Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.04.2015, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015 ✝ Hafsteinn Þor-valdsson fædd- ist í Hafnarfirði 28.4. 1931. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suður- lands á Selfossi 26.3. 2015. Foreldrar hans voru Þorvaldur Guðmundsson, f. 25.9. 1900, d. 26.6. 1975, og Lovísa Að- albjörg Egilsdóttir, f. 7.9. 1908, d. 8.2. 1994. Hafsteinn ólst upp í Hafn- arfirði til fermingaraldurs en fluttist með foreldrum sínum að Lambhúskoti í Biskupstungum og síðar að Syðri-Gróf í Vill- ingaholtshreppi. Hafsteinn tók við búskapnum í Syðri-Gróf árið 1953 ásamt konu sinni Ragnhildi og bjó þar til 1961 að hann flutt- ist á Selfoss ásamt fjölskyldu sinni. Bræður Hafsteins eru Ey- steinn, f. 23.6. 1932, Svavar, f. 5.8. 1937, og Gunnar Kristinn, f. 5.8. 1945, d. 12.7. 2009. Hafsteinn giftist Ragnhildi Ingvarsdóttur, f. 13.8. 1929, d. 16.12. 2006, hinn 27.5. 1951, hún var dóttir hjónanna Ingvars Jó- framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands og Heilsugæslu- stöðvar Selfoss 1982-1995. Hafsteinn tók mikinn þátt í fé- lagsmálum og gegndi þar mörg- um ábyrgðarstörfum. Hann var formaður Umf. Vöku 1950-1961 og Umf. Selfoss 1962-1963, ritari HSK 1961-1970 og UMFÍ 1965- 1969 og formaður UMFÍ 1969- 1979. Hann var formaður Æsku- lýðsráðs ríkisins 1974-1978 og sat í stjórn Frjálsíþrótta- sambandsins, Íþróttakenn- araskólans og Íþróttamiðstöðvar á Laugarvatni og var fulltrúi UMFÍ í Íþróttanefnd ríkisins. Hann sat 14 ár í sveitarstjórn á Selfossi og var forseti bæjar- stjórnar eitt kjörtímabil. Hann sat á Alþingi sem varaþingmaður Framsóknarflokksins 1972. Þá sat hann í fjölmörgum nefndum og ráðum á vegum UMFÍ, ríkis og sveitarfélaga. Hann var fram- kvæmdastjóri landsmóts UMFÍ á Laugarvatni 1965. Hafsteinn var fjögur ár í stjórn Landssambands eldri borgara og formaður Hörpukórsins á Selfossi í tíu ár. Hann var kjörinn heiðursfélagi Umf. Vöku, Umf. Selfoss, HSK og UMFÍ og var sæmdur fálka- orðunni 2009. Síðustu sex árin átti Hafsteinn í góðu og gefandi vinasambandi við Ingunni Páls- dóttur frá Búrfelli. Útför Hafsteins Þorvaldssonar verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 10. apríl 2015, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. hannssonar og Jón- ínu R. Kristjáns- dóttur frá Hvítárbakka í Bisk- upstungum. Þau eignuðust fimm börn: 1) Þorvaldur, f. 1950, kvæntur K. Hjördísi Leósdóttur og eiga þau þrjú börn og sex barna- börn. 2) Ragnheið- ur, f. 1952, gift Birgi Guðmundssyni og eiga þau tvö börn. 3) Þráinn, f. 1957, kvæntur Þórdísi L. Gísladóttur og eiga þau tvær dætur. 4) Aðal- björg, f. 1959, gift Ólafi Ó. Ósk- arssyni og eiga þau eina dóttur. 5) Vésteinn, f. 1960, kvæntur Önnu Östenberg og eiga þau þrjú börn. Hafsteinn nam við Íþróttaskól- ann í Haukadal 1946-1948. Hann lauk fyrri hluta Lögregluskólans 1964 og kennaranámskeiði í hjálp í viðlögum hjá RKÍ 1968. Þá sótti hann ýmis námskeið m.a. í Stjórnunarskóla Íslands og end- urmenntun. Hafsteinn var starfs- maður Selfosshrepps, lögreglu- maður og sölumaður 1961-1967. Hann var forstöðumaður Sjúkra- hússins á Selfossi 1967-1981 og Tengdafaðir minn, Hafsteinn Þorvaldsson, er allur. Þótt hann væri að verða 84 ára finnst mér hann fara allt of fljótt, eigingirni býr þar örugglega