Morgunblaðið - 10.04.2015, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 2015
1984. Nýja heimilið fékk nafnið
Ljósheimar og voru þar rými fyr-
ir 26 einstaklinga. Þessi fram-
gangur Hafsteins lýsir vel metn-
aði hans og eljusemi að koma
verkefnum áfram.
Hafsteinn var glaðvær og hafði
létta lund og átti auðvelt með að
hrósa fólki fyrir framgöngu og
dugnað.
Við hjónin þökkum Hafsteini
samfylgdina í gegnum árin og
vottum börnum hans, tengda-
börnum, barnabörnum og fjöl-
skyldunni allri okkar innilegustu
samúð.
Einnig vottum við vinkonu
Hafsteins, Ingu Pálsdóttur, inni-
lega samúð.
Hafsteinn er lagður af stað í
sitt hinsta ferðalag og við vitum
að vel verður tekið á móti honum.
Guð blessi minningu Hafsteins
Þorvaldssonar.
Esther og Sigurður.
Ég var 14 ára þegar ég kynnt-
ist Hafsteini fyrst, þá sem pabba
Aðalbjargar og Vésteins sem ég,
á þeim árum, æfði frjálsar íþrótt-
ir með, auk þess sem við Aðal-
björg erum skólasystur og jafn-
öldrur.
Ég á góðar minningar frá
þessum árum frá Engjaveginum
þar sem Hildur tók á móti okkur
krökkunum svöngum eftir æfing-
ar með góðri kvöldhressingu og
notalegheitum. Hafsteinn hvatti
okkur til dáða, jákvæður og
áhugasamur um allt það sem við
vorum að gera.
Nú síðustu árin hafa kynni mín
af Hafsteini endurnýjast, þó auð-
vitað hafi ég fylgst með honum og
hans störfum í gegnum tíðina.
Kynnin urðu með öðrum hætti
þar sem honum og mömmu hafði
orðið vel til vina. Það var aldrei
leiðinlegt að vera nálægt Haf-
steini. Enn var hann jákvæður og
hafði áhuga á því sem var að ger-
ast í kringum sig. Ræddum við
saman um ýmis mál og voru þar
íþróttir efst á baugi. Hafsteinn
fylgdist vel með á þeim vettvangi.
Ég minnist þess, þegar hann, þá
kominn yfir áttrætt, fór á körfu-
boltaleik í Þorlákshöfn, þar sem
léku Þór Þorlákshöfn og Grinda-
vík. Eldmóðurinn var enn sem
fyrr og ekkert stöðvaði hann í að
sýna stuðning sinn í verki. Ung-
mennafélagið hér á Selfossi var
honum mjög kært og sýndi hann
því einstaka ræktarsemi og höfð-
ingsskap.
Hafsteinn og mamma hafa not-
ið þess að ferðast mikið saman
síðustu árin, bæði innanlands
sem utan. Á síðasta ári fór sjón-
inni að hraka og ekki þótti ráð-
legt að hann keyrði langar leiðir.
Þessu var tekið með æðruleysi og
í stað þess að keyra austur á Fá-
skrúðsfjörð til að heimsækja vini
var bara tekinn strætó.
Hann var stoltur af sínu fólki,
börnum og afkomendum, og
mátti svo sannarlega vera það.
Einnig gladdist hann með
mömmu vegna hennar fólks sem
væri það hans eigið.
Nú í vetur hafði heilsunni
hrakað, en fram að því fannst
manni þau alltaf eins og ungling-
ar. Einstaklega virk í félagslífi og
alltaf til í að gera eitthvað
skemmtilegt saman.
Ég veit að ég tala fyrir hönd
systkina minna og fjölskyldu að
Hafsteinn var innilega velkominn
í okkar hóp. Jafnframt er okkur
ofarlega í huga þakklæti fyrir hve
góður hann var mömmu. Nú er
skarð fyrir skildi.
Mamma hefur misst góðan vin
og börnin hans og fjölskylda frá-
bæran pabba, tengdapabba og
afa. Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Blessuð sé minning Hafsteins
Þorvaldssonar.
Anna Guðmundsdóttir.
Ólíkt Hafsteini þá get ég ekki
flutt langa ræðu. Heilsan ræður
því, en hugurinn er klár.
Hafsteinn var góður maður,
hann var hlýr og yfirbragð hans
mótandi. Þegar Hafsteinn kom,
hvort sem var upp að Geysi eða
við önnur tækifæri, þá lyftist og
léttist lundin því hann var glað-
sinna, hress og kátur maður.
Hispurslaus var hann og braut-
ryðjandi í huga og verkum.
Mér þótti vænt um Hafstein og
þakka samfylgd og vinskap allan.
