Morgunblaðið - 10.04.2015, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
Tímabært er að all-
ir þingmenn Norð-
vesturkjördæmis
standi saman og flytji
þingsályktunartillögu
um að tilraunabor-
anir í jarðgangagerð
sunnan Súðavíkur
hefjist eins fljótt og
unnt er. Í Súðavík-
urhlíð, sem enginn
treystir, leysa styttri
göng engan vanda og
verða bara ávísun á enn frekari
vandræði sem eru nógu mikil
fyrir. Miklu máli skiptir að veg-
farendur losni líka við Kirkju-
bólshlíð sem er engu betri og
verður hvergi örugg fyrir aur-
skriðum, snjóflóðum og grjót-
hruni. Annars heldur dæmið
áfram og stoppar hvergi. Á með-
an tvenn göng eru í vinnslu
gegnt Akureyri og á Mið-
Austurlandi skulu allir þingmenn
Norðvesturkjördæmis nota tím-
ann vel og fylgja þessu máli eftir
í samgöngunefnd Alþingis sem
þeim ber skylda til. Það áttu
nokkrir fyrrverandi landsbyggð-
arþingmenn að gera áður en þeir
töpuðu þingsætum sínum í síð-
ustu kosningum. Frá Ögmundi
Jónassyni fengu Vestfirðingar
fögur loforð sem þáverandi yf-
irmaður samgöngumála var eng-
inn maður til að standa við.
Tvenn göng sem grafin yrðu inn
í Súðavíkur- og Kirkjubólshlíð
við Ísafjarðarflugvöll fá engan
frið fyrir aurskriðum, snjóflóð-
um, grjóthruni og 6-10 metra
snjódýpt í Arnardal. Vegur sem
þar yrði lagður á milli gang-
amunnanna sleppur aldrei við
þetta vandamál. Þarna geta veg-
farendur og starfsmenn Vega-
gerðarinnar sett sig í óþarfa
hættu ef þessi vegur lokast fyr-
irvaralaust vegna blindbyls og
snjóþyngsla. Inn í Arnardal, sem
varasamt er að treysta allt árið
um kring, á vetrarumferð ekkert
erindi. Sunnan Súðavíkur klárast
dæmið frekar með veggöngum
sem kæmu út í Engidal. Eftir
öðrum leiðum er útilokað að allt
svæðið frá Ísafirði til Álfta-
fjarðar geti orðið eitt samfellt at-
vinnu- og þjónustusvæði miðað
við reynsluna af Vestfjarðagöng-
unum frá 1996 og síðar Bolung-
arvíkurgöngunum sem tekin voru
í notkun haustið 2010. Fyrir Bol-
víkinga og fleiri heimamenn á
Ísafjarðarsvæðinu var það mikill
léttir að sjá á bak Óshlíðinni sem
enginn gat treyst. Í báðum hlíð-
unum milli Álftafjarðar og Skut-
ulsfjarðar, og í Arnardal, verða
snjóflóð, aurskriður og grjóthrun
aldrei til friðs þegar allar til-
raunir til að koma Súðavík og
Ísafirði inn á eitt at-
vinnu- og þjónustu-
svæði renna út í
sandinn. Í hlíðinni við
Ísafjarðarflugvöll og
norðan Súðavíkur er
engin spurning hvort
aurskriður, grjóthrun
og snjóflóð valdi
dauðaslysum, aðeins
hvenær. Þar myndu
tvenn göng samhliða
uppbyggðum vegi í
Arnardal aldrei
tryggja Súðvíkingum
greiðan aðgang að innanlands-
fluginu sem þeir eiga rétt á líkt
og aðrir landsmenn. Nógu slæmt
var að heyra á hverjum degi
fréttir í fjölmiðlum af grjóthruni
og snjóflóðum á veginum í Ós-
hlíðinni þegar stórt bjarg losnaði
alltaf ofan úr fjallinu og lokaði
strax þessari leið milli Hnífsdals
og Bolungarvíkur. Fullvíst þykir
að heimamenn á Ísafjarðarsvæð-
inu verði um ókomin ár fyrir
hverju áfallinu af öðru kjósi
Vegagerðin að ögra þeim með
tvennum styttri göngum sem
lenda strax á snjóflóðasvæði í
Arnardal. Þá festast Súðvíkingar
í vítahring sem þeir brjótast
aldrei út úr næstu 50 árin. Í Eyr-
arhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífs-
dal, hefur ástandið stórversnað
eftir að umferð var hleypt í gegn-
um nýju Bolungarvíkurgöngin
fyrir fjórum árum. Það vekur
spurningar um hvort Vegagerðin
vilji leysa þetta vandamál með
jarðgöngum eða steyptum vegs-
kála sem gerir sama gagn og yrði
ódýrari. Enginn veit hver stefna
þingmanna Norðvesturkjördæmis
er í þessu máli þegar þeir láta
sem ástandið í samgöngumálum
fjórðungsins hafi aldrei verið
betra og að þeim komi þetta ekk-
ert við. Slík framkoma er blaut
tuska í andlit heimamanna sem
reyna að verja sína heimabyggð
gegn tilefnislausum rangfærslum.