að baki, hann var svo ríkur þáttur í hversdags- lífinu. Ég kom 17 ára inn í fjöl- skylduna, minningarnar eru ein- ungis góðar, upplifunin af einstaklega samheldinni fjöl- skyldu, allir unnu saman að und- irbúningi móta og þinga þar sem húsið var allt undirlagt en þó unnið án hávaða. Eljan, dugnað- urinn, krafturinn, framsýnin, bjartsýnin og trúin á að allt gengi upp sem hann tók sér fyrir hend- ur skilaði sér svo ótrúlega og hreif alla með sér, ræðurnar jafnt á mannamótum eða heima í stofu hnitmiðaðar og upplýsandi og alltaf stóð tengdamamma honum við hlið enda nöfnin þeirra sam- tvinnuð, Hildur og Hafsteinn. Tíminn leið og afahlutverkið tók við, þar voru þau jafnsamtaka og í öllu öðru, ótal ferðir sem þau gerðu sér til okkar og glöddust yfir hverju barni. Allt sem hann fór jafnt utan- lands sem innan mundi hann; öll staðarnöfn og hverja hann hitti. Hann gat þulið ættir og aðstæður fólks hvar sem var á landinu gerði sér líka far um að rækta kunningsskap, fór með bæjum eins og hann sagði. Þegar Hildur mín missti heilsuna kom enn bet- ur í ljós hvaða mann Hafsteinn hafði að geyma, launaði henni ríkulega alla umhyggjuna sem hún hafði sýnt honum og fjöl- skyldunni allri með því að annast hana af ástúð og elsku allt til dauðadags. Eftir að hann varð einn sýndi hann hve hann unni fjölskyld- unni, lagði sig fram um að fylgj- ast með öllum og segja frá hve vel gengi alls staðar. Svo komu lang- afabörnin sem elskuðu hann út af lífinu. „Langafi prakkari“ og „Afi Afríka“ heyrðist oft og ræðanna hans alltaf beðið með eftirvænt- ingu. Þótt aldurinn færðist yfir var hann alltaf jafnáhugasamur um að taka þátt í öllu okkar og þar sem bíladellugenin virtust fara í beinan karllegg var enda- laust hægt að tala um bíla. Vinátta okkar og trúnaður var svo rótgróin að oft þurftum við ekki að ræða málin, vissum hvort um sig hvað hinu fannst, það verður tómlegt við eldhúsborðið þar sem oft var setið og rætt saman. Oft bað ég hann að skrifa um allt sem hann sagði okkur, það verður ekki úr þessu en sem betur fer átti hann tugi albúma þar sem hann var búinn að tölvu- skrifa allan texta. Fjársjóður sem við varðveitum. Tengdapabbi var svo heppinn og við reyndar öll að hann eign- aðist ástvin, Ingu sína, yndislegt að upplifa hvað hann varð ham- ingjusamur, þau áttu ótalmargt sameiginlegt, ferðuðust víða, þekktu marga og nutu samvista við vini og kunningja. Þegar sjónin dapraðist og hann þurfti meiri hjálp var ynd- islegt að sjá hve Valli minn og hann gerðu allar ferðir að leik. Þegar sjúkdómsgreiningin kom tók hann því af æðruleysi og eig- inlega dreif þetta af eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Síðasta setning hans í þessu lífi var líka einkennandi fyrir hann: „Við vinnum þetta saman eins og við höfum alltaf gert“ og svo sló hann hendinni niður eins og honum var einum lagið. Ég kveð elskaðan tengda- pabba með orðunum sem hann kvaddi alltaf með: „Höfum þetta skemmtilegt, allt lífið framund- an.