Már Sigurðsson, Geysi.
Fremstur í foringjaliði
í félagsskap aldraðra gekk.
Kunni þá snilld í því sniði
að sníða og knýta þar hlekk.
Sá hlekkur var fljótlega fundinn
að flytja þeim öldruðu rétt.
Réttur sem raunhæft var bundinn
með ráðdeild hjá þessari stétt.
(Hj. Þ.)
Fallinn er til feðra sinna mikill
félagsmálaforingi, Hafsteinn
Þorvaldsson. Eitt af fjölmörgum
málum, sem hann beitti sér fyrir,
var að sameina eldri borgara til
félagslegrar samstöðu og hags-
bóta í lífi þeirra. Þar vann hann
mikið brautryðjandastarf.
Árið 1976 ákvað hreppsnefnd
Selfoss að koma félagsmálum
eldra fólks í skipulagt ferli í sam-
vinnu við eldri borgarana. Mikill
einhugur var meðal hreppsnefnd-
arinnar gagnvart þessu verkefni
og fylgdi Hafsteinn málinu
ótrauður áfram. Þegar Félag
eldri borgara á Selfossi var svo
formlega stofnað í sept. 1980
skráði Hafsteinn sig í félagið, og
sá eini sem ævifélagi. Þessi ævi-
félagi okkar varð meðal þeirra
fremstu í félagslífi eldra fólksins
á Selfossi allar stundir síðan.
Hann tók að sér forystu í söng-
starfinu þegar Hörpukórinn var
stofnaður 1990 og var formaður
kórsins mörg fyrstu árin. Hann
var virkur félagi í kórnum og stóð
vaktina með sóma og fullri reisn
til síðustu stundar.
Þá vann hann einnig að þess-
um málum á vegum Landssam-
bands eldri borgara. Á fleiri svið-
um í félagslífi eldri borgara var
Hafsteinn frumkvöðull og vak-
andi áhugamaður. Þeir félagar fv.
formenn UMFÍ, Pálmi heitinn
Gíslason og Hafsteinn, settu af
stað vekefni til eflingar íþróttum
meðal eldri ungmennafélaga. Þar
gafst mér tækifæri til að vinna
með þeim og kynnast eldmóði
þeirra til hagsbóta fyrir eldra
fólkið. Þetta er sýnishorn fé-
lagslegra afreka í þágu eldri
borgara sem eftir Hafstein liggja
að leiðarlokum.
Hafsteinn kom víða við á
mörgum sviðum félagsmála og
alls staðar hafði hann einstakt lag
á að tendra áhuga meðal áheyr-
enda sinna og hrífa þá með til fé-
lagslegra verka og átaka. Allir
sem kynntust Hafsteini minnast
hans með innilegri þökk fyrir
hans ómetanlega framlag sem
hann veitti eldri borgurum í sam-
tökum og félagslífi þeirra. Við
söknum hans og minnumst góðs
drengs. Innilegar samúðarkveðj-
ur eru fluttar til hans nánustu.
Hjörtur Þórarinsson.
Í nokkrum orðum viljum við
þakka vini okkar, Hafsteini Þor-
valdssyni, samfylgdina sem hefur
verið okkur ómetanleg og sann-
arlega sett mark sitt á Héraðs-
sambandið Skarphéðin. Oft leið-
beindi Hafsteinn okkur og var
það gert án allra fordóma og af
þeirri hógværð og réttsýni sem
var svo sterkur þáttur í skapgerð
hans. Hann var ávallt hvetjandi
og óþreytandi við að sannfæra
okkur um að allir góðir hlutir
væru framkvæmanlegir, en það
þyrfti að vinna að þeim. Haf-
steinn var maður gegnheill og lét
hvorki gaspur né glaum samtím-
ans stjórna lífi sínu.
Hann bjó yfir öryggi og festu
sem eru bestu eiginleikar hvers
manns. Hann hafði þrautseigju,
reglusemi, heiðarleika og vinnu-
semi að leiðarljósi.
Hafsteinn var í hópi þeirra
sem ungmennafélagsandinn
hafði blásið eldmóði í brjóst.
Hann hreifst af þeirri bjartsýni
og glaðværð sem ungmenna-
félags- og íþróttahreyfingin bar
með sér. Hann hafði alla tíð mik-
inn áhuga á framfara- og þjóð-
þrifamálum en sá áhugi einskorð-
aðist ekki við íþróttir heldur náði
til flestra þátta daglegs lífs. Hann
vann alla tíð að framförum í sam-
félaginu og sparaði þar hvorki
tíma né fyrirhöfn.