Í stað þess að kynna sér þetta
vandamál kaus fyrrverandi ráð-
herra heilbrigðismála, Guð-
bjartur Hannesson, í tíð ríkis-
stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur,
þáverandi forsætisráðherra, frek-
ar að réttlæta tilefnislausa árás á
Heilbrigðisþjónustuna utan
Reykjavíkur og Akureyrar. Bol-
ungarvíkur- og Súðavíkurgöng
kærði hann sig aldrei um í sinni
ráðherratíð.
Tilraunaboranir
sunnan Súðavíkur
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
» Vegur sem þar yrði
lagður á milli ganga-
munnanna sleppur aldr-
ei við þetta vandamál.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Sannarlega er full
ástæða til að óska
fermingarbörnum
vorsins til hamingju
með þá dýrmætu og
ómetanlegu ákvörðun
sína að hafa valið að
gera frelsarann Jesú
Krist að leiðtoga lífs
síns.
Spurning dagsins,
alla ævi
Fyrir okkur sem fermd erum er
gott að minna sig reglulega á það
að fermingin er ekki sýning, ekki
færibandaafgreiðsla eða hópyfirlýs-
ing. Heldur persónuleg vitnis-
burðar- og bænastund. Hún er ekki
manndómsvígsla eða vottorð um að
við séum komin í fullorðinna manna
tölu. Og því síður er hún útskrift
úr kirkjunni. Heldur
miklu fremur upphaf
að meðvitaðri göngu á
þroskabraut með
frelsaranum Jesú
Kristi.
Fermingin er vitn-
isburður þess að vilja
áframhaldandi þiggja
það að vera barn.
Barn Guðs, leitt af
Jesú Kristi. Barn sem
vill fá að þroskast og
dafna í skjóli hans og
leitast við að leyfa
honum að hafa áhrif á sig. Þiggja
leiðsögn hans og nærveru með öll-
um þeim fyrirheitum og erfðarétti
sem því fylgir.
Fermingin er vitnisburður þess
að vilja leitast við að lifa lífinu í
kærleika og sátt við Guð og alla
menn. Hún er að segja já við lífinu,
vilja læra að meta það, njóta þess
og þakka fyrir það. Hún er að
þiggja kórónu lífsins. Dýrðarsveig
sem aldrei fölnar.
Það er því sannarlega rík ástæða
til að koma saman á fermingardag-
inn til þess að biðja og þakka,
gleðjast og fagna.
Haltu fast í kórónuna þína, svo
enginn taki sigursveiginn frá þér.
Spurning fermingardagsins er
nefnilega spurning dagsins, alla
ævi.
Jesús sagði: Ég verð með yður
alla daga allt til enda veraldar. Ég
er upprisan og lífið. Sá sem trúir á
mig mun lifa þótt hann deyi. Ég lifi
og þér munuð lifa!
Hamingju- og blessunaróskir
til fermingarbarna vorsins
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Fermingin er ekki
manndómsvígsla
og því síður útskrift úr
kirkjunni. Með henni
þiggjum við kórónu
lífsins. Dýrðarsveig
sem aldrei fölnar.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og áhugamaður um lífið.
Aukablað
alla þriðjudaga
ER KOMINN TÍMI
Á SJÓNMÆLINGU?
Traust og góð þjónusta í 18 ár
Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14