“ K. Hjördís Leósdóttir. „Allt lífið framundan“ voru einkunnarorð afa Hafsteins. Okkur langar að þakka þá gæfu sem við höfum hlotið að hafa átt svona einstakan afa með nokkr- um orðum. Afi var engum líkur, alltaf jákvæður og bjartsýnn, hann fylgdist með okkur og fylgdi í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem var í starfi, námi, íþróttum eða leik. Hann fylgdist með torfær- unni, skoðaði vel og vandlega smíðar bræðranna og torflagn- ingu, horfði á allar leiksýningar og þegar barnabarnabörnin voru mætt vantaði ekkert upp á að með þeim væri fylgst einnig. Hann fékk ýmis viðurnefni, eins og gefur að skilja þegar lítil börn eru annars vegar, eins og afi Afr- íka, því afi dreif sig náttúrlega til Afríku í ferðalag og kom með afr- ískt dót og hljóðfæri heim handa öllum. Svo festist líka við hann viðurnefnið afi prakkari sem þarf ekki að útskýra frekar. Alltaf gat afi sagt okkur hvað hann var ánægður með okkur og stoltur af sínum eins og við af honum. Eins og þeir sem þekktu afa vita nýtti hann hvert tækifæri til að standa upp í veislum og segja nokkur orð. Í hvert sinn hvetjandi, upp- lýsandi, fræðandi og oft mjög skemmtilegur, þegar við átti auð- vitað. Við erum svo heppin að hafa átt afa svona lengi og kallað hann fyrirmynd því það var hann svo sannarlega. Við munum ávallt hugsa til afa með þakklæti og gleði í huga og leggja okkur fram um að tileinka okkur hans viðhorf til lífs og manna með „allt lífið framundan“. Júlía, Haukur og Hafsteinn Þorvaldsbörn. Kær bróðir, Hafsteinn, er lát- inn. Í hugann koma minningar frá uppvaxtarárum okkar bræðra í Hafnarfirði. Í umhverfi okkar í firðinum var mikill barnaskari, Hafsteinn blandaði sér gjarnan í leiki okkar yngri krakkanna og kom þar í ljós hæfni hans að leið- beina ungmennum sem átti eftir að verða hans hugðarefni á lífs- leiðinni. Þá minnist ég skemmti- legra stunda með honum t.d. á stúkuskemmtunum í Gúttó þar sem Hafsteinn lék á munnhörpu. Ungur fór hann að starfa með Leikfélagi Hafnarfjarðar, fjórtán ára lék hann hlutverk með leik- félaginu. Frá unga aldri dvaldi Hafsteinn á sumrin í Galtalæk í Biskupstungum þar sem afi, amma og fleira frændfólk okkar bjó, bar hann ávallt mikla hlýju og tryggð til Galtalækjar. Haf- steinn fór ungur á Íþróttaskólann í Haukadal og tel ég að dvölin hjá Sigurði Greipssyni hafi verið kveikjan að áhuga hans á félags- og íþróttamálum sem áttu eftir að einkenna lífsstarf hans. Árið 1945 flutti fjölskyldan í Biskups- tungur, foreldra okkar hafði lengi dreymt um að gerast ábúendur í sveit enda bæði ættuð úr Tung- unum. Síðar keyptu þau Syðri- Gróf í Villingaholtshreppi, þá hafði Hafsteinn kynnst konuefni sínu Ragnhildi Ingvarsdóttur frá Hvítárbakka og gerðust þau ábú- endur þar ásamt foreldrum okk- ar, seinna byggðu þau nýbýli á jörðinni. Eftir komu Hafsteins í hreppinn var hann kosinn for- maður UMF Vöku aðeins átján ára gamall. Ég á góðar minning- ar frá þessum árum með Haf- steini, að nútímavæða búskapinn og brölluðum við margt saman í þeim efnum, en á milli bústarf- anna ferðaðist ég með honum um sveitir Suðurlands. Hann var þá að kenna íþróttir á vegum ung- mennafélaganna, þar á meðal ís- lensku glímuna. Frá UMF Vöku höfðu komið margir af fremstu glímumönnum landsins og gerði Hafsteinn sitt til að viðhalda þeim áhuga hjá félaginu. Einnig vann hann að því ásamt fleirum að byggt yrði félagsheimili í Vill- ingaholtshreppi. Byggingin varð að veruleika og Þjórsárver var vígt árið 1959. Hafsteinn vann mikið með búskapnum að ýmsum störfum. Tíminn leið og aðstæður breyttust, foreldrar okkar hættu búskap vegna heilsubrests pabba og Hafsteinn og Hildur ákváðu að hætta