Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Fýll á flugi Þessi flotti fýll sem einnig er oft nefndur múkki flaug yfir höfnina í Vestmannaeyjum og virti fyrir sér skipin stór og smá sem lágu þar við höfnina í stilltu veðri.
Eggert
„Henni varð altaf
jafnmikið um í hvert
skifti sem líf hennar
var eyðilagt.“
Þessi orð, sem voru
viðhöfð um Sölku
Völku, koma í hug
þegar ákveðnir ráða-
menn hugsa upphátt
og segja hug sinn all-
an, rétt eins og engir
séu til að leggja við
hlustir.
Áföll
Þegar hafðar eru uppi spurnir um
það hvaða áföll og atburðir hafi mest
áhrif á líf fólks sammælast flestir um
að eftirfarandi hafi mest áhrif:
Ástvinamissir
Með því er átt við missi maka, for-
eldris, barns, systkinis eða annars er
nærri manninum stendur.
Upplausn heimilis
Hjónaskilnaður og höfnun.
Atvinnumissir
Brottrekstur eða gjaldþrot atvinnu-
rekenda
Föll í eigin fjármálum
Persónulegt gjaldþrot og eignamiss-
ir
Dauðaferlið
Svissneski sálfræð-
ingurinn Elisabeth Kü-
bler-Ross, en hún starf-
aði í Bandaríkjunum,
setti fram kenningu sína
um dauðaferlið í bók
sinni „On Death and Dy-
ing“. Kenning hennar
um dauðaferlið er sú að
maðurinn upplifi ást-
vinamissi í þrepum, allt
frá högginu sem kemur
við dauðann, tilfinn-
ingaleysi og doða, til saknaðar og eft-
irsjár, upplausnar, örvæntingar og
rótleysis, uppgjörs, og að síðustu
enduruppbyggingar og sköpunar nýs
lífs án þess sem fallinn er frá. Hver
og einn getur mátað eigin reynslu við
kenningu Elisabeth Kübler-Ross.
Sá er þetta ritar hefur upplifað
sáran ástvinamissi og í kjölfar ást-
vinamissisins atvinnumissi og síðar
niðurlægingu og höfnun af manna-
völdum.
Starfsmissir
Fall á prófi er talið hreinn barna-
leikur samanborið við að missa at-
vinnuna. Þó eru prófið og starfið um
margt hin ytri merki sjálfsvirðingar.
Maðurinn er í eðli sínu samvisku-
samur og vill sinna starfi sínu vel.
Auk umbunar fyrir starfið vill mað-
urinn fá hrós fyrir vel unnið verk,
jafnframt því sem hann hefur unun
af því að dást að því sem hann hefur
gert vel.
Algengasta ástæða starfsmissis er
vegna skipulagsbreytinga, gjald-
þrots eða breytinga, eða vegna þess
að starfsmaðurinn er útbrunninn
eins og það er kallað, eða þá af þeim
sökum að umburðarlyndi vegna
áfengisneyslu hefur dvínað frá því
farið var að bjóða upp á meðferð-
arúrræði við slíkri meinsemd.
Flutningar
Því er þetta rifjað upp, að sumir
ráðamenn hafa tekið sér fyrir hend-
ur, til eigin hreystimerkis, að ráðsk-
ast með störf fólks. Þannig telur
sjávarútvegsráðherra rétt og eðlilegt
að flytja Fiskistofu til Akureyrar,
með manni og mús, án þess að ræða
það við starfsfólkið. Starfsfólk frétti
það með sama hætti og aðrir lands-
menn, í fjölmiðlum! Áform af þessu
tagi eru árás á sjálfsvirðingu starfs-
manna Fiskistofu, starfsfólks, sem
hefur lagt sig fram um að gera vel í
störfum sínum.
Næst er til að taka að landshluta-
nefnd fyrir Norðurland vestra hefur
ákveðið að gera tillögu um að flytja
að minnsta kosti tvær stofnanir í
Skagafjörð, þ.e. Landhelgisgæsluna
og RARIK.
Hagkvæmni
Í engu þessara tilfella liggja fyrir
nokkrar athuganir á hagkvæmni
þeirra flutninga, sem lagðir eru til.
Hvað þá að metin séu áhrif á lífskjör
í landinu með þessum fyrirhuguðu
flutningum. Flutningarnir kunna að
bæta hag nokkurra en rýra hag ann-
arra og þó mest heildarinnar.
Síðan er velt upp möguleika á
flutningi Landspítala milli bæj-
arhluta í Reykjavík, frá Hringbraut
að Háaleitisbraut, og áhugavert er
að reikna hagkvæmni slíks út þótt
ekki væri nema á munnþurrku. Þetta
hefur hvorki verið rætt við starfs-
menn né aðra hagsmunaaðila, en
aðrir eru greinilega búnir að velta
þessu mikið fyrir sér með því að sjá
fyrir um jarðgöng og söluhagnað
eigna.
Framganga og atferli
Framganga og atferli sjávar-
útvegsráðherra varðandi áform um
flutning Fiskistofu er dæmigert um
það á hvern veg ekki á að standa að
breytingum og hvernig sumum fer
það ekki vel að hugsa upphátt. Fram-
ganga af þessu tagi dregur úr trausti
á stjórnvöldum og stjórnmálamönn-
um þegar þörf er á að efla traust.
Framganga landshlutanefndar
Norðurlands vestra eflir ekki hag-
sæld í landinu og því síður vangavelt-
ur um flutning Landspítala á Háa-
leitisbraut.
Tapað tafl
Nær er að spyrja hví landsbúinn
vill ekki búa í Skagafirði. Eða þá hví
byggðaröskun hefur orðið á þeim 70
árum sem liðin eru frá lýðveld-
isstofnun.
Kann að vera að margt hafi verið
gert með röngum hætti?
Og svo er haldið áfram með sama
hætti og áður.
Með einum sviknum leik tapast
taflið!
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Áform af þessu
tagi eru árás á
sjálfsvirðingu starfs-
manna Fiskistofu,
starfsfólks, sem hefur
lagt sig fram um að gera
vel í störfum sínum.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Átök í lífinu og atvinnumissir