Sagt hefur verið að óbrigð-
ulasta einkenni menningarþjóðar
sé að þjóðin þoli að heyra hverja
skoðun sem er, setta fram og
rædda opinberlega. Snilld þess er
málið flytur ræður því hvort hún
leggur eyrun við. Þannig var það
þegar Hafsteinn mætti á fundi og
héraðsþing okkar Skarphéðins-
manna og flutti magnaðar hvatn-
ingarræður sínar, þá hlustuðu
allir.
Hann var mikill félagsmála-
maður og þeim gáfum gæddur að
tengja saman íslenska tungu og
íslenska menningu. Hafsteinn er
einn af merkisberum íslensks
máls og lagði sig fram um að
vernda arf þjóðarinnar, tungu-
málið okkar.
Hafsteinn var mikilvægur
hlekkur í vinakeðju Skarphéðins-
manna. Hann kom með gleði inn í
starf okkar og með eldmóði sín-
um flutti hann birtu og yl. Hann
var skemmtilegur sagnamaður,
góður leiðbeinandi og ávallt tilbú-
inn að leggja HSK lið.
Hafstein einkenndi mikil lífs-
gleði, kraftur og hlýtt og glað-
vært viðmót. Hann var áræðinn
og fylginn sér ef svo bar undir, en
ávallt sanngjarn. Hann gerði
kröfur til sín og annarra og vissi
sem var að enginn getur þrifist í
samfélagi við aðra menn án þess
að koma fram af heilindum.
Þegar við héldum héraðsþing
okkar nú fyrir skömmu var skarð
fyrir skildi, Hafsteinn átti ekki
heimangengt og við fundum að
nú hafði orðið breyting á hjá okk-
ur í HSK. Það vantaði manninn
sem ávallt kvaddi sér hljóðs og
sagði okkur á sinn skemmtilega
hátt frá gömlum afrekum Skarp-
héðinsmanna. Við í HSK eigum
eftir að sakna þess að Hafsteinn
brýni okkur til góðra verka, það
var gott að eiga hann að með
hreinskilni sína og óbilandi kraft
allt fram á síðasta dag.
HSK félagar þakka Hafsteini
samfylgdina, góðvild og greiða-
semi í áranna rás, munum hann á
þingum og íþróttaviðburðum þar
sem hann jók okkur gleði á góð-
um stundum.
Börnum hans, tengdabörnum,
barnabörnum og öðrum ástvinum
vottum við einlæga hluttekningu.
Guðríður Aadnegard,
formaður HSK.
Kveðja frá Hörpukórnum
Hafsteinn Þorvaldsson vinur
okkar og söngfélagi er fallinn frá
eftir stutta en snarpa sjúkrahús-
vist.
Ég kynntist honum fljótlega
eftir að fjölskylda hans fluttist að
Syðri-Gróf, við störfuðum bæði í
ungmennafélagi okkar sveitar og
hittumst á þeim vettvangi og eitt
sinn lékum við saman í leikþætti
sem settur var upp. Seinna áttum
við samstarf þegar hann var
framkvæmdastjóri Sjúkrahúss
Suðurlands og ég gjaldkeri hjá
Sambandi sunnlenskra kvenna
en stór hluti af starfi þess sam-
bands var stuðningur við sjúkra-
húsið. Að lokum hittumst við í
síðasta félagsmálaverkefni okkar
beggja, sem er kór eldri borgara
á Selfossi, Hörpukórinn.
Eins og kunnugt er var Haf-
steinn mikill félagsmálamaður og
gegndi mörgum ábyrgðarstörf-
um bæði í heimahögum og á
landsvísu en í þessum kveðjuorð-
um ætla ég að halda mig við
starfið í Hörpukórnum.
Kórinn hóf starfsemi árið 1990
og var fyrstu 10 árin deild innan
félags eldri borgara. Á þeim ár-
um stóðu forystumenn félagsins
fyrir því að farin var söng- og
skemmtiferð til Ítalíu í samvinnu
við Eldeyjarkórinn í Reykja-
nesbæ. Af okkar hálfu var Haf-
steinn framkvæmdastjóri þeirrar
ferðar. Á þessum tíma mótaðist
starfið og þá hófst einnig sam-
starf fimm kóra eldri borgara,
sem enn er við lýði, og var Haf-
steinn einn af upphafsmönnum
að því og stóð fyrir fyrsta kóra-
mótinu. Árið 2000 fékk Hörpu-
kórinn sjálfstæða stjórn og var
Hafsteinn fyrsti formaður hans
og leiddi kórinn í fimm ár.