líka, Syðri-Gróf var seld og flutt á Selfoss. Þau keyptu hús í byggingu á Engjavegi 28 og full- gerðu það. Hafsteinn byrjaði fljótlega að starfa í lögreglunni og við störf á félagsmálasviðinu, stjórnarsetu í Héraðssamband- inu Skarphéðni. Síðan var hann kjörinn formaður UMFÍ árið 1969 og var í því starfi í tíu ár. Allir sem þekkja til hans vita þá sögu, þá rækt og alúð sem hann lagði í starf sitt hjá UMFÍ, hann sat í bæjarstjórn Selfoss um ára- bil og var varaþingmaður Fram- sóknarflokksins eitt kjörtímabil. Árið 1967 tók hann við stöðu framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Suðurlands og gegndi því starfi til starfsloka 1995. Hafsteinn og Hildur höfðu mikla ánægju af að ferðast, bæði innanlands og utan, eftir lát Hild- ar 2006 ferðaðist hann mikið með frænda okkar, Agli Egilssyni, og hans konu Bóthildi, einnig með vinkonu sinni, Ingunni Pálsdótt- ur, sem reyndist honum traustur vinur. Ég kveð minn kæra bróður og þakka honum fyrir vinsemd og kærleika sem hann ávallt sýndi mér og mínum. Við Hrafnhildur og fjölskylda okkar vottum börn- um og afkomendum Hafsteins og vinkonu hans, Ingunni Pálsdótt- ur, innilegustu samúð. Svavar Þorvaldsson. Við fráfall Hafsteins Þorvalds- sonar koma upp í hugann myndir og minningar um góðan félaga og einstakan samferðamann. Það er á fögru vorkvöldi austur í Flóa að í hlaðið á Brúnastöðum er kom- inn aðsópsmikill maður, hann er að sækja eldri systkini mín og smala ungu fólki saman til að æfa víkivakadansa fyrir Þjórsár- túnsmótið. Faðir minn fer hlýjum orðum um gestinn, segir hann frænda sinn frá Auðsholti í Bisk- upstungum og að þeir séu komnir af ætt hinna fornu Haukdæla. Næsta minning mín er í íþrótta- húsinu á Laugarvatni veturinn 1964, það er að hefjast íþrótta- mót. Það vekur athygli mína að á miðju gólfi salarins standa nokkrir sparibúnir menn, þar sé ég í fyrsta sinn glímukónginn og leiðtogann mikla, Sigurð Greips- son í Haukadal. Nú gerist það að Hafsteinn Þorvaldsson stígur fram og flytur snjallt ávarp. Hann er að kynna áform um hið mikla Landsmót ungmennafélag- anna sem halda skal á Laugar- vatni sumarið 1965. Hafsteinn var þarna ungur og óvenjulega glæsilegur maður, hann talaði blaðlaust og hreif samkomuna. Segja má um hann eins og sagt var um annan mann af Haukdæl- um kominn: „Mál hans rann sem ránarfall, rómurinn blíður hár og snjall.“ Við krakkarnir sátum sem bergnumin og við ræddum það, strákar, byrjaðir að halda ræður, að þessari snilld þyrftum við að ná í ræðumennskunni. Þriðja minningin er frá alþingis- kosningunum 1971, Helgi Bergs segir sig frá baráttusæti flokks- ins í Suðurlandskjördæmi. Mikil stemning verður um að Haf- steinn taki sætið en eins og oft þá verða átök um málið og allmiklar deilur. Hafsteinn reynir að miðla málum og skapa sættir, þá heyri ég að nokkrir harðjaxlar segja að líklega sé hann alltof sáttfús til að verða stjórnmálamaður. En sæt- ið vann hann og þar var m.a. kos- ið milli hans og núverandi forseta Íslands sem þá var framgjarn ungur framsóknarmaður. Flokk- urinn fékk góða útkomu í þessum kosningum og var góður rómur gerður að framgöngu Hafsteins. Hinsvegar sóttist Hafsteinn ekki eftir að halda áfram í pólitíkinni, kannski leist honum ekki á að leggja lífsbaráttu sína í stríðið og persónulegu átökin sem fylgja landsmálunum, þar