegna handtöku
VANDAÐIR ÍTALSKIR GÖNGU-
OG ÚTIVISTARSKÓR FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
25%
AFSLÁTTUR
KAUPHLAUPSTILBOÐ (9.–13. apríl)
á öllum ítölskum göngu- og útivistarskóm
Outlander
Kauphlaupsverð: 20.246
Verð áður: 26.995
LeFlorians
Kauphlaupsverð: 14.996
Verð áður: 19.995
Mondeox Rocker
Kauphlaupsverð: 11.246
Verð áður: 14.995