Hann hafði yndi af söng, sér-
staklega ættjarðarlögum og því
sem sungið var í ungmenna-
félagsstarfinu. Þegar við vorum
ung var oft sungið við upphaf og
endi hvers fundar, oft óskaði
hann eftir að lagið „Ég vitja þín
æska“ væri sungið og síðan þá
minnir þetta lag mig á Hafstein.
Þegar hann söng var það ekki
með neinni hálfvelgju heldur var
sungið af krafti og innlifun.
Hafsteinn var sérstaklega vel-
viljaður maður í garð samferða-
manna sinna, það var eins og hon-
um þætti vænt um alla og bætti
oft við „vinur minn“ þegar hann
minntist á fólk. Hann átti auðvelt
með að tala, var mælskur og hrif-
næmur og gat haldið ræður fyr-
irvaralaust. Hann var glöggur að
sjá tækifæri fyrir Hörpukórinn
að koma fram og syngja og var
sérstaklega vandvirkur í öllum
störfum og eftirminnileg er söng-
ferð til Akureyrar. Þá ferð skipu-
lagði Hafsteinn ásamt Aðal-
björgu dóttur sinni, hann ók þá til
Akureyrar nokkrum dögum áður
til að tímasetja ferðina svo allar
áætlanir stæðust.
Hann naut þeirrar gæfu að
geta ferðast og notið lífsins á efri
árum en strax og hann kom heim
mætti hann á söngæfingar kórs-
ins og sæti hans þar var ekki autt
nema þrjár síðustu vikurnar.
Hörpukórsfólk kveður nú fyrr-
verandi formann sinn og söng-
félaga með þökk fyrir samveruna
allan þennan tíma og biður hon-
um blessunar á öðru tilverusviði,
fjölskyldunni sendum við einlæg-
ar samúðarkveðjur.
F.h. kórsins,
Arndís Erlingsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Hafstein Þorvaldsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞORSTEINA SIGURÐARDÓTTIR,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður Njörvasundi 6,
Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 27. mars.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
13. apríl kl. 15.
.
Hafliði Benediktsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir,
Helga Benediktsdóttir, Jónas R. Jónsson,
Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Hauksson,
Erna Benediktsdóttir, Steindór Gunnarsson,
Birna Benediktsdóttir, Daníel Guðbrandsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
vegna fráfalls
INGIBJARGAR SESSELJU
SIGURÐARDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Grund, áður til
heimilis að Eiðismýri 30,
Seltjarnarnesi.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á „Frúargangi“, deild A3
á Grund, fyrir frábæra umönnun og hlýju í hennar garð.
.
Hreiðar Ögmundsson, Katrín Gunnarsdóttir,
Jón Ögmundsson, Anna Sigríður Indriðadóttir,
Birgir Ögmundsson, Guðrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGURVEIG JÓNASDÓTTIR,
Álfhóli 3, Húsavík,
lést á Sjúkrahúsinu á Húsavík 2. apríl.
Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju
laugardaginn 11. apríl klukkan 14.
.
Sigmundur Óli Eiríksson,
Jóhannes Sigmundsson, Anna Ársælsdóttir,
Rúnar Hrafn Sigmundsson,
Veigar Þór Jóhannesson,
Magnea Björt Jóhannesdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát eiginmanns míns,
GÍSLA STEINSSONAR,
Neðstaleiti 7,
sem lést 17. mars.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots
fyrir góða umönnun.
.
Ólöf Thorlacius.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR RAFNAR HALLDÓRSSON
tæknifræðingur
Heiðarbæ 16
Reykjavík
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju
mánudaginn 13. apríl kl. 15.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag
Íslands.
.
Kristín Sigurbjarnardóttir,
Sigurbjörn Búi Sigurðsson, Helga Ásgeirsdóttir,
Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, Auður Ólafsdóttir,
Hlíf Sigurðardóttir, Ámundi V. Brynjólfss.,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GRÍMUR JÓSAFATSSON,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í
Reykjavík miðvikudaginn 8. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
.
G. Úlfhildur Grímsdóttir, Jón Snorrason,
Hlynur N. Grímsson, Elísa G. Halldórsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, dóttir og amma,
KRISTRÚN INGA GEIRSDÓTTIR,
Skálatúni 1,
Akureyri,
lést fimmtudaginn 2. apríl á
gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 14. apríl
kl. 13.30.
.
Ómar Svanlaugsson,
Herborg Rósa Árnadóttir,
Guðrún Petra Árnadóttir, Davíð Kr. Hreiðarsson,
Rannveig Inga Ómarsdóttir, Þórir Rafn Hólmgeirsson,
Katrín Ósk Ómarsdóttir,
Ómar Svan Ómarsson, Harpa Hrönn Önnudóttir,
Geir Örn Ingimarsson, Herborg Káradóttir
og barnabörn.