sem aðals- merkið er að berja á sínum bestu mönnum innan flokkanna eins og dæmin sanna. Hann kaus að vera áfram á þeim vettvangi sem heill- aði hann ungan og þar er sáttfýsi aðalsmerkið enda varð hann for- maður UMFÍ og með Sigurði Geirdal og góðu fólki endurreisti hann hreyfinguna og gerði hana að stórveldi. Jafnframt sat hann í bæjarstjórn Selfoss og kom þar áfram mörgum mikilvægum mál- um fyrir bæinn sinn og héraðið. En ævistarfið var mest og best fyrir Sjúkrahús Suðurlands, síð- ar Heilbrigðisstofnun Suður- lands og verkin sýna merkin. Þar dugði honum vel eldmóðurinn til að ná samstöðu heima og með stjórnvöldum. Hann kunni að stilla strengi með sveitarstjórn- arfólki og kvenfélögin voru bak- varðarsveitin hans þegar þurfti að kaupa tæki á Sjúkrahúsið, svo ekki sé talað um uppbyggingu Ljósheima á Selfossi. Ég minnist Hafsteins Þorvaldssonar með þökk og virðingu, þau Hildur kona hans voru alltaf til staðar við hin stóru tækifæri á Selfossi. Okkur sem í pólitíkinni störfuð- um þótti hver fundur góður ef Hafsteinn opnaði hann með já- kvæðni og barátturæðu. Drengskaparmaður er nú horfinn á braut en skarðið er stórt sem stendur autt, minning- in lifir um hamingjumann sem hreif fólk með sér. Við Margrét sendum fjölskyldu hans djúpa samúðarkveðju og einnig hans góðu vinkonu, Ingunni Pálsdótt- ur og hennar fjölskyldu. Guðni Ágústsson. Kær félagi og vinur er fallinn frá og stórt skarð hefur myndast í hópinn okkar hjá FEB Selfossi, eigum við félagar hans eftir að sakna vinar í stað. Hafsteinn Þor- valdsson var glæsilegur maður, hár og spengilegur, og hafði hlýja og þægilega nærveru. Hann var litríkur og skemmtilegur félagi og engin lognmolla þar sem hann var, hvort sem var í leik eða starfi. Félagslyndur var hann og tók þátt í mörgum málum og mál- efnum um dagana, hann gerðist t.d. stofnfélagi og liðsmaður frá unga aldri Styrktarfélags aldr- aðra á Selfossi, sem síðar varð Félag eldri borgara Selfossi. Hátt í fjörutíu ár hefur félagið fengið að njóta krafta þessa fórn- fúsa eldhuga, fyrst sem stjórnar- manns og hjálparhellu og núna síðustu árin sem góðs liðsmanns og félaga í félagsstarfinu, einnig var hann kórfélagi í Hörpukórn- um (kór FEB Selfossi) og svo kappsamur var hann um fé- lagsstarfið að hann mætti á síð- ustu söngæfingu sína nokkrum dögum fyrir andlátið. Hann var fljótur að koma með lausnir þeg- ar á þurfti að halda, hann hvatti félaga sína til dáða og hrósaði þegar við átti. Það á eftir að vera tómlegt hjá okkur í félaginu núna þegar hann er horfinn á braut. Við þökkum Hafsteini vini okkar samfylgdina og óskum honum góðrar heim- komu. Þegar sorg knýr dyra eru orð fátækleg. Við sendum aðstand- endum hans samúðarkveðjur og munum að minningin er ljós sem lifir. F.h. Félags eldri borgara Sel- fossi, Sigríður J. Guðmundsdóttir (Sirrý). Látinn er mikill öðlingur og fé- lagsmálafrömuður, Hafsteinn Þorvaldsson. Hann kom víða við á sínum ferli og verður það ef- laust rakið nánar í fjölmiðlum. Forystuhæfileikar Hafsteins komu snemma í ljós og aðeins 19 ára gamall var hann kjörinn for- maður Umf. Vöku í Villingaholts- hreppi, þá nýfluttur í þá sveit. Hann flutti á Selfoss 1961 og bjó þar til æviloka. Hann var kjörinn ritari HSK og var þar í stjórn til 1969, er hann var kjörinn formað- ur UMFÍ og stjórnaði þeim sam- tökum á farsælan hátt í áratug og lagði grunn að öflugu starfi UMFÍ, sem haldist hefur allar götur síðan. Við Hafsteinn áttum samleið í mörgum málum í meira en 60 ár, einkum á sviði ungmenna- og íþróttahreyfinga. Við sátum sam- an í stjórn HSK í mörg ár ásamt Eggerti Haukdal, í stjórn UMFÍ undir forystu sr. Eiríks J. Eiríks- sonar, í þjóðhátíðarnefnd Árnes- sýslu 1974 ásamt sr. Eiríki og þannig mætti lengi telja. Gott var að vinna með Hafsteini í fé- lagsmálum. Hann var ótrauður og ósérhlífinn, vel látinn og vin- sæll og þannig gekk vel að koma málunum áfram. Ég minnist fjöl- margra ferða á landsmót UMFÍ og annarra keppnisferða. Bjart- sýni og gleði og samheldni var ríkjandi. Margar samkomur voru haldnar á vegum áðurnefndra samtaka. Má minna á fjölmennar og vinsælar spurningakeppnir o.fl., sem of langt yrði upp að telja. Það var líf og fjör í kringum Hafstein og engin lognmolla. Minningarnar eru dýrmætar frá þessum tíma og margt að þakka. Hafsteinn var góður ræðumaður og honum gekk vel að hrífa fólk með sér á ýmsum sviðum. Ég sendi fjölskyldu hans hug- heilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Hafsteins Þorvaldssonar. Jóhannes Sigmundsson, heiðursformaður HSK. Hafsteinn Þorvaldsson, okkar góði vinur, er látinn. Við hjónin kynntumst honum ung að árum í gegnum íþróttahreyfinguna og eins vegna vinskapar okkar við börnin hans. Síðar lágu leiðir okkar saman á vinnustöðum bæði hjá UMFÍ og á Sjúkrahúsi Suð- urlands. Hafsteinn var glæsilegur mað- ur og flottur á velli. Hann var íþróttamaður og keppnismaður mikill. Þá var hann mikill félags- málamaður og sinnti formennsku margra félagasamtaka. Haf- steinn var einnig formaður UMFÍ til margra ára. Það voru ýmis áhugamál sem heilluðu Hafstein og ekki er hægt að sleppa því að minnast á bíla- delluna. Hann skipti ört um bíla og átti alltaf fallegar bifreiðar sem ávallt voru stífbónaðar og glansandi. Hann mundi eftir öll- um þessum bílum og skemmtileg- ar voru frásagnir hans af þessum bílakaupum. Þá var hann mikið snyrtimenni heima fyrir og bar garðurinn merki um það. Hafsteinn var góður ræðu- maður og flutti ræður sínar af miklum eldmóð svo eftir var tek- ið. Hann var söngmaður góður og fylginn sér í pólitíkinni og sat í sveitarstjórn á Selfossi um tíma. Hann hafði gaman af ferðalögum bæði innanlands sem utan og voru þau hjónin dugleg að ferðast saman. Hafsteinn var framkvæmda- stjóri Sjúkrahúss Selfoss frá 1967 og síðar Sjúkrahúss Suður- lands á árunum 1981 til 1995 og þar unnum við saman í 13 ár. Það var gott að vinna með Hafsteini og eiginkonu hans Ragnhildi sem einnig starfaði á skrifstofunni. Aldrei bar skugga á þetta sam- starf okkar. Það er með aðdáun sem ég fylgdist með framgangi hans í að koma á fót hjúkrunar- deild fyrir aldraða á Austurvegi 28 á Selfossi. Þessi barátta hans hófst þegar í ljós kom við flutning í nýja sjúkrahúsið á Selfossi að of mörg sjúkrarými tepptust af langlegu aldraðra sjúklinga. Þá var ekki til setunnar boðið og haf- ist var handa við undirbúning við að gera gamla sjúkrahúsið að stofnun fyrir aldraða sjúklinga. Með hjálp kvenfélagskvenna á Suðurlandi og fleiri velunnara varð þessi draumur Hafsteins að veruleika og flutt var í endurbætt húsnæði á Austurvegi 28 í mars Hafsteinn Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.